Skessuhorn


Skessuhorn - 03.10.2018, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 03.10.2018, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 201818 Sigurður Páll Jónsson tók sæti á Al- þingi fyrir Miðflokkinn eftir kosn- ingar til Alþingis síðastliðið haust. Hann er 8. þingmaður Norðvestur- kjördæmis og situr í atvinnuvega- nefnd. Áður hafði hann af og sest á þing sem varaþingmaður Fram- sóknarflokksins frá því desember 2013 til og með maí 2017. Í aðdrag- anda alþingiskosninganna 2017, fyr- ir rétt tæpu ári síðan, sagði Sigurð- ur hins vegar skilið við Framsókn og gekk til liðs við Miðflokkinn. Hann skipaði annað sæti á lista Miðflokks í Norðvesturkjördæmi fyrir alþing- iskosningarnar 2017 og var kjörinn á þing í fyrsta skipti síðasta haust. Skessuhorn hitti Sigurð að máli síð- astliðinn miðvikudag og ræddi við hann um lífið og tilveruna, útgerð- ina í Stykkishólmi og þjóðmálin á þingi. Þar ræðir hann meðal annars um baráttu sína við Bakkus og ein- arðan áhuga fyrir forvörnum, þránna til að sækja sjóinn, málefni útgerðar, landbúnaðar og landsbyggðarinnar allrar sem og þingmennskuna sjálfa. Öll frásögn Sigurðar um manninn og málefnin einkennist af einlægni og hreinskiptni. Úr Borgarnesi og eyjunum „Ég er fæddur í Borgarnesi árið 1958 og uppalinn þar, en flutti vest- ur í Stykkishólm árið 1983, þá 25 ára gamall,“ segir Sigurður. „Pabbi minn hét Jón Eyjólfur Einarsson og var hjá Kaupfélagi Borgfirðinga alla sína tíð nánast, var gjaldkeri fyrstu árin, skrifstofustjóri og síðan fulltrúi kaupfélagsstjóra. Hann var í grunn- inn fátækur sveitapiltur sem flutti í Borgarnes, fór síðan í Samvinnuskól- ann hjá Jónasi frá Hriflu og var hjá sambandinu í einhver ár. Síðan flyt- ur hann í Borgarnes, byggði hús með foreldrum sínum. Skömmu eftir það kynnist hann mömmu, Ástríði Helgu Jónasdóttur, meðan hún var í Hús- mæðraskólanum á Varmalandi. Hún kemur úr eyjunum, eða Elliðaey nán- ar til tekið. Þau kynntust á einhverju balli á Arnarstapa á Mýrum, þar sem Lyngbrekka er núna. Svona var und- irbúningurinn að okkur bræðrun- um,“ segir hann og brosir. Sigurður gekk í barna- og ung- lingaskóla í Borgarnesi. Að skóla- göngu lokinni fór hann að keyra hjá Bifreiðastöð Kaupfélags Borgfirð- inga. „Ég ætlaði að verða bílstjóri,“ segir hann, „en þá spurði mig ein- hver góður maður hvort ég ætlaði virkilega bara að verða bílstjóri. „Já, mér finnst bara fínt að keyra,“ svar- aði ég. „Þú ert nú ekki það vitlaus að þú getir ekki lært eitthvað meira en það. Þú verður bara heilsulaus og úrillur um aldur fram ef þú ætlar að keyra alla ævi,“ sagði hann. Ég fór þá að líta eitthvað í kringum mig eftir námi en á þeim tíma var nú ekki um auðugan garð að gresja þannig lagað, að fá að læra það sem mann langaði til. Þannig að úr varð að ég lærði raf- virkjun og fór að vinna á rafmagns- verkstæðinu sem kaupfélagið rak úti í Brákarey. Fór síðan í Iðnskólann í Reykjavík og tók sveinsprófið 1981 og sé ekki eftir því,“ segir Sigurður. „En þetta átti einhvern veginn ekki alveg við mig þó mér hafi gengið ágætlega í þessu. Mér gekk ágæt- lega að læra og vinnan var fjölbreytt, bæði allt í kringum kaupfélagið, bíla- rafmagn, nýbyggingar og sveitin öll. Bæði þegar ég var að keyra og eins í rafvirkjuninni kynntist ég mik- ið sveitinni, þekkti bæina og kynnt- ist mörgu góðu fólki. Að alast upp í Borgarnesi fannst mér alveg frábært og mér leið mjög vel þar sem krakka. En það vantaði alltaf eitt og það var að komast á sjóinn.