Skessuhorn


Skessuhorn - 26.09.2018, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 26.09.2018, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 26. SEpTEMBER 201816 Hjónin Bjarnheiður Jóhannsdótt- ir og Reynir Guðbrandsson fluttu úr Hafnarfirði í Dalina fyrir fjór- um árum og hafa nú byggt sér íbúðarhús og leirverkstæði á Jörva í Haukadal. Bjarnheiður tók vel á móti blaðamanni Skessuhorns fyrr í mánuðinum og sagði frá líf- inu í Dölunum, störfunum á leir- verkstæðinu og framkvæmdunum á Jörva. „Í Hafnarfirði unnum við bæði krefjandi störf og álagið var oft mjög mikið. Við fengum eig- inlega nóg og fluttum því hing- að sem hefur verið mjög frelsandi. Við erum í raun enn að vinda ofan af okkur og læra að taka því ró- lega,“ segir Bjarnheiður um leið og hún þeytist um eldhúsið og undirbýr komu fólks á leirvinnsl- unámskeið síðar sama dag. „Ég á von á fólki hingað að læra um ís- lensk jarðefni í keramiki og þá sér- staklega um Búðardalsleirinn.“ Bjarnheiður hefur lokið meistara- námi í keramik við háskóla í Ung- verjalandi og kennir leirvinnslu í Myndlistaskóla Reykjavíkur. „Ég keyri enn suður til að kenna ann- að slagið, ég gat ekki alveg sleppt því,“ segir hún og hlær. „Mér þyk- ir alltaf gott að hafa nóg að gera,“ bætir hún við og sest niður með blaðamanni. Vildu láta gamalt og nýtt njóta sín saman Bjarnheiður er fædd og uppalin á Hvammstanga en Reynir ólst upp í Búðardal en er ættaður frá Jörva. „Amma og afi Reynis bjuggu hér en síðan þau fóru hefur enginn búið á bænum. Það var því al- veg upplagt fyrir okkur að setjast að hér,“ segir Bjarnheiður bros- andi. Húsið byggðu þau við gamla hlöðu. „Okkur langaði að sam- eina gamalt og nýtt og vildum því byggja húsið við hlöðuna og nýta líka veggi sem voru hér fyrir,“ seg- ir Bjarnheiður og heldur áfram. „Það er reyndar örlítið þvingandi að byggja svona við gamalt hús og því aðeins erfiðara en ef við hefð- um bara byggt alveg nýtt. En ég er líka alltaf vön að velja erfiðari leiðina í lífinu,“ segir hún kím- in. „Það var líka töluvert auðveld- ara að fá fjármagn fyrir viðbygg- ingu heldur en nýbyggingu. Svo kemur það sér frekar vel að hafa nokkra góða veggi sem hægt er að nýta, það sparar manni aðeins aur- inn.“ Gömlu hlöðuveggirnir fá að njóta sín í nýja húsinu en hluta af þeim má sjá bæði í stofunni og á leirverkstæðinu. „Við vildum hafa þá svona með þessu nýja og erum rosalega ánægð með hvernig það kemur út,“ segir Bjarnheiður og bendir blaðamanni á hvar megi sjá gamlan steypuveggbút í stofunni. Er að þróa glerung úr Búðardalsleir Bjarnheiður vinnur sem ferða- málafulltrúi Dalabyggðar og þess á milli vinnur hún á leirverkstæðinu á Jörva. Þar gerir hún mest minja- gripi sem hún selur í Ljómalind í Borgarnesi og minjagripaversl- un á Þingvöllum. „Leirvinnan er ástríðan mín og planið er að byggja meira upp í kringum verkstæðið svo ég geti unnið meira þar. Ég hef margar hugmyndir sem mig lang- ar að framkvæma þar en tíminn verður að leiða í ljós hvað ég get gert,“ segir Bjarneiður og bætir því við að hún hafi mikinn áhuga á fá að miðla þekkingu sinni til ann- arra leirlistarmanna. „Ég hélt mál- þing í Búðardal fyrir nokkrum vik- um um íslensku jarðefnin í gler- ungagerð og talaði þar sérstaklega um Búðardalsleirinn. En leirinn úr Búðardal