Skessuhorn


Skessuhorn - 26.09.2018, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 26.09.2018, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 26. SEpTEMBER 2018 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Víkingur Ólafsvík sigraði Fram á Laugardalsvelli í síðustu umferð Inkassodeildar á laugardaginn og kláraði þannig tímabilið í fjórða sæti deildarinnar með 42 stig. Liðin byrjuðu leikinn þétt til baka og náðu sóknir hvorugs liðs að skapa umtalsverða hættu. Leik- urinn var með svipuðum brag þar til um miðbik hálfleiksins, en á 25. mínútu sofnuðu Ólsarar á verð- inum og Guðmundur Magnússon kom heimamönnum yfir. Víkings- menn reyndu hvað þeir gátu til að svara fyrir sig en náðu lítið að ógna marki Frammara þrátt fyrir að vera mun meira með boltann. Það var svo á 39. mínútu að Ástbjörn Þórð- arson jafnaði metin fyrir gestina. Eftir góða keyrslu Kwame Quee upp vinstri kantinn kom hann bolt- anum á Gonzalo sem átti netta sendingu innfyrir vörn Fram þar sem Ástbjörn kláraði færið. Staðan var því jöfn í hálfleik. Í síðari hálfleik byrjuðu gestirn- ir úr Snæfellsbæ betur en eftir því sem leið á leikinn færðu leikmenn Fram sig ofar á völlinn og gerðu sig líklega til að komast yfir, en ekki náðu þeir að skapa sér markverð færi. Á 81. mínútu braut Már Æg- isson, leikmaður Fram, klaufalega á Emir Dokara inni í teig og fékk Víkingur víti. Kwame Quee fór á punktinn, skoraði af öryggi og kom sínum mönnum yfir. Síðustu mín- útur voru heldur daufar þar sem heimamenn virtust hafa sætt sig við ósigur. 2-1 sigur Víkings því stað- reynd. glh/ Ljósm. Helgi Kristjánsson. Víkingur sigraði í síðasta leik sumarsins Síðasta mark leiksins staðreynd. Boltinn syngur í netinu eftir vítaspyrnu Kwame Quee. Víkingar mega vel við una eftir sumarið. 42 stig og fjórða sæti, en fyrir nokkrum árum hefði þessi stigafjöldi dugað til að lyfta sér upp um deild. Meistaraflokkur karla í knattspyrnu hjá ÍA endaði tímabilið á jafntefli gegn Þrótti á laugardaginn í síð- ustu umferð Inkassodeildarinnar. Þrátt fyrir jafntefli á Skaganum náðu heimamenn að verða á toppi deild- arinnar og fögnuðu því deildarmeist- aratitli í lok leiks. Skagamenn gátu ekki gengið að titlinum vísum áður en liðin mættust því þeir þurftu að ná annað hvort jafntefli eða sigri á sama tíma og HK þurfti að tapa sínum leik sem varð svo staðreynd, en HK tapaði með tveimur mörkum gegn Haukum á útivelli og ÍA því meist- arar. Þróttur byrjaði heldur aftarlega á vellinum í upphafi leiks og nýttu Skagamenn sér það og sóttu af krafti á gestina. Þeir gulklæddu náðu að skapa sér nokkur álitleg markfæri en markvörður Þróttara var vel á verði og gerði Skagamönnum erfitt fyrir. Hvorugt liðið náði að koma boltan- um í netið og gengu því markalaus til hálfleiks. Í síðari hálfleik komu heima- menn vel stemmdir til leiks og fengu snemma gott færi eða á 54. mínútu. Eftir góðan undirbúning frá Bjarka Steini Bjarkasyni náði Garðar Gunn- laugsson að skila boltanum í net- ið með góðu skoti og kom þann- ig heimamönnum yfir. Ekki leið á löngu þangað til gestirnir jöfnuðu metin. Á 65. mínútu átti Viktor Jóns- son stungusendingu á Jasper Van Der Heyden sem kláraði færið af öryggi. Þetta var jafnframt söguleg stund á Norðurálsvellinum á Akranesi. Ísak Bergmann Jóhannesson, sonur Jó- hannesar Karls þjálfara, kom inn á fyrir Þórð Þorstein Þórðarson og varð um leið yngsti leikmaður í sögu meistaraflokks karla hjá ÍA, 15 ára og 182 daga gamall. Bætti hann met Sigurðar Jónssonar frá 1982, en hann var 15 ára og 300 daga gamall þeg- ar hann spilaði sinn fyrsta leik með Skagamönnum. Skagmenn fara því sem sigurveg- arar í efstu deild að ári. Til hamingju með það! glh/Ljósm. gbh. Skagamenn enduðu tímabilið á toppnum Liðið ásamt stjórninni að leik loknum. Bikarinn á loft. Garðar Gunnlaugsson nýbúinn að skora eina mark heimamanna. Synir Stefáns og Þórðar Þórðarsona. Ísak Bergmann Jóhannesson er yngsti leikmaður ÍA til að spila með meistara- flokki. Hér er hann nýkominn inn á.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.