“ Hafið kallar „Þegar ég var krakki og mamma og pabbi áttu sumarfrí var alltaf farið í tvær til þrjár vikur vestur í Stykkis- hólm og yfirleitt fram í Elliðaey. Þar vorum við kannski í hálfan mánuð með fleira fólki. Þetta var það sem maður beið eftir allt árið, að komast út í eyju og aðeins út á sjó með afa. Þetta grópaðist í mig, ég þráði allt- af að komast á sjóinn og réði ekkert við það sama hvað annað ég tók mér fyrir hendur,“ segir Sigurður. Raunar hafði hann strax eftir að hann lærði rafvirkjun, og var farinn að starfa sem slíkur 1981 og 1982, haft sam- band við frændur sína sem voru í út- gerð í Stykkishólmi. „Ég var búinn að nefna við þá að þeir mættu hafa samband við mig ef þá vantaði mann. Eftir áramótin 1983 fæ ég símtal. Þá vantaði mann. Ég fór strax í að fá mig lausan úr rafvirkjuninni og flutti vestur með þáverandi sambýliskonu minni. Ég ætlaði bara aðeins að hvíla mig á rafvirkjuninni, kíkja aðeins á sjóinn. En ég er búinn að vera á sjó allar götur síðan þangað til núna, í meira en 30 ár,“ segir Sigurður og brosir. Gerði upp bát afa síns Sigurður fór síðan í eigin útgerð 1990. Fyrsti báturinn sem hann gerði út er lítil trébátur sem heitir Kári, sem er einmitt sami bátur og hann sigldi á með afa sínum milli eyjanna sem strákur. „Sá bátur er smíðað- ur 1941 fyrir afa heitinn, Jóhann- es Pálsson sem bjó í Elliðaey. Hann var á þessum bát þegar ég man eft- ir mér fyrst,“ segir hann. „Þegar ég hafði verið á sjó með frændum mín- um í nokkur ár og á vertíðum var ég að tala við afa um þennan bát. Hann sagði mér að það væru ónýt í honum tvö efstu borðin, umförin, en hann ætti þau til úti í hlöðu. Það þyrfti bara að skipta um þau, þá væri þetta fínn bátur. Ég fer í það eitt vorið að fá gamlan bátasmið, Stjána slipp, til að skoða bátinn. Við förum með bát- inn í smiðjuna til hans. Hann labb- ar í kringum bátinn, pikkar í hann og skoðar og hálfpartinn hristir hausinn. Segir svo að hann sé helvíti illa farinn og þurfi að skipta um miklu meira en þetta eina borð. Ekkert skeður næstu vikurnar. Svo er ég byrjaður á skel- veiðum seinni part sumars og þegar við komum í land og erum að landa eitt kvöldið sé ég ljós í smiðjunni hjá karlinum. Þegar við erum búnir að landa þá labba ég yfir í smiðjuna til hans. Þá er hann að smíða fram- stefni í bátinn. Ég spurði hvort hann hafi ekki verið búinn að lýsa bátinn ónýtan. „Jú, hann er handónýtur,“ sagði Stjáni. „En þessi bátur hefur svo mikið sögulegt gildi, er smíðað- ur hérna í Stykkishólmi með breið- firska laginu að það verður að halda honum við“.“ Fann sína fjöl í útgerðinni Sigurður aðstoðaði Stjána slipp við að endursmíða bátinn út haustið, ásamt Braga bróður sínum. Þeir keyptu bát- inn af dánarbúi afa síns og hann var byggður nánast alveg upp á nýtt um veturinn. Að vori var Kári síðan sett- ur á flot eftir endursmíðina. „Þá var í honum gömul vél og lítið annað hægt að gera nema skrölta á honum þarna í kringum eyjarnar,“ segir Sigurður Páll. Næsta vetur réðust bræðurnir í að kaupa nýja vél í bátinn. Sigurð- ur var á vertíðarbáti yfir veturinn en um vorið var nýja vélin sett í bátinn og þeir bræður byrjuðu að róa vor- ið 1989. „Þá sögðu allir að þetta væri tóm vitleysa, sem þetta kannski var ef við hefðum reiknað þetta eitthvað út. En áhuginn var svo mikill. Við tók- um gömlu línuna hans afa sem hékk þarna í einhverjum hjalli og fengum að beita hana í skúr niðri í bæ. Þá var enginn að gera út á línu, menn sögðu að þetta veiðarfæri heyrði sögunni til og enginn vildi kaupa af okkur fisk. En við létum ekkert stoppa okkur,“ segir hann og brosir við endurminn- inguna. Þetta var upphafið að útgerð Sig- urðar. Hún átti síðan eftir að vinda upp á sig. „Ég fann mig algerlega í þessu, þetta átti algerlega við mig,“ segir Sigurður, enda hefði hann lík- lega ekki enst í þrjá áratugi ef hann hefði ekki fundið sig þar. „Ég er það eðlislatur maður að það að hafa ver- ið svona duglegur í þessu segir mér að ég hafði gríðarlegan áhuga,“ segir hann í léttum dúr. Kára gerðu Sigurður og