Skessuhorn


Skessuhorn - 26.09.2018, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 26.09.2018, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 26. SEpTEMBER 2018 27 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á net- fangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15:00 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsend- um lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni. Alls bárust 93 lausnir við krossgátunni í blaði síðustu viku. Lausnin var: „Sjálf- stæði“. Vinningshafi að þessu sinni er Inga Sigríður Ingvarsdóttir, Kveldúlfsgötu 8, 310 Borgarnesi. Hluta- velta VÍK Úrkoma Heimili Æð Lúr Áburður Rám Elfur Skrölt Skjól Gafl Fjöldi Röstin Beita Knæpa Veisla Óhóf Afar Til 5 Reyra Alúð Á fæti Hár Hljóp Sam- hljóðar Fiskur Kopar Flói Skír Hvílir Kveð- skapur Töf Spann Hljótt 1 Píla Minnk- ar Röð Tónn Rótar Stöng Eldur Bor Grípa Kostur Aurar Hætta Drykkur Stöng Aftann Annríki Læti Húðir Ferm- ing Temja 6 4 Sýndi kæti Flan Flagg Snertl- ar Von Linka Kögur Villt Drykkja Þegar Tímabil Röð Eldaði Slæm Útjörð Risa Tölur Tangi Stök Hlaup Tangi Tvíhlj. Órói Ennþá Liða 2 Þar til Hljóm- fall Sérhlj. Prjál Beð Hér um bil 7 Arðan Högg Fjöldi Álit Kusk Nefnd Mýrar- ljós Gátt Á fæti Leðja 3 100 Vein Frjáls Neyttu Reipi Fæddi Gagn-- Runa Áhald 8 1 2 3 4 5 6 7 8 P F R Á R S T A L L U R K Á T R O F Í T U R Æ Ð A R M Á E K J U U G G U R K A U P L J Á R Ð Á R A L L U R S Ú Ð T Ó R I R H E M J A I U R Ð S M Á E I A Á U G R Ó A K I Ð I Ð R A R E R J A Ö R L S M I N K A R J Ó Ð N E S T I U S L A R Ó S I N N Ö G R A H O F T R S E N A L E I R É T A K A N N Ó I Ð Í Ð A A D E N D R U M B R E L L U R A R A R I N E I I L L N A F N E N D I T M N T A N N A R S N N L R I S A R I Æ R I N G I N N A N Æ F A N R S Æ F R Ý R S J Á L F S T Æ Ð IL A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Vísnahorn Alltaf lifir með mann- skepnunni einhver til- hneyging til auðsöfnun- ar. Vissulega missterk en fæstir held ég að séu alveg lausir við hana. Nú gengur mönnum samt misvel að framfylgja þessari þörf og leita þá stundum á náðir bet- ur stæðra vina sinna. Guðmundur Þorláksson sem kallaður var Glosi kvað við Bensa Þór kaupmann í Reykjavík: Vertu góður vinur minn við þá menn sem hrasa. Því að hinsti hjúpur þinn hefur enga vasa. Þó er einhvern veginn aldrei vinsælt ef þessi hvöt verður of sterk í mönnum. Járnsmiður á Siglufirði kvað um einn starfsbróður sinn sem virðist hafa verið í takmörkuðu uppáhaldi: Ágirnd tryllir öll þín spil, - enginn millivegur! Allt frá grillum, ilja til ertu hryllilegur. Næsta vísa hef ég grun um að sé einnig ætt- uð frá Siglufirði en nánari deili veit ég hvorki á höfundi né yrkisefni nema þar mun ort um einhverja af „fínni“ frúm bæjarins: Hörundslitað heimsins barn hefur vit að stássa. Skreytt hið ytra, en innra skarn, andlaus fitukássa. Ekki hvað síst á bannárunum var mönnum nokkur fengur að skipakomum erlendis frá og glöddust þá í hjörtum sínum og fögnuðu. Norður á Húsavík var kveðið: Hefjum glösin hátt á loft. Húrra fyrir slíku láni. Þetta skeður ekki oft, að það komi skip frá Spáni. Greinilega hefur þá orðið dýrðlegur fögn- uður að minnsta kosti fyrsta kastið en fögnuð- urinn getur líka orðið í kyrrðinni án nokkurs hávaða. Held að næsta vísa