Skessuhorn


Skessuhorn - 03.10.2018, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 03.10.2018, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 20182 áfram að velta þessu máli fyrir sér og hafa samband. Ég skil það vel en þannig mun málið líka haldast lifandi. Ég hef í gegnum árin allt- af reglulega þurft að svara spurn- ingum fréttamanna, rithöfunda og kvikmyndagerðamanna og það hef- ur stundum komið sér illa við mig persónulega. Ég mun áfram þurfa að sitja undir svörum og hafa þetta hangandi yfir mér, þessi dómur breytir því ekki.“ Aðspurður segist Guðjón þakk- látur því að málið hafi verið tekið upp aftur og þessi málalok séu nú loks í höfn. „Þessi endir var í raun fyrirsjáanlegur þegar endurupp- tökunefnd fór af stað með málið en það var engu að síður mikilvægt að gera það. Það voru þó margir sem börðust hart fyrir því að málið yrði ekki tekið upp aftur enda tíðkast það ekki að opna mál sem þegar hafa verið dæmd í Hæstarétti. Ég er þakklátur því fólki sem kom þessu í gegn og þá sérstaklega Ögmundi Jónassyni, en það var hans dugnað- ur og ákveðni sem kom þessu máli í þennan farveg.“ Óþægilegt að fá svona persónu sem prest Árið 1996 var Guðjón vígður í embætti sóknarprests í Staðastað- arprestakalli og gegndi hann emb- ættinu allt til 2014. „Fyrst þegar ég tók við embættinu þótti sum- um óþægilegt að fá „svona pers- ónu“ sem sóknarprest og ég skil það mjög vel. En sem betur fer er bara gott fólk þarna fyrir vest- an og ég átti bara góð samskipti við fólkið þar. Þetta mál er í raun alveg hið furðulegasta í mínum huga. Það er eins og það hafi grip- ið um sig einhver geðveiki í sam- félaginu á þessum tíma sem menn- irnir tveir hurfu. Það varð til þess að öll þessi atburðarás fór í gang. Það varð bara að finna einhverja til að bera ábyrgð á þessum manns- hvörfum. Mannshvörf eru þó ekki svo óalgeng á Íslandi en aldrei hef- ur orðið svona atburðarás í kring- um þau, hvorki fyrr né síðar. En við vitum það öll að sum þessara mannshvarfa hafa vissulega verið af mannavöldum,“ segir Guðjón. Aðspurður hvort hann upplifi reiði eða gremju vegna alls sem hann þurfti að ganga í gegnum svarar hann því neitandi. „Það er allt liðin tíð. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta í dag, ég á góða konu, góð börn og gott líf.“ arg Góðgerðarbingó á Akranesi á fimmtu- dagskvöld til styrktar Minningarsjóðs Einars Darra, Sauðamessa í Borgarnesi á laugardaginn og margt fleira er fram- undan. Næstu daga kólnar allmikið í veðri. Á fimmtudaginn snýst í hvassa norðanátt með slyddu eða snjókomu á norðvest- anverðu landinu, rigningu með austur- ströndinni en styttir upp sunnanlands. Hiti frá frostmarki í innsveitum fyrir norðan upp í 7 stig syðst. Hægara um kvöldið. Á föstudaginn verður hæg vest- læg eða breytileg átt og léttir víða til en él verða á stöku stað við ströndina. Kalt í veðri. Á laugardaginn gengur í hvassa suðaustan átt með rigningu eða slyddu sunnan- og vestanlands, annars úr- komulítið. Hægara vestan til um kvöldið. Hlýnar í veðri. Á sunnudag og mánudag er útlit fyrir suðlæga átt með skúrum eða éljum, en léttir víða til á Norður- og Austurlandi. Fremur svalt í veðri. Á vef Skessuhorns síðustu viku var spurt „Hvenær varðstu fyrst ástfangin?“ Langflestir kynntust ástinni fyrst í byrj- un unglingsáranna, 12-15 ára, eða 29% svarenda. 28% svarenda urðu ástfangn- ir 16-18 ára. 10% voru komnir nálægt tvítugsaldrinum, 19-20 ára, þegar ást- in lét fyrst sjá sig. Svarmöguleikinn „22 ára eða eldri“ og „barn, yngra en 12 ára“ voru jöfn með 9% atkvæða. 7% sögð- ust aldrei hafa verið ástfangin/n og 7% mundu ekki fyrstu ástina. Í næstu viku verður spurt: Hversu lengi á dag ertu í tölvu eða síma? Vestlendingur vikunnar að þessu sinni er hið kröftuga fólk sem stendur á bak við Þjóðarátakið Ég á bara eitt líf og Minningarsjóð Einars Darra. