Skessuhorn


Skessuhorn - 26.09.2018, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 26.09.2018, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 26. SEpTEMBER 2018 17 Handverkskonurnar og vinkon- urnar Anna Dröfn Sigurjónsdótt- ir ferðaþjónustubóndi í Kvíaholti og Sigrún Elíasdóttir rithöfundur og sagnfræðingur frá Ferjubakka, hafa nú sett í loftið hlaðvarps- þáttaseríuna Þjóðlegir þræðir. Í þáttunum fjalla þær um allar hlið- ar handverks á Vesturlandi. Hug- myndin kviknaði hjá Önnu Dröfn síðasta vetur. „Ég vinn mikið með höndunum og þykir þá gott að hlusta á skemmtilegt hlaðvarp á meðan. Síðasta vetur var ég að leita að góðum þáttum og langaði að hlusta á eitthvað tengt hand- verki en fann ekkert. Þá kvikn- aði hugmyndin og ég ákvað að ég þyrfti bara að gera svoleið- is þætti sjálf. Það kom ekki ann- að til greina en að fá Sigrúnu með mér í þetta enda getum við talað endalaust um handverk. Ég hafði samband við hana og sagði henni frá hugmyndinni og hún fékk ekki tækifæri til annars en að vera með,“ segir Anna Dröfn og hlær. En hversu mikið er í raun hægt að tala um handverk? „Enda- laust. Þetta er óþrjótandi lind af skemmtilegu efni, allavega fyrir áhugasama,“ segir hún kímin. Fengu styrk til að koma þáttunum af stað Þær stöllur fengu styrk úr Upp- byggingarsjóði Vesturlands og keyptu fyrir hann upptökutæki. „Við ákváðum að kaupa hljóðnema sem hægt er að vera með á faralds- fæti. Hugmyndin er nefnilega að fara út og hitta annað handverks- áhugafólk og gera þættina þann- ig svolítið líflega og skemmtilega. Þá fengum við líka Berglindi Ingu Guðmundsdóttur vinkonu okk- ar og bókasafnsfræðing í Noregi til að vera með nokkur vel valin og skemmtileg innslög í þáttun- um, svona til að brjóta þá aðeins upp,“ segir Anna Dröfn og held- ur áfram. „Í þáttunum erum við að miðla eigin þekkingu auk þess sem við hittum fólk og lærum hvað aðr- ir eru að gera. Hlustendur eru því ekki bara að fara að hlusta á okk- ur Sigrúnu tala um prjónaskap all- an tímann.“ Fyrsta þáttaröðin telur 10 þætti og segir Anna Dröfn þær þegar vera hálfnaðar með hugmynda- vinnu fyrir næstu þáttaröð. „Eins og ég segi, það er ekkert skortur á efni til að tala um. Þetta er bara svo skemmtilegt og lærdómsríkt og okkur langar gera þetta eins lengi og við getum,“ segir hún. „Við viss- um fyrst ekkert út í hvað við vær- um að fara og kunnum ekkert að gera svona þætti. Þá var bara far- ið og gúgglað. Við höfum svo bara lært þetta jafn óðum og erum enn að læra. “Þættirnir eru sendir út vikulega á hlaðvarpssíðu Kjarnans og er fyrsti þáttur nú þegar kominn í loftið. arg/ Ljósm. aðsendar. Hlaðvarpsþættir um handverk á Vesturlandi Handverk er óþrjótandi lind af skemmtilegu efni Raminta Freimanaite, 25 ára dýra- læknir frá Litháen, kom til Íslands í maí síðastliðnum til að kynnast ís- lenskum búskaparháttum en sjálf starfar hún á blönduðu búi í Lithá- en. Raminta dvaldi hjá Höllu Stein- ólfsdóttur og Guðmundi Gísla- syni og fjölskyldu í Ytri-Fagra- dal á Skarðsströnd í einn mánuð og fylgdist með íslenskum sauð- burði. „Ég vildi afla mér víðtækari þekkingar og reynslu og fá að sjá hvernig sauðfjárbændur gera í öðr- um löndum,“ segir Raminta, í sam- tali við Skessuhorn, og bætir því við að henni hafi þótt Ísland upplagð- ur áfangastaður fyrir slíkt ferðalag. Aðspurð hvort bústörfin hér á landi séu mjög frábrugðin bústörfum í Litháen brosir hún og hristir höf- uðið. „Nei, þetta er ekki svo ósvipað nema hér á Íslandi eru kindur með horn en ekki í Litháen. Lömbin eru líka minni hér og eiga kindurnar því auðveldara með að bera, nema þeg- ar lömbin eru með stór horn og fest- ast,“ segir hún. Aðspurð hvort hún hafi sjálf alist upp við búskap bros- ir hún og svarar því til að hún hafi aðeins átt hund þegar hún var barn. „Ég er ekki