Skessuhorn


Skessuhorn - 03.10.2018, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 03.10.2018, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2018 21 RARIK ohf • Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík • Sími 528 9000 www.rarik.is RARIK ohf. er rekið sem opinbert hlutafélag í eigu ríkisins. Hlutverk RARIK er að dreifa 200, aðalskrifstofa er í Reykjavík og um 20 starfsstöðvar eru dreifðar vítt og breitt um landið. Rafvirki í Borgarnesi Rafvirki í Ólafsvík • • • Viðgerðir • • Helstu verkefni • Sveinspróf í rafvirkjun • Öryggisvitund • • • Hæfniskröfur atvinnuumsokn@rarik.is. Morgunblaðið/Fréttablaðið janúar 2018: 167x265 mm Það var mikið um að vera í Frysti- klefanum í Rifi á föstudagskvöldið þegar langþráðir tónleikar hljóm- sveitarinnar Dimmu ásamt Bubba Morthens urðu að veruleika. Að sögn Kára Viðarssonar eig- anda Frystiklefans voru hátt í 300 manns mættir á þessa tónleika sem fyrir löngu var uppselt á, enda ein af vinsælli hljómsveitum landsins mætt á svæðið auk Bubba. Boðið var upp á sannkallaða rokkveislu og allt keyrt í botni í yfir tvo tíma. Öll vinsælustu lög Bubba voru flutt og svo tók Dimma tvö af sínum eigin lögum og fóru þeir félagar vægast sagt á kostum, því- lík keyrsla! Fagmenn sem greini- lega kunna sitt og salurinn tók vel undir. Gestir voru á öllum aldri og að sögn nokkurra sem fréttarit- ari ræddi við var þetta sennileg- asta stærsti tónlistarviðburðurinn í Snæfellsnesi í marga áratugi og má það til sanns vegar færa. Gestir voru í það minnsta vel með á nót- unum og tóku hressilega undir enda þekkja landsmenn lög Bubba og ekki var stemningin síðri við lög Dimmu. Fréttaritari Skessuhorns ræddi stuttlega við liðsmenn Dimmu í lok tónleikanna og voru þeir virki- lega ánægðir með viðtökurnar og hvernig til tókst. Lofuðu þeir að koma aftur síðar. „Það er bara geggjað að spila á svona litlum stöðum á landsbyggðinni,“ sagði Ingó gítarleikari. „Nálægð við gesti er svo mikil.“ af Dimma og Bubbi tvöfölduðu íbúafjöldann í Rifi Liðsmenn Dimmu og Bubbi við upphaf tónleikanna. Svipmynd frá tónleikunum. Um helgina voru haldnar æfinga- búðir í glímu að Laugum í Sælings- dal fyrir 7.-10. bekk og landsliðið í glímu. Rúmlega 30 iðkendur tóku þátt í æfingunum, frá UÍA, Umf. Njarðvík, GFD, UMSE, HSK og HSÞ. Helginni var varið í fræðsluer- indi og fyrirlestra í bland við æfing- ar þar sem farið var yfir hin ýmsu tæknilegu atriði glímunnar. Ung- mennin fengu að prófa svokallað „backhold“ og þá aðstoðaði lands- liðið við æfinguna. Landsliðið æfði einnig með áherslu á keppnisgrein- ar Evrópumótsins 2019, þ.e. glímu, „backhold“ og „gouren“. Glímdi landsliðið tíu fjögurra mínútna glímur. Var ákefðin mikil og átökin einnig. kgk Æfingabúðir í glímu um síðustu helgi Keppt í glímu. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Ljósm. úr safni. Félagar úr Lionsklúbbi Búðardals færðu nýverið leikskóladeild Auð- arskóla gjöf. Hún er tilkomin vegna samstarfs Menntamálastofnunar og Lions hreyfingarinnar, en fulltrú- ar Lions á landsvísu vinna að því að heimsækja leikskóla og afhenda læsihvetjandi námsefni, meðal ann- ars léttlestrarbækur, stafaspil, bók- stafi og tónlistarleiki. sm Færðu leikskóladeildinni læsishvetjandi námsefni Hér eru auk leikskólabarna f.v: Herdís Erna Gunnarsdóttir, deildarstjóri leikskóla- deildar og félagar úr Lions; Sigfríð Andradóttir, Vilhjálmur Hörður Guðlaugsson og Ingvar Bæringsson. Lionsklúbbur Grundarfjarðar kom færandi hendi til leikskólabarna á dögunum. Þá fengu Leikskólinn Sólvellir og Eldhamrar, sem er 5 ára deild skólans, gjafir í samvinnu við Menntamálastofnun. Gjafirn- ar samanstóðu af léttlestrarbókum, stafaspili, bókstafi, tónlistarleikjum og fleiru. Ljóst er að þetta á eftir að koma sér vel hjá börnunum þegar þau taka fyrstu skrefin á læsisbraut- inni. tfk Lionsklúbbur Grundar- fjarðar færir gjafir Anna Rafnsdóttir veitir gjöfinni viðtöku frá Maríu Ósk Ólafsdóttur, Unni Birnu Þórhallsdóttur og Sigurlaugu Sævarsdóttur frá Lions. Unnur Birna Þórhallsdóttir, Sigurlaug Sævarsdóttir og María Ósk Ólafsdóttir frá Lions eru hér með Grétu Sigurðardóttur hjá Eldhömrum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.