Skessuhorn


Skessuhorn - 26.09.2018, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 26.09.2018, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 26. SEpTEMBER 2018 23 Körfuboltatímabilið er að hefjast Ari Gunnarsson þjálfari meistara- flokks Skallagríms kvenna í körfu- knattleik er ánægður með undir- búninginn hjá liðinu þrátt fyrir að hafa verið nokkuð óhefðbundinn. „Undirbúningurinn er búinn að vera mjög skrítinn. Það hafa verið fáir leikmenn á æfingum í ágúst og það eru í rauninni ennþá fáir leik- menn á æfingum núna í september,“ segir Ari sem gaf sér tíma fyrir stutt spjall við blaðamann fyrir æfingu. „Þrátt fyrir það þá líst mér mjög vel á tímabilið framundan,“ bætir hann við. Ari tók við liðinu um miðbik tímabilsins í fyrra, stuttu eftir að Skallagrímsstúlkur þurftu að sætta sig við óvænt tap gegn Njarðvík- ingum í undanúrslitum Maltbik- arsins í Laugardalshöllinni. Í kjöl- far úrslita var þáverandi þjálfara, Ricardo González Dávila, vikið frá störfum og tók Ari við þjálfun liðs- ins sem náði að koma Skallagríms- stúlkum í úrslitakeppnina. Erfitt að fá íslenska leikmenn Eins og flestum körfuboltaáhuga- mönnum er kunnugt var ákveð- ið að 4+1 reglan yrði afnumin að loknu síðasta tímabili. 4+1 regl- an heimilaði íslenskum liðum að- eins að nota einn erlendan leik- mann hverju sinni í leik en með afnámi hennar er liðum frjálst að tefla fram fleiri erlendum leik- mönnum í keppni. „Þessar breyt- ingar eru mjög góðar fyrir utan- bæjarliðin og það sést til dæmis vel á okkar liði sérstaklega,“ útskýr- ir Ari en Skallagrímskonur munu verða með fjóra erlenda leikmenn í sínum röðum í vetur. „Við reynd- um eins og við gátum að fá ís- lenska leikmenn til okkar en ein- hverja hluta vegna þá hafa íslenskir leikmenn ekki mikinn áhuga á að kom út á land og spila körfubolta. Það er erfitt að finna skýringu á því, en við tökum öllum fagnandi sem vilja koma og spila með okkur. Það er mikil körfuboltahefð hérna í Borgarnesi og forréttindi að fá að taka þátt í starfinu.“ Breytingar á leikmannahópnum Töluverðar breytingar eru á leik- mannahópi Skallagríms frá því í fyrra. Þær sem endurnýjuðu samn- inga sína við félagið voru systurn- ar Sigrún Sjöfn og Arna Hrund Ámundadætur, Árnína Lena Rún- arsdóttir og Birta Þórðardóttir. Að auki skrifaði Guðrún Ósk Ámunda- dóttir undir sem aðstoðarþjálfari liðsins. Nýjar í liðinu eru Karen Dögg Vilhjálmsdóttir sem kemur úr Njarðvík, Maja Michalska frá póllandi, Bryeasha Blair frá Banda- ríkjunum og Shequila Joseph frá Englandi. Jóhanna Björk Sveins- dóttir færði sig yfir til Stjörnunnar og Bríet Lilja Sigurðardóttir mun leika með Haukastúlkum á tíma- bilinu. Heiðrún Harpa Ríkharðs- dóttir og Jeanne Sicat ætla að taka sér pásu frá körfubolta og Gunn- hildur Lind Hansdóttir verður fjar- verandi sökum krossbandsmeiðsla, en allar fimm spiluðu með Skalla- grími á síðasta tímabili. Trúir á stelpurnar „Markmiðið okkar er klárlega að komast í úrslitakeppnina, ég tel okkur vera með lið í það og hef fulla trú á stelpunum. Við erum með sterka liðsheild og það mun fleyta okkur langt í keppninni. Við tökum bara einn leik í einu,“ seg- ir Ari bjartsýnn á tímabilið. „Ég vona svo að sjá sem flesta á pöllun- um í vetur, það er alltaf gaman að spila fyrir fullu húsi af áhorfend- um,“ segir þjálfari Skallagríms að lokum. Fyrsti leikur Borgnesinga verður gegn