Skessuhorn


Skessuhorn - 26.09.2018, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 26.09.2018, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 26. SEpTEMBER 201830 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvað er gott að borða á haustin? Spurni g vikunnar Natalía Palinska „Kjötsúpu.“ Dominik Pstragswik „Allt.“ Högni Sævar Davíðsson „Lambakjöt.“ Sævar Guðmundsson „Svið.“ Hulda Björk Ragnarsdóttir „Kjötsúpu.“ (spurt á Akranesi) Strákarnir í öðrum flokki í knatt- spyrnusamstarfi ÍA, Kára og Skalla- gríms urðu á fimmtudaginn Ís- landsmeistarar eftir frækinn 7:0 sig- ur gegn Fylki í Árbænum. Liðið er skipað piltum sem fæddir eru árabil- ið 2000-2002. Þetta er fyrsti Íslands- meistarasigur liðsins í 13 ár. Þjálfari er Sigurður Jónsson og honum til að- stoðar Elinbergur Sveinsson. Mörk Skagamanna gegn Fylki skoruðu Ísak Bergmann (2) og Bjarki Steinn, Ólafur Karel, Stefán Ómar, Sigurð- ur Hrannar og Þór Llorens með sitt markið hver. ÍA endaði þannig í efsta sæti A-riðils með 42 stig eða jafn- mörg og KR en markahlutfallið var heilum 12 mörkum Skagamönnum í vil. Strákarnir skoruðu 63 mörk í sumar eða þrjú og hálft mark að jafn- aði í leik svo sóknarleikur liðsins var bráðgóður. Þór Llorens Þórðarson og Stefán Ómar Magnússon gerðu tíu mörk í sumar og Ísak Bergmann Jóhannesson 8. mm/ Ljósm. kfia.is Annar flokkur ÍA, Kára og Skallagríms varð Íslandsmeistari Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson varð í síðustu viku yngsti Íslend- ingurinn til að leika í Meistara- deild Evrópu í knattspyrnu. Arn- ór kom inn á fyrir CSKA Moskva gegn Viktoria plzen á miðviku- dagskvöld. Arnór er aðeins 19 ára gamall, fæddur árið 1999 og er því tveimur árum yngri en Kolbeinn Sigþórs- son var þegar hann lék sinn fyrsta leik í meistaradeildinni með Ajax árið 2011. Aðeins hafa tólf Íslend- ingar leikið í Meistaradeild Evr- ópu og af þeim eru tveir Akurnes- ingar. Auk Arnórs lék Árni Gaut- ur Arason, fyrrum landsliðsmark- vörður Íslands, samtals 21 leik með norska liðinu Rosenborg í keppninni. Íslendingarnir tólf sem leikið hafa í Meistaradeild Evrópu eru; Alfreð Finnbogason Olym- piakos, Birkir Bjarnason Basel, Arnór Sigurðsson CSKA Moskva, Árni Gautur Arason Rosenborg, Eiður Smári Guðjohnsen Chelsea og Barcelona, Eyjólfur Sverrisson Hertha Berlin, Helgi Sigurðsson panathinaikos, Kári Árnason FC København, Kolbeinn Sigþórsson Ajax, Ragnar Sigurðsson FC Kø- benhavn og Sölvi Geir Ottesen FC København. kgk Yngstur Íslendinga í Meistaradeild Evrópu Arnór Sigurðsson í búningi rússneska stórliðsins CSKA Moskva. Svavar Örn Sigurðsson úr Kraft- lyftingafélagi Akraness varð um helgina Norðurlandameistari ung- linga í klassískum kraftlyftingum í -74 kg flokki, en Norðurlandamót- ið var haldið á Akureyri. Svavar gerði sér lítið fyrir og lyfti 210 kg í hnébeygju, 140 kg í bekkpressu og 222,5 kg í réttstöðulyftu. Sam- anlagt lyfti Svavar því 572,5 kg og skilaði það honum Norðurlanda- meistaratitlinum. Fannar Björnsson, einnig úr Kraftlyftingafélagi Akraness, hafn- aði í fjórða sæti í -93 kg flokki drengja. Hann lyfti 150 kg í hné- beygju, 90 kg í bekkpressu og 190 kg í réttstöðu. Samanlagt 430 kg og skilaði það Fannari 271,03 Wilksstigum. Mótið allt fór vel fram og um- gjörðin var öll hin glæsilegasta, að því er fram kemur á vef Kraft- lyftingasambands Íslands. Alls tóku þátt í mótinu 116 keppend- ur frá Danmörku, Finnlandi, Ís- landi, Noregi og Svíþjóð, en ís- lensku keppendurnir voru 17 tals- ins. Keppt var í kraftlyftingum og bekkpressu með og án búnaðar. Tvö heimsmet féllu á mótinu, sjö Evrópumet auk fjölda Norður- landa- og landsmeta. kgk Svavar Örn er Norður- landameistari í klassískum kraftlyftingum Svavar Örn Sigurðsson kraftlyftingamaður frá Akranesi. Ljósm. RIG. Lokahóf yngri flokka knattspyrnu- félags ÍA var nýverið haldið í Akra- neshöllinni. Hófið gekk afar vel fyrir sig og var góð stemning meðal iðk- enda og foreldara þeirra, að því er fram kemur á heimasíðu KFÍA. Að venju voru engin einstaklings- verðlaun veitt í 6. og 7. flokki karla og kvenna heldur fengu allir iðkend- ur viðurkenningarskjal fyrir góða frammistöðu og ástundun á liðnu sumri. Í 5. flokki kvenna voru leikmenn ársins valdir Lilja Björk Unnarsdótt- ir, Kolfinna Eir Jónsdóttir og Birna Rún Þórólfsdóttir. Leikmenn ársins í 5. flokki karla voru þeir Vignir Gauti Guðjónsson, Tómas Týr Tómasson og Guðbjarni Sigþórsson. Elvíra Agla Gunnarsdóttir var talin hafa sýnt mestar framfarir í 4. flokki kvenna, Ylfa Laxdal var valin efnilegasti leikmaðurinn og Marey Edda Helgadóttir besti leikmaður- inn. Í 4. flokki karla þótti Logi Már Hjaltested hafa sýnt mestar framfar- ir, Haukur Andri Haraldsson þótti efnilegastur og Ólafur Haukur Ari- líusson var valinn besti leikmaður- inn. Í 3. flokki kvenna var Arndís Lilja Eggertsdóttir talin hafa sýnt mestar framfarir, Erla Karitas Jó- hannesdóttir var valin efnilegust og Dagný Halldórsdóttir best. Hilmar Elís Hilmarsson var talinn hafa sýnt mestar framfarir í 3. flokki karla, Ingi Þór Sigurðsson var valinn efni- legasti leikmaðurinn og Árni Marinó Einarsson sá besti. Stínubikarinn kom að þessu sinni í hlut Önnu Þóru Hannesdóttur og Donnabikarinn fékk Oliver Stefáns- son. Báðir eru bikararnir veittir þeim leikmönnum í 3.-4. flokki sem þykir hafa sýnt bestan árangur á liðnu ári að mati þjálfara flokkanna og yfir- þjálfara. kgk/ Ljósm. KFÍA. Viðurkenningar veittar á lokahófi yngri flokka ÍA Donna- bikarinn kom í hlut Olivers Stefánssonar og Anna Þóra Hannesdóttir fékk Stínu- bikarinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.