Bragi út til ársins 1995, þegar þeir keyptu annan bát í félagi við þriðja mann. „Það gekk mjög vel, fínt fiskirí og við vorum bara í banastuði eins og mað- ur segir. Að nokkrum árum liðnum gekk félagi okkar úr skaftinu, vildi snúa sér að öðru og við keyptum hann út. Bragi var í sínu starfi í Borg- arnesi og ég gerði bátinn út á línu, grásleppu og skak. Var með mann um borð og þrjá menn í beitningu í landi öll þessi ár,“ segir hann. „Þennan bát sel ég 2004, á flatbát í eitt ár sem mér fannst ekki henta mér. Ég skipti því á honum og fékk annan stærri, sem er sá bátur sem ég á í dag. Það er ellefu tonna bátur, ellefu metra langur og þriggja metra breiður. Nú þarf ég að fá mann á hann fyrir mig af því ég fór á þing,“ segir Sigurður. Með sjó í blóðinu En hvað er það sem Sigurði þykir svona heillani við hafið? „Ég hef oft spurt mig að því sjálfur,“ segir hann. „Ætli það sé ekki pínulítill kúreki í mér, ég vil vera sjálfs míns herra og sjálfum mér nógur,“ bætir hann við. „Það er eitthvað við sjóinn og þessa tegund útgerðar sem á mjög vel við mig. Mamma er úr eyjalífinu, amma og afi, langömmur og langafar. Feð- ur ömmu og afa voru útgerðarmenn, báðir formenn. Afi er úr Höskuld- sey og amma úr Sellátri. Þessir menn réru til fiskjar, aðallega á línu á haust- in, en fóru út á Nes á veturna og réru frá Sandi. Þar voru þeir allan vetur- inn þangað til þeir komu heim á vor- in. Svarið við spurningunni er þarna, þetta er bara í blóðinu. Ég er með sjó í blóðinu, salt og slor,“ segir Sigurð- ur og brosir. „Ég heyrði einu sinni sögu um Pál Guðmundsson lang- afa minn í Höskuldsey, föður Jónas- ar afa. Hann og amma fluttu í Hösk- uldsey 1909, frá Ögri. Þar búa þau og eignast fullt af börnum. Höskuldsey var vinsæl útróðrarstöð, stutt á mið- in og mikið um að vera á haustin, upp undir 100 manns í þessari litlu eyju. En frostaveturinn 1918 varð þetta allt saman gríðarlega erfitt. Allt frosið, hægt að ganga á milli eyja á ís, erfitt að setja út bát og sækja sjó- inn. Um vorið er ákveðið að flytja í land. Þau fara út á Hellissand og þaðan ætlar langafi að gera út. Sag- an segir að hann hafi varla mælt orð allan veturinn. Hann var svo daufur, þunglyndur,“ segir Sigurður. „En um vorið fer hann inn í Hólm og hitt- ir sýslumann. Síðan kemur hann til baka að Hellissandi alveg svoleið- is blaðskellandi kátur og glaður, til- kynnir að hann sé búinn að fá eyjuna aftur við mjög svo dræmar undirtekt- ir fjölskyldunnar,“ segir hann og hlær við. „En úr varð að þau flytja aftur í Höskuldsey og voru þar allt til 1930. Þarna leynist kannski svarið við þess- ari hálfgerðu þráhyggju minni fyrir sjónum. Sumt í lífinu ræður maður ekki við og kannski fleira en maður heldur,“ segir Sigurður. Sigurinn felst í uppgjöfinni Sigurður flutti vestur í Stykkis- hólm með fyrri konu sinni, Jónu Dís Bragadóttur. Þau gengu í hjóna- band og eiga einn son saman. „Síð- an skildum við áramótin 1989-1990, það var einmitt á sama tíma og ég var í þessu brölti með trilluna. Ég sá ekk- ert annað,“ segir Sigurður. „Síðan bý ég einn til 1998 og var meira að segja að verða svolítið sérvitur og skrýt- inn,“ bætir hann við. „Þá kynnist ég Hafdísi Björgvinsdóttur og bý með henni í dag. Við eigum dóttur sam- an og hún á son af fyrra sambandi „Er ekki hérna til að halla mér aftur í stólnum“ - segir Sigurður Páll Jónsson þingmaður Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins og 8. þingmaður Norðvesturkjördæmis. Kári SH-78, báturinn sem Sigurður gerir út í dag og hann réri á þar til hann tók sæti á þingi. „Nú þarf ég að fá mann á hann fyrir mig,“ segir Sigurður léttur í bragði. Ljósm. úr safni. Siglt um sundin milli eyjanna fyrir utan Stykkishólm. Ljósm. sá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.