Skessuhorn


Skessuhorn - 03.10.2018, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 03.10.2018, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2018 13 Óróana frá Skrautmen færÐu á næsta pósthúsi. kíktu viÐ, þaÐ verÐur tekiÐ vel á móti þér SK ES SU H O R N 2 01 8 Flott föt, fyrir flottar konur Kristján Sturluson var í kjölfar auglýsingar ráðinn nýr sveitar- stjóri í Dalabyggð og tók við starf- inu 1. september. Kristján er upp- alinn í Búðardal en fluttist þaðan fyrir rúmlega þrjátíu árum en snýr nú heim að nýju. Kristján hef- ur lokið námi í félagsráðgjöf, sál- fræði og er með meistaragráðu í viðskiptafræði. Hann hefur starf- að víða og má sem dæmi nefna að hann hefur gegnt stöðu mann- auðsstjóra hjá Hagkaup auk þess sem hann var framkvæmdastjóri mannauðs- og umhverfismála hjá Norðuráli. „Eftir að ég hætti hjá Norðuráli var ég ráðinn sem fram- kvæmdastjóri hjá Rauða krossin- um og gegndi því starfi í átta ár. Ég fór því næst að vinna fyrir Hafn- arfjarðarbæ sem sviðsstjóri stjórn- sýslu og eftir kosningarnar 2014 var ég í þrjá mánuði starfandi bæj- arstjóri þar. Núna síðasta eina og hálfa árið hef ég unnið hjá dóms- málaráðuneytinu en í tímabundnu verkefni og var því að horfa í kring- um mig þegar ég sá þetta starf aug- lýst og sótti um. Ég get alveg sagt að það hefur alltaf blundað í mér að koma aftur heim í Dalina og var þetta bara upplagður tími,“ segir Kristján í samtali við Skessuhorn. „Foreldrar mínir bjuggu í Búðar- dal nærri alla tíð svo ég hef allt- af komið heim annað slagið þó ég hafi ekki haft jafn mikinn tíma til þess og ég vildi. Heimahagarn- ir toguðu þó alltaf í mig og er ég mjög glaður að vera nú loks kom- inn aftur heim.“ Húsnæðismálin brýnust Kristján segist fullur tilhlökkunar fyrir komandi verkefnum en að- spurður hver séu brýnustu verk- efnin framundan svarar hann því að húsnæðismálin séu þar ofarlega á lista. „Það sem tekið hefur allan tíma minn núna er að koma mér inn í starfið. Ég hef verið bundinn á fundum og skrifstofunni þessar fyrstu vikur en vona að það breyt- ist þegar frá líður. Það er mikil- vægt fyrir sveitarstjóra að geta ver- ið á ferðinni og eiga samtal við sem flesta. En brýnustu verkefnin sem liggja fyrir í Dalabyggð í dag eru húsnæðismál og uppbygging í ferðamálum. Í Dalabyggð er fram- boð af vinnu og tækifæri til frek- ari atvinnusköpunar en það skortir íbúðarhúsnæði, sérstaklega leigu- húsnæði. Við erum þegar farin í gang með verkefni til að bregð- ast við því en Dalabyggð sótti um að taka þátt í tilraunaverkefni Íbú- ðalánasjóðs til að bregðast við hús- næðisvanda á landsbyggðinni. Á fundi sveitarstjórnar 13. september var einnig samþykkt að hefja und- irbúning að stofnun húsnæðissam- vinnufélags vegna leiguíbúða, seg- ir Kristján. Þá segir hann einnig áskoranir í landbúnaði á landsvísu vera áhyggjuefni sem Dalabyggð þurfi að fylgjast vel með. „Dala- byggð er fyrst og fremst landbún- aðarhérað, staða landbúnaðar hef- ur því alltaf mikil áhrif á okkar samfélag og við höfum áhyggjur af málum tengdum sauðfjárbúskap.“ Tími á úrbætur í vegamálum Samgöngumál í Dalabyggð hafa mikið verið til umræðu og seg- ir Kristján það vera verkefni sem þurfi að bæta verulega úr. „Því miður er fyrir löngu kominn tími á úrbætur í vegamálum hér í Dölum. Hér er hátt hlutfall malarvega og einbreiðar brýr meginreglan. Það er mikil þörf á að ráðin verði bót á þessu og ríkisvaldið verður að bæta sínar áherslur og forgangsröðun þar. Þetta er byggðamál en skipt- ir líka gríðarlegu máli fyrir öryggi í umferðinni. Ég vil nefna veginn um Skógarströnd sem verður að laga og setja á bundið slitlag en það er mikilvægur þáttur fyrir íbúana og ekki síður uppbyggingu ferða- þjónustu í Dalabyggð,“ segir hann og bætir því við að ferðaþjónusta sé orðin mikilvæg atvinnugrein í Dölum. „Dalabyggð er svolítið falinn fjársjóður hvað ferðaþjón- ustu varðar. Það er ekki jafn mik- ill straumur ferðamanna hingað eins og víða annars staðar en þeir Heimahagarnir toguðu Rætt við Kristján Sturluson sveitarstjóra í Dalabyggð Kristján Sturluson hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Dalabyggð. Ljósm. úr safni. ferðamenn sem hingað koma verða mjög hrifnir.“ Kristján segir þó að framtíðarsýnin sé ekki endilega að stíla inn á fjöldaferðamennsku eins og víða hefur verið gert. „Ég held að „slow travel“ sem hefur verið þýtt sem hæglætisferðamennska myndi henta okkur mun betur hér í Dölunum. Hér eru möguleikarn- ir mjög góðir og ég held að vaxtar- tækifærin liggi víða og vona að við munum sjá góða uppbyggingu hér á næstu árum.“ arg Vökudagar á Akranesi 25. okt. – 4. nóv. Viltu vera með viðburð? Sendu okkur tölvupóst á mannlif@akranes.is Minnum á óbreyttan skilafrest auglýsinga Auglýsingar í Skessuhorn þurfa að berast í síðasta lagi á hádegi á þriðjudögum á netfangið auglysingar@skessuhorn.is. Auglýsendum er einnig bent á heimasíðuna www.skessuhorn.is þar sem boðið er upp á helstu stærðir vefborða. Nánari upplýsingar í síma 433-5500.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.