Skessuhorn


Skessuhorn - 03.10.2018, Side 1

Skessuhorn - 03.10.2018, Side 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 40. tbl. 21. árg. 3. október 2018 - kr. 750 í lausasölu arionbanki.is Það tekur aðeins örfáar mínútur að skrá sig í viðskipti hjá Arion banka. Af því að okkar lausnir snúast um tíma og þægindi. Þægilegri bankaþjónusta gefur þér tíma Nýtt! Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? 30% afslátt ur Grettissaga Einars Kárasonar Næstu sýningar á Sögulofti sími 437-1600 Laugardagur 13.október kl. 20:00 Sunnudagur 14.október kl. 16:00 Laugardagur 20.október kl. 20:00 Sunnudagur 28.október kl. 16:00 Miðapantanir: landnam.is/vidburdir sími 437-1600 Sauðamessan 6. október í Borgarnesi Fyrsti forvarnarsamningur „Ég á bara eitt líf“ Lýtur að víðtækri forvarnarfræðslu í Hvalfjarðarsveit Síðastliðinn miðvikudag var und- irritaður forvarnarsamningur milli fjölskyldu- og frístundanefndar og fræðslunefndar Hvalfjarðarsveit- ar og forvarnarhópsins Ég á bara eitt líf. Snýr hann að víðtækri for- varnarfræðslu í Hvalfjarðarsveit og er jafnframt fyrsti forvarnarsamn- ingurinn sem forvarnarhópurinn Ég á bara eitt líf undirritar. Um er að ræða samvinnuverkefni tveggja nefnda sveitarfélagsins til að styrkja forvarnir í Hvalfjarðarsveit fyrir alla aldurshópa. Samningurinn felur meðal ann- ars í sér forvarnarfræðslu á vorönn í elstu bekkjum Heiðarskóla og sér- stöku forvarnarkvöldi fyrir alla ald- urshópa í sveitarfélaginu. Þá er einn- ig ákvæði um fræðsluerindi á opnu húsi eldri borgara í Hvalfjarðarsveit og afhendingu á varningi tengdu málefninu. „Ég á bara eitt líf er búið að snerta allt Ísland, unga sem aldna á öllum stigum þjóðfélagsins. Hóp- urinn hefur á stuttum tíma galopn- að á umræðuna um hættur varðandi fíkniefni og misnotkun á lyfseðils- skyldum lyfjum þar sem þráðurinn á milli feigs og ófeigs er vart sýni- legur,“ sagði Helgi Pétur Ottesen, formaður fjölskyldu- og frístunda- nefndar Hvalfjarðarsveitar, við und- irritun samningsins. „Við höfum á undanförnum mánuðum fylgst með hópnum Ég á bara eitt líf, ásamt öllu því fag- fólki sem styður hópinn og lætur sig málið varða til að vara við þeim vá- gesti sem misnotkun lyfja og fíkni- efna er. Tugir einstaklinga á Íslandi, ungmenni og fullorðnir, hafa lát- ist á þessu ári vegna ofneyslu slíkra efna og lyfja. Á bak við þessa látnu einstaklinga eru fjölskyldur og vin- ir, harmleikir og sorgir og er okkar sveitarfélag ekki undanskilið,“ bætti hann við. „Stórt og öflugt forvarn- arverkefni Ég á bara eitt líf byrjar í Hvalfjarðarsveit, heimasveit Einars Darra heitins. Við metum það sem dýrmæta fjárfestingu fyrir sveitar- félagið okkar til framtíðar,“ sagði Helgi Pétur. Bára Tómasdóttir, móðir Ein- ars Darra, lýsti fyrir hönd hóps- ins ánægju með að fyrsti forvarn- arsamningur Ég á bara eitt líf væri undirritaður í Hvalfjarðarsveit, þar sem Einar Darri hafði verið búsett- ur og alltaf liðið vel. Jafnframt þakk- aði hún þann stuðning sem samfé- lagið hefði sýnt fjölskyldunni frá því Einar Darri lést. Andrea Ýr Arnars- dóttir, systir Einars, tók undir með móður sinni. Hún hafði jafnframt orð á því að hópurinn væri ánægður með að í samningnum væri kveðið á um forvarnarfræðslu fyrir alla ald- urshópa og móðir hennar tók undir það. Misnotkun lyfja væri ekki ein- ungis bundin við unglinga og ung- menni. Hver sem er gæti orðið háð- ur lyfjum, óháð aldri. Sjá ítarlegt viðtal á miðopnu við mæðgurnar Báru Tómas- dóttur og Andreu Ýr Arnarsdótt- ur þar sem rætt er m.a. um fráfall Einars Darra og starf forvarnar- hópsins. kgk Frá undirritun forvarnarsamningsins. Sitjandi f.v. eru Dagný Hauksdóttir formaður fræðslunefndar, Helgi Pétur Ottesen formaður fjölskyldu- og frístundanefndar, Andr- ea Ýr Arnarsdóttir, systir Einars Darra og Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar. Fyrir aftan standa Sigrún Bára Gautadóttir, uppeldissystir Einars Darra, Bára Tómasdóttir, móðir Einars Darra og Aníta Rún Óskarsdóttir, systir Einars Darra. Ljósm. kgk.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.