er einstakt jarðefni sem skemmtilegt er að vinna með og ég myndi vilja sjá hann nýttann enn frekar. Leirinn er þó ekkert sér- staklega góður í leirvinnu því hann er ekki nógu sterkt byggingar- efni, en Búðardalsleirinn er mjög fallegur og góður í glerung. Hann gefur rosalega dökkann og hrein- an lit,“ segir hún en Bjarnheið- ur fékk styrk úr Átaki til atvinnu- sköpunar til að þróa glerung úr ís- lenskum jarðefnum „Ég hef verið að þróa glerunga úr íslensku efn- unum og er afskaplega spennt fyrir því verkefni. Um þessar mundir er verið að kanna styrkleika þeirra og þol, sjá hvort þeir rispist auðveld- lega og þoli uppþvottavélar,“ segir Bjarnheiður. Vill bjóða upp á nám- skeið fyrir ferðamenn Bjarnheiður og Reynir eru með litla ferðaþjónustu á Jörva þar sem þau bjóða upp á gistingu í 20 fer- metra smáhýsi. „Við settum þetta hús upphaflega upp til að hafa aðstöðu á meðan við vorum að byggja. En svo þótti okkur upp- lagt að leigja það út til ferðamanna og hefur það verið mjög skemmti- legt. Við höfum boðið gestunum að koma til okkar í morgunverð og þá höfum við aðeins spjallað og fengið að kynnast fólkinu sem mér þykir sérstaklega skemmtilegt. Það vill svo til að flestir sem koma til okkar eru annað hvort ungt fólk í brúðkaupsferð eða eldra fólk að reyna að endurvekja ástina í sam- bandinu,“ segir Bjarnheiður bros- andi. „Ég hef líka hugsað mér að nýta húsið til að fá lærling til mín á verkstæðið. Ég fæ alltaf reglu- lega fyrirspurnir um slíkt. Þó ég segi sjálf frá er ég ansi fróð um efnafræði glerunga og hef tölu- verða vitneskju sem ég gæti miðl- að áfram. Ég vona að í mjög náinni framtíð hafi ég tök á láta verða af þessari hugmynd.“ Aðspurð hvort þau hafi í huga að fara í frekari ferðaþjónustu játar Bjarnheiður því. „Mér þyk- ir skemmtilegt að hitta fólk sem er að ferðast um og skoða land- ið svo já, ég get vel hugsað mér það. Við höfum þó ekki í huga að fjölga gistiplássum en mig langar að bjóða ferðamönnum upp á leir- munanámskeið. Þá er ég að hugsa um að vera með námskeið fyrir ferðamenn sem dvelja hér í ná- grenninu í nokkrar nætur og vantar afþreyingu. Ég sé fyrir mér að fólk komi hingað dagspart og ég kenni því að búa til eitthvað úr íslenskum leir, kannski með ösku úr íslensku eldfjalli. En þar sem leirvinna er tímafrek gæti fólk aldrei fullunnið vöruna hjá mér. Ég myndi þá sjá um að brenna og senda viðkom- andi. Þegar fólk kæmi svo heim úr fríinu biði þeirra pakki með al- veg einstökum minjagrip. Ég held að betri minjagripur en það sem maður hefur búið svona til sjálfur sé vandfundinn.“ arg Settust að á Jörva í Haukadal og opnuðu leirverkstæði Rætt við Bjarnheiði Jóhannsdóttur leirlistakonu í Dölunum Hér má sjá einn af minjagripunum sem Bjarnheiður býr til og selur. Þetta er staup á hvolfi, en það getur ekki staðið á borði nema það sé tómt. Bjarnheiður Jóhannsdóttir leirlistakona hefur sest að á Jörva í Haukadal. Nýja íbúðarhúsið er byggt utan í gamla hlöðu sem fyrir var á jörðinni. Hjónin Bjarnheiður og Reynir byggðu íbúðarhús sitt við gamla hlöðu sem fyrir var á bænum. Hér má sjá hvernig veggur úr hlöðunni fær að sjást í stiganum í nýja húsinu. Bjarnheiður gerir glerung úr Búðardalsleirnum en hann gefur dökkan og fallegan lit.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.