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Stungu af á stolnum bíl VESTURLAND: Þrír karl- ar og ein kona voru hand- tekin í Borgarnesi aðfarar- nótt mánudags. Jón S. Óla- son yfirlögregluþjónn seg- ir í samtali við Skessuhorn að fólkið sé grunað um inn- brot í nokkur fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og í Kjós. Fyrst er talið að fólk- ið hafi brotist inn í fyrirtæki í Reykjavík og þar meðal ann- ars stolið Porsche jeppa. Því næst er talið að fólkið hafi brotist inn í fyrirtæki á Esj- umelum og að lokum í Kaffi Kjós. Þegar tilkynnt var um innbrot í Kaffi Kjós fóru lögreglumenn á Akranesi á vettvang. Á leiðinni mættu þeir Porsche jeppanum sem stakk þá af. Það voru síðan lögregluþjónar í Borgarnesi sem urðu varir við fjóra ein- staklinga á þvælingi nokkru síðar og höfðu afskipti af þeim. Um svipað leyti fannst yfirgefinn Porsche jeppi á mótum Vesturlandsveg- ar og Borgarfjarðarbrautar. Töluvert af þýfi var í bílnum ásamt áfengi og fíkniefnum. Fólkið var handtekið og fært til yfirheyslu hjá Lögregl- unni á Vesturlandi. -kgk Rakel og Bjarni í stjórn SÍS Á landsþingi Sambands ís- lenskra sveitarfélaga sem fram fór á Akureyri í síðustu viku var kosin ný stjórn sam- takanna. Í henni eiga sæti ellefu fulltrúar og aðrir ell- efu til vara. Fyrir Norðvest- urkjördæmi voru kjörin í að- alstjórn þau Rakel Óskars- dóttir bæjarfulltrúi á Akra- nesi og Bjarni Jónsson sem sæti á í sveitarstjórn Skaga- fjarðar. Til vara verða þau Daníel Jakobsson á Ísafirði og Halldóra Lóa Þorvalds- dóttir úr Borgarbyggð. Í síð- ustu stjórn SÍS voru fulltrú- ar Norðvesturkjördæmis þær Halla Sigríður Steinólfsdótt- ir í Dalabyggð og Jónína Erna Arnardóttir frá Borgar- byggð. Nýr formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga er Aldís Hafsteinsdóttir, bæj- arstjóri í Hveragerði. Hlaut hún 62,76% atkvæða í for- mannskosningunni. -mm    Steinar Ragnarsson úr Borgarnesi hefur síðastliðin átta ár starfað við hópferðaakstur hjá Reyni Jóhanns- syni á Akranesi og ekur einum af bláu bílunum sem merktir eru Trex. Sem slíkur ekur Steinar með ís- lenska hópa og erlenda ferðamenn vítt og breitt um landið. Síðastlið- inn sunnudag fékk hann það hlut- verk að ferja gesti sem viðstaddir voru afhendingu Hvalfjðarganga frá Speli til ríkisins, frá bílastæði ofan við fyrrum gjaldskýli og nið- ur að gangamunnanum, eða ríflega 350 metra vegalengd. Steinar gall- aði sig upp af þessu tilefni, mætti í frakka, með hatt, nýrakaður og allur hinn fínasti, enda hátíðisdag- ur. Hann sagði þetta stysta túrinn á þessu ári, en sá lengsti hafi ver- ið með hóp í sumar, en þá var ekið 3861 kílómetri um landið þvert og endilangt. mm Lengsta ferð sumarsins ellefu- hundruð sinnum lengri en sú stysta Guðjón Skarphéðinsson, fyrrum sóknarprestur í Staðastaðarpresta- kalli á Snæfellsnesi og einn sak- borninga í Guðmundar- og Geir- finnsmálinu, segist ánægður með sýknudóm Hæstaréttar síðastlið- inn fimmtudag. „Það er gott hvað frá er,“ segir Guðjón í samtali við Skessuhorn. Guðjón var á sínum tíma dæmdur í tíu ára fangelsi fyr- ir að hafa, ásamt þeim Sævari Cie- sielski og Kristjáni Júlíussyni, orð- ið Geirfinni Einarssyni bana. Hann sat í fangelsi í fjögur og hálft ár en fékk uppreist æru árið 1995 og var að lokum sýknaður í Hæstarétti á fimmtudaginn. Málið mun áfram lifa „Það er fyrst og fremst gott að fá þennan endapunkt á mál sem hef- ur verið í gangi of lengi, alveg frá 1976,“ segir Guðjón en bæt- ir því við að hann viti þó að þetta mál verður aldrei dautt og gleymt. „Með þessum dómi er málið allt frá í lögfræðilegum skilningi og er það gott. Fólk mun þó alltaf halda Guðjón segir reiðina liðna tíð Guðjón Skarphéðinsson fyrrum sóknarprestur á Staðarstað og einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segist ánægður með sýknudóminn í síðustu viku.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.