alin upp innan um önn- ur dýr en hunda en mig langar bara að vinna með dýrum og er þá sér- staklega hrifin af kindum, geitum og kúm,“ segir hún. Vildi fylgja lömbunum alla leið til enda Eftir að hafa hjálpað lömbunum í heiminn síðastliðið vor og fylgt þeim til fjalla hélt Raminta aftur til Lithá- en. Hún var þó ekki alveg tilbúin að kveðja lömbin fyrir fullt og allt og ákvað því að koma aftur til Íslands í leitir og réttir og fylgja þeim síðasta spölinn í lífinu. „Það var alveg ný upplifun fyrir mig að fara í leitir. Í Litháen setjum við kindurnar ekki á fjall heldur eru þær heima við í girð- ingu allt sumarið. Mér þótti virki- lega skemmtilegt að upplifa leitir og sjá hvernig fólk kom saman og hjálp- aðist að við að smala fénu til byggða. Svo var sérstaklega skemmtilegt að sjá hvernig smalahundarnir unnu,“ segir hún. En hvernig eru þá sumrin hjá sauðfjárbændum í Litháen? „Þar er mikið meira að gera yfir sumarið en hér á Íslandi. Bændur þurfa allt sumarið að huga vel að girðingum og alltaf að sjá til þess að kindurn- ar hafi aðgang að vatni. Svo eru úlf- ar í Litháen sem þarf að fylgjast sér- staklega með því annars éta þeir féð. Hér á Íslandi er því aðeins rólegra hjá bændum yfir sumarið,“ segir hún og brosir. Stór kostur hversu lítið er um lyfjagjöf á Íslandi Eitt það sem Raminta segist hafa heillast hvað mest af hér á landi er hversu gott lambakjötið er. „Á Ís- landi eru bændur ekki að berj- ast við sjúkdóma eins og í Litháen og því þarf mun minna að gefa af lyfjum. Það er að mínu mati einn helsti kosturinn við lambakjöt- ið hér,“ segir hún en bætir því við að hún hafi orðið mjög hissa þegar hún sá hvað bændur á Íslandi fá lít- ið borgað fyrir kjötið. „Í Litháen fá bændur þrisvar sinnum meira fyr- ir ólífrænt kjöt heldur en bændur hér fá fyrir lífrænt kjöt,“ segir hún en í Ytri-Fagradal er aðeins rækt- að lífrænt lambakjöt. „Lömbin eru mikið til frjáls í náttúrunni hér á Ís- landi og fá lítið af lyfjum svo gæði kjötsins eru því töluvert meiri en í Litháen en samt fá bændur mikið minna greitt,“ segir hún og bætir því við að í Litháen fá bændur einn- ig meiri aðstoð frá ríkinu heldur en hér á landi. „Mér þótti líka sérstakt að sjá að bændur á Íslandi fá mun minna frá ríkinu en bændur í Litháen eru að fá. Sem dæmi má nefna að ef bænd- ur hér þurfa að láta rannsaka eitt- hvað sérstaklega við féð þurfa þeir að bera allan kostnað af því sjálfir. Í Litháen borgar ríkið allar blóðpruf- ur og rannsóknir. Einnig fá bændur í Litháen hærri styrki en bændur hér, sérstaklega þeir sem rækta líf- rænt kjöt.“ Þá segist Raminta hafa orðið hissa að sjá ekki fleiri rækta lífrænt kjöt hér á landi. „Möguleik- arnir til þess eru svo góðir. Kind- urnar geta gengið um frjálsar og það er lítið um sjúkdóma sem þarf að meðhöndla. Ég hef allavega lært mikið á þessum tíma hér og þegar ég kem aftur til vinnu í Litháen er markmið mitt að aðstoða bænd- urna við að minnka lyfjagjöf og vonandi í framhaldinu að framleiða lífrænt kjöt,“ segir hún að endingu áður en förinni var heitið til Kefla- víkur á mánudaginn og þaðan heim til Litháen. arg Þykir sauðfjárbændur á Íslandi fá of lítið fyrir sinn snúð Handverkskonurnar Sigrún Elíasdóttir, Anna Dröfn Sigurjónsdóttir og Berglind Inga Guðmundsdóttir eru með nýja hlað- varpsþætti sem nefnast Þjóðlegir þræðir. Einn þátturinn var tekin upp á Háafelli þar sem Anna Dröfn og Sigrún tóku viðtal við Jóhönnu bónda og áttu „deit við geit“. Raminta Freimanaite dýralæknir frá Litháen kom til Íslands í síðastliðið vor til að kynnast íslenskum búskaparháttum og dvaldi þá í Ytri-Fagradal. Hér er Raminta með einn þrílembing sem hún varði miklum tíma í að hressa við og í dag er þetta stórt og fallegt lamb. Ljósm. Halla Steinólfsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.