Skessuhorn


Skessuhorn - 03.10.2018, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 03.10.2018, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 201824 Það hafa eflaust einhverjir lesendur Skessuhorns heyrt í Borgnesingn- um Kristínu Sif Björgvinsdóttur í útvarpinu heima hjá sér, í bílnum eða í vinnunni án þess að vita af því en Kristín Sif starfar sem útvarps- maður á K100 og sendir út hressi- lega tónlist ásamt því að spjalla við hlustendur stöðvarinnar um líðandi stund og það sem er að gerast í sam- félaginu. „Ég eiginlega datt inn í út- varpið,“ segir Kristín í stúdíói K100 sem staðsett er í Morgunblaðshús- inu við Hádegismóa. Blaðamaður Skessuhorns kom sér þægilega fyr- ir í einum stólnum í stúdíóinu and- spænis útvarpskonunni sem stillti nokkra sleða á tækniborði og rakk- aði upp lögum í tölvunni til að gefa sér tíma fyrir spjall í rólegheitun- um. „Það var aldrei ætlunin að fara í útvarp, en þegar ég hugsa til baka þá var mér kannski bara ætlað að vera í útvarpi,“ segir Kristín glöð í skapi. Kristín hefur komið víða við í lífinu allt frá því að vinna í Kjöt- vinnslu Borgarness, kenna starfs- mönnum sláturhúss á Falklands- eyjum hvernig maður verkar kjöt, kenna CrossFit ásamt því að æfa hnefaleika hjá Mjölni. Þegar hún rifjar upp söguna sína og það sem hún hefur áorkað, trúir hún að allt hafi þetta gerst af ástæðu og að það sé ekki einhver tilviljun að hún sé komin á þann stað sem hún er í dag. Manneskjan með símann „Fyndin saga. Ég byrjaði 1. febrú- ar 2015 hjá K100. Það vantaði ein- hvern til að hugsa um Facebook og Snapchat í morgunþáttunum Svali og Svavar,“ útskýrir Krist- ín um aðdragandann en þeir Sig- valdi Kaldalóns og Svavar Örn Svavarsson stýrðu þáttunum sem voru alla virka morgna í nokk- ur ár. „Ég kynntist Svavari þeg- ar ég var að vinna sem sölumaður í heildsölu fyrir hárvörur. Þar seldi ég vörur til hárgreiðslustofa ásamt því að sjá um Facebook og tölvu- mál hjá fyrirtækinu. Svavar var þá í morgunþáttunum með Svala þegar Svali segist vilja byrja með Snappið og alla þessa samfélagsmiðla. Svali hefur alltaf verið á undan í hugsun, miklu framar heldur en margir aðr- ir. Það vantaði sem sagt einhvern til að sjá um þessi mál hjá þeim. Svav- ar þekkti mig og sagði við Svala að hann þekkti stelpu sem væri bara „með þetta“ og kynni mikið á tölv- ur.“ Út frá því samtali milli félag- anna bauð Svavar Kristínu að koma og prófa. Á þessum tíma var K100 staðsett í Skipholti þar sem Skjár- Einn var til húsa. „Það voru svaka- lega fáir að vinna þarna þá. Við vor- um bara í einu horni í þessu húsi. Það vissu fáir hvað K100 var og margir héldu til dæmis að K100 væri ennþá Kaninn sem Einar Bárðarson setti á laggirnar á sínum tíma.“ Útvarpstöðin K100 er tekin úr amerísku módeli og lýsir Kristín stöðinni sem léttri og ferskri út- varpsstöð sem spilar allt það besta í popptónlistarheiminum fyrir sína hlustendur. Útvarpsstöð sem tekur sig ekki of alvarlega og ræðir um fjölbreytt efni á léttum nótum. „Ég byrjaði að vinna fyrir Svala og Svav- ar þarna í byrjun febrúar 2015. Ég var alltaf manneskjan með símann á eftir þeim og var næstu þrjú árin í þessu. Þetta er sjúklega skemmti- legt starf og ég hef verið svo hepp- in að hitta brjálæðislega merkilegt fólk,“ segir Kristín og rifjar upp þegar forsetakosningarnar voru á fullu vorið 2016 og hún þurfti að taka á móti frambjóðendum sem komu í spjall á K100. Útvarps- stöðin var þá til húsa hjá Símanum í Ármúlanum þar sem fyrirtækið hafði keypt SkjáEinn og breytt því í Sjónvarp Símans. Menn með sterka nærveru „Guðni Th. er líklega mest næs maður sem ég hef hitt. En ég gleymi því aldrei þegar ég hitti Davíð Oddsson í fyrsta skipti. Ég bauð hann auðvitað velkominn og kynnti mig. Hann er ótrúlegur húmoristi og mjög fyndinn náungi. Við göngum saman inn í svona al- rými þar sem starfsmenn gátu feng- ið sér kaffi og sest niður og slakað á á milla verkefna. Það stoppuðu all- ir. Hann er með svo brjálæðislega sterka nærveru að það var eins og það hefði allt frosið í kring. Ég hef aldrei upplifað annað eins. Hann aftur á móti kippti sér ekkert upp við þetta heldur hélt áfram, alveg pollrólegur og slakur.