Skessuhorn


Skessuhorn - 26.09.2018, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 26.09.2018, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 26. SEpTEMBER 2018 21 Ríkisstjórnin hefur kynnt viða- mikla aðgerðaáætlun í loftslagsmál- um. Markmiðið er að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðlað að aukinni kolefnisbind- ingu þannig að Ísland geti staðið við markmið sín í loftslagsmálum. Alls verður 6,8 milljörðum króna var- ið til sérstakra aðgerða í loftslags- málum á næstu fimm árum. Að- gerðaáætlunin samanstendur af 34 aðgerðum. Megináherslurnar eru tvær; orkuskipti, þar sem sérstaklega er horft til hraðrar rafvæðingar sam- gangna og átak í kolefnisbindingu þar sem skógrækt og landgræðsla gegna lykilhlutverki, auk þess sem markvisst verður dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda með endur- heimt votlendis. Verulega verður aukið við fjárfest- ingar og innviði vegna rafvæðingar í samgöngum en áætlað er að verja 1,5 milljarði króna til uppbygging- ar innviða fyrir rafbíla, rafvæðingar hafna og fleiri aðgerða í orkuskipt- um hér á landi á næstu fimm árum. Þá er ekki meðtalinn kostnaður við áframhaldandi ívilnanir fyrir rafbíla sem þegar eru meðal þeirra mestu sem þekkjast. Kolefnisgjald verður áfram hækkað og mörkuð sú stefna að frá og með árinu 2030 verði all- ir nýskráðir bílar loftslagsvænir sem þýðir að bannað verði að flytja inn hefðbundna bíla sem einungis eru knúnir dísil eða bensíni. Önnur megináhersla í aðgerða- áætluninni er kolefnisbinding. Ráð- ist verður í umfangsmikið átak við endurheimt votlendis, ræktun birki- skóga og kjarrlendis, stöðvun jarð- vegseyðingar og frekari landgræðslu og nýskógrækt. Um fjórum millj- örðum króna verður varið til þess- ara aðgerða á næstu fimm árum. Áhersla er lögð á að fela félagasam- tökum hlutverk, bændum og öðrum vörslumönnum lands. Um 500 milljónum króna verð- ur varið til nýsköpunar vegna lofts- lagsmála og verður Loftslagssjóður stofnaður til að halda utan um slík verkefni. Um 800 milljónum króna verður varið í margvíslegar aðgerðir, svo sem rannsóknir á súrnun sjávar og aðlögun að loftslagsbreytingum, alþjóðlegt starf og fræðslu. mm Stórátak framundan í loftslagsmálum Sjö af ellefu ráðherrum í ríkisstjórninni kynntu nýverið það sem framundan er í loftlagsmálum hér á landi. Nú standa yfir gagngerar endur- bætur á allri starfsmannaaðstöðu í fiskverkun Soffaníasar Cecilsson- ar hf. í Grundarfirði, en FISK Sea- food keypti eins og kunnugt er fyr- irtækið fyrr á þessu ári. Jón Krist- inn Guðmundsson hefur yfirum- sjón með breytingunum. Hann segir þetta verða til mikilla bóta. „Ég hugsa að inngangurinn og kaffistofan hafi verið í sömu mynd frá sjöunda áratugnum. Við erum að taka inngang, fatahengi, matsal- inn og salernin í algjöra yfirhaln- ingu. Búið er að rífa allt út og þetta verður nánast byggt upp frá grunni. Ég reikna með að þetta taki um tvo mánuði en það gæti að sjálfsögðu breyst. Við erum með þetta 10-12 iðnaðarmenn hérna í breytingun- um,“ segir Jón Kristinn í samtali við fréttaritara Skessuhorns. Full vinnsla er samt sem áður í hús- inu. „Við erum búin að koma okk- ur upp bráðabirgða kaffiaðstöðu hérna niðri en við erum að vinna saltfisk hérna á fullu og þetta veld- ur engu raski fyrir vinnsluna,“ segir Jón Kristinn. Friðbjörn Ásbjörns- son framkvæmdastjóri tók í sama streng og segir að þetta hafi verið löngu tímabær framkvæmd. „Þetta mun bæta alla aðstöðu fyrir starfs- fólkið og efla um leið starfsand- ann,“ segir Friðbjörn. tkf Breytingar á fiskverkun Soffaníasars Cecilssonar Iðnaðarmenn að störfum í matsal fyrirtækisins. Jón Kristinn Guðmundsson fyrir framan iðnaðarmannabílaflotann á bílastæði fyrirtækisins. Síðastliðinn mánudag komu félagar í Soroptimistaklúbbi Akraness fær- andi hendi á Bókasafn Akraness með 20 fjölnota burðarpoka í til- efni af plastpokalausum septem- ber. „Þar sem valdefling stúlkna og kvenna, sjálfbærni og náttúru- vernd standa hjarta okkar nærri ákváðum við að láta gott af okkur leiða í plastpokalausum september. Færum við því Bókasafni Akranes 20 margnota poka til afnota fyr- ir trygga safngesti. pokana unnu konur í Dzaleka flóttamannabúð- unum í Malaví, en það hefur ver- ið eitt af verkefnum klúbbsins að styðja við þann hóp með því að fá þeim þetta saumaverkefni. Með því hefur konum þessum gefist færi á að afla sér tekna fyrir sig og sína og þannig þurft að reiða sig minna á fæðuhjálp Sameinuðu þjóðanna eða aðrar miður heppi- legar leiðir til að afla sér tekna,“ sagði Sigríður Kr. Gísladóttir þeg- ar hún afhenti pokana Halldóru Jónsdóttur, forstöðumanni Bóka- safns Akraness. Halldóra þakkaði Soroptimistakonum vel fyrir gjöf- ina og sagði að safnið hefði einmitt lagt sig fram við að minnka plast- notkun. Soroptimistar eru alþjóðasam- tök kvenna, með það markmið að stuðla að heimsmynd þar sem konur og stúlkur ná í sameiningu fram því besta sem völ er á, bæði sem einstaklingar og hópur. Fé- lagið hvetur til aðgerða sem skapar tækifæri til að breyta lífi kvenna og stúlkna með fjölþjóðlegu samstarfi og alþjóðlegu félaganeti. Hvatt er til jafnræðis og jafnréttist og vinnu við að skapa öruggt og heilsusam- legt umhverfi, auka aðgengi að menntun, efla leiðtogahæfileika og hagnýta þekkingu til sjálfbærrar framtíðar. kgk Færðu Bókasafni Akraness fjölnota poka að gjöf Frá afhendingu pokanna. F.v. Selma Ólafsdóttir, Anna G. Torfadóttir, Sigríður Kr. Gísladóttir, Halldóra Jónsdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir og Svandís Stefánsdóttir. Pokarnir eru litríkir í meira lagi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.