Vali í Hlíðarenda eftir rétta viku. glh „Markmiðið er að komast í úrslitakeppnina“ Þjálfari kvennalið Skallagríms í körfubolta segir liðið geta náð langt Ari Gunnarsson þjálfari meistara- flokks kvenna hjá Skallagími. Aðalsteinn Jósepsson, spilandi þjálfari Grundfirðinga í körfubolt- anum, segir undirbúningstímabilið fara heldur rólega af stað þetta árið. „Meirihlutinn af liðinu er kominn af léttasta skeiðinu og þolir ekki mikið álag,“ segir Aðalsteinn léttur í bragði í samtali við Skessuhorn. „Við erum með tvær æfingar í viku þar sem hlaup og almenn samvera er aðalatriðið ásamt því að hafa eina æfingu í viku þar sem farið er dýpra í taktík, einstaklingsæfingar og þar frameftir,“ bæti hann við. Grunda- fjörður kláraði tímabilið í fyrra í fimmta sæti í þriðju deildinni en félagið teflir fram svipuðum hópi og þá. „Liðið er að mestu óbreytt frá því um áramótin. Við bættum við okkur nokkrum leikmönnum á venslasamningi frá Stykkishólmi í fyrra, en við munum því miður ekki gera það þetta tímabil eins og stað- an er í dag. Snæfellsliðið er að nota alla sína stráka í fyrstu deildinni.“ Svipuð markmið Aðalsteinn segir markmið liðsins vera keimlík milli ára en þau eru einfaldlega að vinna alla heima- leiki og hafa gaman af íþróttinni. „Helstu áskoranir eru, eins og í öllum öðrum íþróttagreinum, að halda gleðinni. Við þurfum að vísu að ferðast mikið þetta tímabil. Til dæmis þá munum við fara á Ísa- fjörð, til Akureyrar, austur á Nes- kaupsstað, Hvammstanga, Flúðir og á höfuðborgarsvæðið. Öll þessi ferðalög kosta sitt og það verð- ur vissulega áskorun að fjármagna þau, sérstaklega þar sem þriðju deildar lið þurfa að mestu leyti að fjármagna sig sjálf,“ útskýrir Aðal- steinn. Þakka stuðninginn síðustu ár Grundfirðingar hafa verið duglegir síðustu ár að senda lið á Íslandsmót- ið og hafa hug á að halda þeirri hefð áfram svo lengi sem það er mann- skapur til að manna lið. „Megin- þorri liðsins er kominn yfir þrítugt og við erum að halda í vonina að ná að þrauka þangað til næsta kyn- slóð er tilbúin að taka við keflinu og halda áfram þessu skemmtilega starfi,“ segir Aðalsteinn um körfu- boltastarfið í Grundafjarðarbæ. „Til þess að halda svona starfi úti þá þarf fjármagn á bakvið það og það vill oft á tíðum reynast erfitt, því mið- ur. Þó að allir sem koma að starf- inu gefi sína vinnu, þá kostar hver heimaleikur okkur 50.000 krónur í dómarakostnað. Það til viðbót- ar öllum ferðakostnaði þá kostar þetta þónokkuð,“ útskýrir hann en er þó þakklátur fyrir þann stuðn- ing sem starfinu hefur verið sýnt. „Við í körfuboltastarfinu viljum þakka þeim fyrirtækjum sem hafa stutt okkur í gegnum árin. Ragnar og Ásgeir, G.Run og Landsbank- inn. Með þeirra framlögum væri ekki hægt að halda úti svona starfi. Sérstaklega viljum við þakka þeim sem hafa séð sér fært um að mæta í stúkuna á okkar heimaleiki. Hingað til höfum við verið með góða mæt- ingu á heimaleikina og vonumst til að sú hefð haldi áfram,“ segir Aðal- steinn um stuðninginn og minnist þess að gestaliðin segja það sérstak- lega gaman að spila í Grundarfirði, í litla húsinu með þessum flottu áhorfendum. glh „Meirihlutinn af liðinu kominn af léttasta skeiðinu“ Grundfirðingar segja mikilvægast að hafa gaman af íþróttinni Aðalsteinn Jósepsson þjálfar og spilar með grundfirska liðinu. Ljósm. aðsend.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.