“ Útvarpsmaður Á einum tímapunkti nálgast Svali Kristínu og segir henni að það vanti fleiri konur í útvarpið og að hún væri með fullkomna útvarps- rödd. „Ég horfði bara á hann, hálf orðlaus. Mér fannst ég ekki kunna nógu mikið til að vera útvarpsmað- ur hvað þá að hafa eitthvað gáfu- legt að segja. Hver myndi hlusta á mig? Alls konar svona efasemdir skutu upp kollinum. Ég var nefni- lega aldrei með þeim í útsending- unum. Ég var manneskjan á bak við tjöldin, á bak við símann,“ seg- ir Kristín og hristir hausinn yfir því hvernig hún efaðist um sjálfa sig þegar tækifærið kom. Áður en Kristín vissi af var hún farin að taka upptökur af kynningum þar sem Svali leiðbeindi henni og miðl- aði sinni áratuga reynslu í útvarpi. „Við byrjum að taka upp kynning- ar og hlustuðum svo á þær, fundum út hvað þurfti að laga og betrum- bæta. Hann leiðbeinir mér í gegn- um allt saman og passaði líka sér- staklega að ég myndi ekki taka upp ákveðna útvarpskæki. Kækir eins og að nota hikorð til að fylla upp í þagnir, ah, eh og uh. Svali hjálpaði mér ótrúlega mikið að ná tækninni í þessu. Hann býr yfir svakalegri reynslu á þessu sviði og er ótrúlega góður kennari með gott hjarta. Allt sem kemur frá honum er af mikilli væntumþykju og kærleik. Hann er í rauninni ástæðan fyrir að ég er í út- varpi í dag.“ En hvað einkennir góðan út- varpsmann? „Góður útvarpsmaður talar í míkrófóninn eins og hann sé að tala við góðan vin. Góður út- varpsmaður heldur sig fjarri því að lesa upp af blaði og umfram allt er mikilvægt að vera maður sjálfur,“ svara Kristín. „Helsta áskorunin er að gera þetta þegar maður er einn inn í stúdíóinu. Þá er gott að hafa öflugt ímyndunarafl. Ég, til dæmis, ímynda mér alltaf að Þór Bærings- son sitji á móti mér og að ég sé bara að spjalla við hann,“ segir hún hlæj- andi. Þegar Kristín var að undirbúa sig að verða útvarpskona, sat hún mörgum stundum inni í stúdíóinu með Þóri þegar hann var með sína þætti á K100 og fylgdist með hon- um „spjalla“ við hlustendur. „Þór er algjör snillingur og einstaklega góður í þessu.“ Kristín man vel eftir því þegar hún var í fyrsta skipti ein í útvarp- inu. „Það var um verslunarmanna- helgina 2016. Ég sat sveitt inni í stúdíóinu og gerði líklega öll mis- tök sem ég gat gert. Ég ýtti á vit- lausa takka, gleymdi að lækka, bara nefndu það,“ segir hún létt í bragði og minnist eins sem Svali nefndi við hana þegar hún var að byrja. „Hann sagði alltaf við mig, að ef þú ferð í loftið þá kemur það ekkert aftur þannig það þýðir ekkert að stressa sig yfir einu né neinu. Þetta hjálp- aði mér rosalega mikið og minnk- aði stressið. Svo kom þetta allt með æfingunni. Málið er líka að það er bara allt í lagi að ruglast aðeins, við erum öll mennsk og þurfum að hafa húmor fyrir okkur og mistökunum sem við gerum af og til, þannig lær- um við og verðum betri fyrir vik- ið.“ Eins og fyrr segir þá byrjaði K100 í Skipholtinu, færði sig yfir í hús Símans og er nú staðsett í Morgun- blaðinu. „Í dag þekkja miklu fleiri K100. Það er kúl að hugsa til þess að hafa verið partur af þessari fjöl- skyldu þegar enginn vissi af stöð- inni nema lítill hópur. Morgun- blaðið hefur lagt mikið í stöðina og gefið okkur byr undir báða vængi til að vera þessi útvarpstöð sem hún er í dag,“ segir Kristín stolt um vinn- una sína. Mikilvægt að vera maður sjálfur Kristín kveðst hafa lært margt um sjálfa sig og lífið í gegnum starf- ið hjá K100 og að margt sem hafi komið henni á óvart. „Ég lærði að ég hef bara margt gott að segja þó svo að ég hafi haft efasemd- ir í fyrstu. Ég lærði líka hvað það er mikilvægt að vera maður sjálf- ur. Með því að vera maður sjálfur, sérstaklega í útvarpi, þá nær mað- ur miklu betur til fólks. Hlustend- ur heyra alveg í gegn ef þú ert að reyna að vera einhver karakter, það bara þýðir ekkert. Ég lærði líka að ég get veitt fólki innblástur sem mér þykir rosalega vænt um með því að deila minni daglegu reynslu og hvernig ég sé hlutina eða hugsa hlutina. Ég vil vera þekkt fyrir já- kvæðni og tel mig vera það,“ seg- ir Kristín ákveðin. „Það sem kom mér á óvart í útvarpinu er hvað fólk er duglegt að þakka manni fyrir eða hrósa því sem maður gerir vel, það var eitthvað sem ég átti ekki von á. Ég átti frekar von á því að fólk myndi setja út á mig, það hef ég „Mikilvægt að vera samkvæmur sjálfum sér“ -Rætt við Borgnesinginn og útvarpskonuna Kristínu Sif Björgvinsdóttur Kristín Sif þegar hún starfaði með Svala og Svavari. Kristín Sif Björvinsdóttir í K100 stúdíóinu. Ljósm. glh. Fjölskyldan í fríi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.