Skessuhorn


Skessuhorn - 03.10.2018, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 03.10.2018, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 201814 Um nónbil á sunnudaginn fór fram undirskrift samnings þar sem Spöl- ur, eigandi Hvalfjarðarganga, af- henti íslensku þjóðinni göngin til eignar. Klukkan 16 sama dag gekk samningurinn í gildi og yfirfærsl- an hefur því farið fram. Eins og fram kemur í fréttinni hér að ofan var hætt að innheimta veggjöld á föstudaginn. Undirskrift samnings- ins fór fram við útskot við nyrðri munna ganganna. Viðstaddir voru fyrrum samgönguráðherrar, full- trúar Vegagerðar, þingmenn, full- trúar eigenda Spalar og aðrir gest- ir. Gestum var svo boðið til sam- komu í húsi Frímúrara á Akranesi, en í sama sal fór einmitt stofnfund- ur Spalar fram um miðjan tíunda áratuginn. Sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra skrifaði undir samn- inginn fyrir hönd íslenska ríkisins. Hann sagði í samtali við Skessu- horn að Hvalfjarðargöng hafi ekki einvörðungu verið fyrsta vegafram- kvæmdin sem unnin var í einka- framkvæmd hér á landi, heldur hefði það einkennt verkið frá upp- hafi að allar áætlanir gengu eftir. Vandað hefði verið til allra verka og göngunum nú skilað, skuldlausum til Íslendinga, eins og lagt var upp með í byrjun. Þakkaði hann Speli, vegfarendum og ekki síst íbúum norðan Hvalfjarðar fyrir hlut þeirra í verkinu. mm Íslenska ríkinu afhent Hvalfjarðargöng til eignar Skrifað var undir samninginn sl. sunnudag að viðstöddu fjölmenni. F.v. Gylfi Þórðarson framkvæmdastjóri Spalar, Gísli Gíslason stjórnarformaður, Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra, Gunnar Gunnarsson, fyrrverandi aðstoðarvega- málastjóri og stjórnarmaður í Speli, og Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Tveir fyrrum samgönguráðherrar sem mættu við afhendingu ganganna. Stein- grímur J. Sigfússon og Halldór Blöndal. Innheimtu veggjalda fyrir akst- ur í gegnum Hvalfjarðargöng var hætt síðstliðinn föstudag. Sigurð- ur Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, var síð- asti ökumaðurinn sem greiddi fyr- ir ferðina laust eftir klukkan 13 á föstudaginn. Sigurður Ingi færði síðan blóm- vönd þeim vegfarendum sem voru fyrstir til að aka í gegnum göngin eftir að gjaldtöku var hætt. Voru það ítalskir ferðamenn á leið sinni um landið. Ökumaður bílsins tók við blómvendinum fyrir þeirra hönd. Hann þakkaði fyrir sig, en viðurkenndi að vissulega hefði þetta komið þeim á óvart. Þar með er 20 ára gjaldtaka fyr- ir akstur í gegnum Hvalfjarðar- göng á enda. Göngin voru síðan formlega afhent ríkinu til rekstr- ar og eignar við hátíðlega athöfn á sunnudaginn, 30. september, eins og fram kemur í annarri frétt hér í blaðinu. kgk Hvalfjarðargöng orðin gjaldfrjáls Tilstandið kom eðlilega nokkuð flatt upp á ítölsku ferðamennina sem voru fyrstir til að aka frítt í gegnum göngin. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, færði fyrstu vegfarendunum sem óku gjaldfrjálst í gegnum göngin blómvönd af því tilefni. Sigurður Ingi Jóhannsson nýbúinn að greiða síðasta veggjaldið í gegnum Hval- fjarðargöng. Ljósið orðið grænt og þannig mun það loga áfram. Bæjarstjórn Akraneskaup- staðar samþykkti á fundi sínum 25. september síð- astliðinn samhljóða álykt- un þar sem minnt er á hversu einstæð fram- kvæmd göng undir Hval- fjörð á sínum tíma. Jafn- framt er Speli þakkað fram- lag fyrirtækisins til framfara á sviði samgangna. Álykt- un bæjarstjórnar Akra- ness er svohljóðandi í tilefni þess að Hvalfjarðargöngum verður skil- að til ríkisins og gjaldtöku hætt: „Bæjarstjórn Akraness fagnar þeim merkisáfanga sem verður í lok þessa mánaðar, þegar Spölur skilar Hval- fjarðargöngum fullfjármögnuðum til ríkisins tuttugu árum eftir að göng- in voru opnuð til umferðar þann 11. júlí 1998. Hvalfjarðargöng eru ein- stök framkvæmd á íslenskan mæli- kvarða og í raun er saga Hvalfjarð- arganganna merkisatburður í sam- göngusögu íslensku þjóðarinnar og nefna má örfá atriði í því sambandi: Fyrsta og eina fjárfesting Íslend-• inga í samgöngumannvirki undir hafsbotninum við landið. Fyrstu neðansjávargöng veraldar í • ungu gosbergi. Fyrstu neðansjávargöngin á Ís-• landi. Fyrsta framkvæmdin á Íslandi sem • samið var um á grundvelli alút- boðs og verktakinn bar alla ábyrgð á fjármögnun verksins á fram- kvæmdatíma og tæknilega ábyrgð á framkvæmd verksins. Fyrsta einkaframkvæmd í íslensku • vegakerfi. Fyrsta fjárfesting íslenskra lífeyr-• issjóða í einkaframkvæmd. Fyrsta alþjóðlega fjárfesting sinn-• ar tegundar í samgöngumálum á Norðurlöndum. Mannvirkið hefur verið gríðar- leg samgöngubót fyrir alla lands- menn en fyrir Skagamenn hefur til- koma þeirra gjörbreytt forsendum fyrir þróun búsetu á Akranesi. Ör- yggi vegfarenda í Hvalfjarðargöng- um hefur frá fyrsta degi verið haft í forgrunni í rekstri Spalar til heilla fyrir vegfarendur og vill bæjarstjórn Akraness skora á ríkið að hvika hvergi í öryggismálum við yfirtöku ganganna. Bæjarstjórn færir for- svarsmönnum Spalar bestu þakkir fyrir ómetanlegt framlag þeirra til samgöngusögu þjóðarinnar sem og þakkir til allra þeirra stórhuga sem komu að undirbúningi og fram- kvæmd verkefnisins og hafa staðið með því í gegnum þykkt og þunnt. Jafnframt færir bæjarstjórn Akraness starfsfólki Spalar bestu þakkir fyrir þeirra framlag og óskar þeim vel- farnaðar í nýjum verkefnum. Bæjarstjórn Akraness brýnir ríkið til að huga að því að með sömu þró- un umferðar verða Hvalfjarðargöng komin að mörkum leyfilegs umferð- armagns innan fárra missera og því þarf að huga að undirbúningi nýrra Hvalfjarðarganga án tafar.“ mm Minna á hversu einstök framkvæmd Hvalfjarðargöngin voru

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.