Skessuhorn


Skessuhorn - 26.09.2018, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 26.09.2018, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 26. SEpTEMBER 201824 Körfuboltatímabilið er að hefjast Jón Þór Þórðarson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍA, seg- ir undirbúning hjá meistaraflokki ÍA karla í körfuknattleik hafa gengið nokkuð vel í haust. „Leik- menn hafa verið duglegir að æfa sig sjálfir en við fengum til okk- ar nýjan þjálfara í byrjun mánað- ar að nafni Chaz Franklin. Hann mun sjá um þjálfun á liðinu ásamt því að spila með. Hann er 37 ára gamall og kemur frá philadelphiu í Bandaríkjunum,“ segir Jón Þór í samtali við Skessuhorn. Frankl- in er reynslumikill leikmaður sem hefur spilað víða um heim á sínum ferli ásamt því að vera að þjálfa í sínu heimalandi. „Hann er líflegur og kemur inn í starfið af miklum krafti,“ svarar Jón Þór aðspurður um nýja þjálfarann. Ungir leikmenn taka við ÍA liðið átti ekki sjö dagana sæla síðasta vetur í fyrstu deild. Þeir töpuðu öllum 24 leikjunum á Ís- landsmótinu og enduðu stigalaus- ir. Þurftu Skagamenn því að sætta sig við fall í aðra deild. Nú eiga sér stað kynslóðaskipti hjá félaginu og er leikmannahópurinn töluvert breyttur frá því í fyrra. „Allir eldri og reyndu leikmennirnir eru hætt- ir og í staðinn eru komnir ungir og efnilegir leikmenn sem munu taka við kyndlinum. Markmiðið okkar er fyrst og fremst að byggja upp frá grunni frambærilegt lið sem síðan vinnur sig upp jafnt og þétt eftir því sem leikmenn bæta sig,“ segir Jón og bætir við að með þessum kynslóðaskiptum koma ákveðnar áskoranir sem felast í því að ungir og óreyndir leikmenn nái að fóta sig í meistaraflokki. ÍA stór systkinahópur Jón segir það mikla og krefjandi vinna að byggja upp körfuboltal- ið frá grunni, bæði félagslega og fjárhagslega. „Að sama skapi þá er vinnan á bakvið svona starf líka gefandi og það er gaman að sjá unga iðkendur vaxa og blómstra í okkar íþróttastarfi. ÍA er eins og stór systkinahópur þar sem mikill metnaður og góður árang- ur annarra er hvatning í að gera vel,“ segir Jón Þór ánægður. „Það stefnir í spennandi körfubolta- vetur þar sem liðin á Vesturlandi keppa hvert í sinni deild. Grund- arfjörður í þriðju deild, við í ann- arri deild og Snæfellskarlar í fyrstu deild og Skallagrímur og Snæfells- konur í Domino‘s deildinni. Við óskum öllum liðum góðs gengis,“ segir Jón að endingu. Fyrsti leikur Skagamanna fer fram á heimavelli í íþróttahúsinu við Vesturgötu gegn Álftnesingum á sunnudaginn. glh Meistaraflokkur karla í körfu- knattleik í Skallagrími hefur sam- ið við króatíska leikstjórnandann Ivan Mikulic um að leika með lið- inu í vetur. Ivan er 27 ára gamall. Hann spilaði síðasta tímabil með rúmenska úrvalsdeildarliðinu SCM U Craiova. Þar skoraði hann 11,4 stig, tók 4 fráköst og gaf 4 stoð- sendingar að meðaltali í leik. Í til- kynningu frá Skallagrími segir að von sé á Ivan á fimmtudagskvöldið og mun hann þreyta frumraun sína í Skallagrímsbúningnum í Borgar- nesi næstkomandi sunnudag þegar Hattarmenn koma í Borgarnes og spila æfingaleik gegn heimamönn- um. „Við bjóðum Mikulic velkom- in í Skallagrím,“ segir á Facebook síðu Skallagríms. glh Nýr leikstjórnandi í raðir Skallagríms Ivan Mikulic kemur frá Króatíu og mun spila stöðu leikstjórnanda hjá Skallagrími í vetur. Ljósm. UMFS. Kynslóðaskipti hjá Skagamönnum Jón Þór Þórðarson segir vinnuna við körfuboltastarfið gefandi og skemmtilega Jón Þór Þórðarson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍA. Baldur Þorleifsson tók við sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Snæfelli af Inga Þór Steinþórs- syni sem hélt aftur í Vesturbæinn til að taka við þjálfun karlaliðs KR. Ingi Þór hafði þjálfað bæði meist- araflokk karla og kvenna hjá Snæ- felli síðan 2009 og uppskar marga titla fyrir félagið. Baldur var hon- um til halds og trausts sem aðstoð- arþjálfari kvennaliðsins öll þau ár sem Ingi Þór starfaði hjá Snæfelli og kemur því ekki að tómum kof- anum við þessi hlutverkaskipti. „Ég er mjög ánægður að fá að reyna mig við þetta starf, en það er vissulega eftirsjá af Inga Þór, við áttum góð- an og lærdómsríkan tíma saman, hann er gull af manni,“ segir Baldur við blaðamann Skessuhorns. Fyrr í sumar tilkynnti félagið að þjálfari meistaraflokks karla, Vladimir Iv- ankovic, myndi vera aðstoðarþjálf- ari kvennaliðsins og kveðst Bald- ur spenntur fyrir samstarfinu. „Ég er mjög heppinn að hafa Vladim- ir með mér á bekknum, hann er reynslumikill og góður þjálfari,“ bætir hann við. Markmiðið sett á úr- slitakeppnina Undirbúningstímabilið hjá Snæ- fellsstúlkum hefur gengið vel og byrjaði undirbúningur heldur fyrr en oft áður samkvæmt þjálfaranum. „Það var mikill vilji í mannskapnum og áhugi að byrja snemma,“ seg- ir hann. Snæfellsliðið hefur náð að halda ákveðnum kjarna leikmanna frá fyrri árum. Rebekka, Gunn- hildur, Berglind, Helga, Kristen, Andrea, Anna Soffía, Thelma og Hrafnhildur munu allar taka slag- inn með liðinu í Domino’s deild- inni, ásamt nokkrum yngri leik- mönnum. Í þokkabót hafa bæst við í hópinn þær Heiða Hlín frá Akur- eyri, Katarina Matijevic frá Króatíu og Angelika Kowalska frá póllandi. Liðið missti hins vegar Öldu Leif og Söru Diljá. Baldur segir markmið tímabils- ins sé einfalt og það er að ná inn í úrslit á ný og ná sem lengt í bik- arkeppni. „Helstu áskoranir okk- ar á tímabilinu eru einkum þær að yngri leikmenn taki skref upp á við og bæti sig sem leikmenn, en það er eitthvað sem kemur þegar líður á tímabilið og hef ég fulla trú á stelp- unum,“ segir Baldur að lokum. Fyrsti leikur Snæfellsstelpna verður útileikur gegn Breiðabliki, miðvikudaginn 3. október. glh „Undirbúningstímabilið hefur gengið vel“ Þjálfari kvennaliðs Snæfells er spenntur fyrir nýja hlutverkinu Snæfellsstúlkur urðu síðast Íslandsmeistarar árið 2016. Baldur Þorleifsson, þjálfari kvennaliðs Snæfells.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.