sé eftir Guðmund Hannesson en get ekki sagt að ég sé fullviss: Nú unir drótt við drauma gnótt, sig drekkur af þrótti metta. Líður að óttu, allt er hljótt, indæl nótt er þetta. Við Íslendingar höfum löngum átt töluvert undir veðurfarinu. Bæði sem bændur og sjó- menn og raunar líka sem ferðaþjónustuaðilar. Þar af leiðir að veðurspár eru okkur þýðing- armeiri en mörgum öðrum enda kvað Sveinn Indriðason: Á vesturlofti vísir þykjast sjá, að verði býsna hvasst ef ekki lygnir. Um veðurhorfur vont er nú að spá, það verður máske þurrt ef ekki rignir. Jón Guðmundsson frá Ásgeirsstöðum orti líka um sitt sálarveðurfar: Stormur drundi, hríðin hló hret í lund ei dvínar sukku undir svell og snjó sólskinsgrundir mínar. Það mun hinsvegar hafa verið pétur Jóns- son í Reynihlíð sem orti yfir mývetnsku hangikjötskrofi í leitaskála þeirra Mývetninga sem ber hið tignarlega nafn péturskirkja: Fýkur skrof og skýjarof. Skal ég krofið lofa er þó dofinn upp í klof af því að sofa í kofa. Og fyrst verið er að rifja upp haustvísur kemur hér ein eftir Karl Þórðarson á Eyrar- bakka: Hallar sumri, fölnar fold fyrnast tíðir allar. Vallargróður myndar mold máttur jarðar kallar. Og önnur nýleg eftir Ingólf Ómar: Fölna rindar falla strá förlast myndir kærar. Hjúpar tinda héla grá hema lindir tærar. Ingvar vinur minn Magnússon gerði upp æviferilinn með þessum orðum: Ég hef Bakkus dýrkað dátt, dreymt um góða hesta og við heiminn samið sátt. -Svona fyrir það mesta. Nafni hans Jón Ingvar Jónsson var að ræða um stafsetningu og fleira og tákn hvers ein- staks hljóðs. Taldi hann einna minnsta þörf á „É“ af þeim stöfum sem við teljum til okkar stafrófs og orti af því tilefni: Éltsín vin sinn Éns í frí til Émen með sér tekur meðan Ésús éppa í Érúsalem ekur. Eftirfarandi vísa er að öllum líkindum ættuð úr Biskupstungum og trúlega nokkuð gömul en þó hefur að minnsta kosti verið búið að skíra Gránunes eftir hryssu þeirra Reynistað- arbræðra: Garpar ríða í Gránunes og gerist leiðin flókin, eiga að smala umverpes, allan jökulkrókinn. Einhvern tímann var spurt: „Hver er mun- urinn á iðnaðarmanni og Dauðanum?“ og svarið var náttúrlega: „Dauðinn kemur.“ Hvað sem því líður þá er víst Dauðinn eitt af því fáa sem við eigum víst strax við fæðinguna og þurfum enga starfsmannaleigu til að ná sam- bandi við hann. Hvað gerist svo þar á milli er allt ótryggara enda orti Bjarni frá Gröf: Að fæðast það er mikil guðagjöf, því gaman er á þessum heimi að lenda. En eftir stutta eða langa töf öllu drasli verður fólk að henda. Að rusla manni í raka moldargröf er rúsínan í lífsins pylsuenda. Margt gott orti Jón Rafnsson sá merki verkalýðsfrömuður og kommúnisti. Hér koma tvær ósamstæðar vísur úr Rósarímum: Fækkar rökum, förlast brá, fatast tökin snilli. Sé ég stöku svífa hjá svefns og vöku milli. Margir stansa beggja blands brestur glansinn fullhugans, kjósa bransann konur manns kratar dansa Óla skans. Ætli það sé svo ekki við hæfi að kveðja að sinni með þessari gullfallegu vísu Trausta Reykdal: Þýtur í stráum þeyrinn hljótt, þagnar kliður dagsins, Guð er að bjóða góða nótt í geislum sólarlagsins. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Er þó dofinn upp í klof - af því að sofa í kofa

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.