Skessuhorn


Skessuhorn - 03.10.2018, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 03.10.2018, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 201810 Í tilefni af 50 ára útskriftarafmæli búfræðikanddíata frá Hvanneyri var efnt til samkvæmis í Ásgarði, skólahúsi Landbúnaðarháskólans, síðastliðinn föstudag. Þessi út- skriftarárgangur hefur haldið þétt hópinn alla tíð og voru allir sjö úr árganginum viðstaddir. Orð fyr- ir hópnum höfðu þeir Jón Hólm Stefánsson, Gunnar Sigurðsson og Jóhannes Torfason. Hópur þessi var gjarnan nefndur Öndvegis- deildin, en hann stundaði nám við skólann 1965-1968. Vildu skóla- félagarnir minnast tímamótanna með því að gefa málverk af Ólafi Guðmundssyni og heiðra um leið minningu hans. Á málverkinu situr Ólafur við flygil á mynd sem Ell- isif Malmo Bjarnadóttir listakona í Gerði málaði. Fjölskylda Ólafs var viðstödd afhjúpun myndarinnar sem og margir sem tengdust skól- anum, útskriftarhópnum og aðrir velunnarar. Ólafur var að aðalstarfi rann- sóknamaður og kennari á Hvann- eyri. Hann var elsti sonur skóla- stjórahjónanna Guðmundar Jóns- sonar og Maríu Ragnhildar Ólafs- dóttur. Ólafur bjó ásamt Sigur- borgu Ágústu Jónsdóttur og fimm börnum þeirra á Bárustöðum, skammt ofan við Hvanneyri. Tón- listin var Ólafi afar hugleikin og sinnti hann fjölmörgum verkefnum á sviði hennar innan jafnt sem utan skólans. Var meðal annars skóla- stjóri Tónlistarskóla Borgarfjarð- ar, harmonikkuleikari og í raun mjög fjölhæfur listamaður. Stjórn- aði Ólafur meðal annars Hvann- eyrarkvartettinum, sem skipaður var fjórum nemendum úr Öndveg- isdeildinni. Hljóðritaði kvartettinn nokkur lög að afloknu síðasta prófi vorið 1968. Hafa þessi lög nú verið gefin út á geisladiski sem dreift var við þetta tækifæri. mm Orkuveita Reykjavíkur ásamt sam- starfsaðilum hefur hlotið ríflega tveggja milljarða króna styrk úr Horizon 2020 Rannsókna- og ný- sköpunaráætlun ESB. Styrkur- inn er til verkefnisins GECO, sem miðar að sporlausri nýtingu jarð- hita. OR leiðir þetta samstarfsverk- efni 18 fyrirtækja og stofnana víðs vegar úr Evrópu. Markmið GECO, sem stendur fyrir Geothermal Emission Control, er að þróa jarð- hitavirkjanir með sem allra minnsta losun koltvíoxíðs (CO2) og brenni- steinsvetnis (H2S). Það byggir að stórum hluta á CarbFix-niðurdæl- ingar aðferð sem þróuð hefur ver- ið við Hellisheiðarvirkjun undan- farinn áratug í samstarfi við Orku náttúrunnar og innlendar og er- lendar rannsóknastofnanir. CarbFix-aðferðin, stundum nefnd Gas í grjót, felst í að leysa koltvíoxíð og brennisteinsvetni upp í vatni og dæla þeim djúpt niður í basaltberglögin við Hellisheiðar- virkjun. Þar losna efni úr basalt- inu sem bindast lofttegundunum og mynda stöðugar steintegundir, t.d. silfurberg og glópagull, innan tveggja ára. CO2 og H2S er þann- ig steinrunnið í berggrunninum til frambúðar. Þessi aðferð er ódýrari en hefðbundnar hreinsunaraðferð- ir á þessu jarðhitalofti og leiðir til langtímabindingar þess. mm OR hlýtur risastyrk til að breyta mengun í stein Borkjarni af Hellisheiði sem sýnir hvernig koltvíoxíði hefur verið breytt í steindina Kalsít. Greiðslubyrði af 35 milljóna króna húsnæðisláni á Íslandi er 72 þúsund krónum hærri á mánuði en á hin- um Norðurlöndunum, sé miðað við óverðtryggð lán til 30 ára. Þetta má sjá í umfjöllun í nýjasta Efnahags- yfirliti VR. Laun á Íslandi þurfa að vera umtalsvert hærri en í saman- burðarlöndunum til að standa undir hárri greiðslubyrði lána. Í efnahags- yfirlitinu eru borin saman vaxtakjör á Íslandi og hinum Norðurlönd- unum. Á Íslandi eru vextir óverð- tryggðra lána um 5,75% samanbor- ið við 2,2% að meðaltali í nágranna- löndunum. Munurinn fyrir fast- eignaeigendur sést best þegar skoð- að er hver laun þeirra þurfa að vera til að borga af slíku húsnæðisláni. „Á Íslandi þurfa launin að vera 620 þús- und krónur til að greiða af láni með 5,75% vöxtum og eiga samt u.þ.b. 219 þúsund krónur eftir í buddunni. Ef vextir væru 2,2% dygðu laun upp á 500 þúsund krónur á mánuði til að eftir standi sama upphæð.“ Þá má sjá í yfirlitinu umfjöllun um breytingar á væntingavísitölu Gal- lup en hún bendir til þess að brúnin sé að þyngjast á Íslendingum. Í ágúst fór vísitalan undir 100 í fyrsta skipti í þrjú ár en það þýðir að meðal svar- enda í ágúst voru fleiri neikvæðir en jákvæðir. Þá er í yfirlitinu einnig fjallað um danska rannsókn á launa- mun kynjanna, þróun í ferðaþjón- ustu og fjölgun félagsmanna með erlent ríkisfang. mm Skoða mismunandi greiðslu- byrði húsnæðislána Gáfu málverk til minningar um Ólaf Guðmundsson Hér eru fjölskylda Ólafs sitjandi framan við myndina. F.v. Jón, Ragnhildur Hrönn, Sigurborg, Sigríður Ólöf og Guðmundur. Á myndina vantar Guðbjörgu á Oddsstöðum sem var stödd erlendis. Systkini Ólafs framan við málverkið. F.v. Ásgeir, Sólveig og Sigurður. Ljósm. Guðlaugur Óskarsson. Öndvegisdeildin var öll mætt. Hér er hún ásamt Sigurborgu Ágústu Jónsdóttur ekkju Ólafs.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.