Skessuhorn


Skessuhorn - 03.10.2018, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 03.10.2018, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 201830 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Um hvað ertu að hugsa núna? Spurni g vikunnar Hjörvar Hjörleifsson „Að hringja í vin minn.“ Sigrún Jóna Sigurðardóttir „Hvaða hljóð síminn minn var að gefa frá sér.“ Kristján Daðason „Parísarferðina sem við fjöl- skyldan erum að fara í.“ Svavar Sigurðsson „Hættur að hugsa.“ Hafdís Ylfa Jökulsdóttir „Um skemmtiferð.“ (Spurt á Akranesi) Alexandrea Rán Guðnýjardótt- ir er 18 ára öflug stelpa úr Borg- arnesi sem fyrir um einu og hálfu ári síðan gerði algjöra lífsstílsbreyt- ingu. Hún skráði sig í fjarþjálfun og kynntist í gegnum það kraft- lyftingum og hefur ekki litið til baka síðan. „Ég hafði ekkert verið að hreyfa mig, bara alls ekki neitt,“ segir Alexandrea Rán í samtali við Skessuhorn. Hún lifir nú talsvert öðruvísi lífi en fyrir tveimur árum og það er lítið annað sem kemst að hjá henni annað en kraftlyftingarn- ar. Hún fór úr því að æfa ekki neitt í að æfa fimm daga vikunnar. Í dag segist hún vera á miklu betri stað líkamlega og andlega þökk sé kraft- lyftingum og elskar það sem hún er að gera. „Um leið og maður finnur eitthvað sem maður hefur gaman af að gera þá fer manni að líða miklu betur.“ U-beygja Alexandrea Rán æfði sund og fót- bolta þegar hún var yngri ásamt því að mæta vikulega í skólaleik- fimi og sund á grunnskólaárunum. „Það er í rauninni eini bakgrunnur- inn sem ég hef hvað varðar íþrótt- ir og heilsurækt. Áður en ég fór í kraftlyftingar þá var ég líklega ekki búin að hreyfa mig í þrjú ár. Ég var gjörsamlega áhugalaus hvað þetta snerti. Hreyfing og íþróttir var örugglega það leiðinlegasta sem ég gat hugsað mér,“ rifjar Alexandrea upp. „Ég var til dæmis næstum því fallin í íþróttum á fyrsta ári mínu í menntaskóla. Ég uppfyllti lág- markskröfur en varla það. Íþrótta- kennarinn minn nefnir það stund- um við mig í dag að hann hafi aldrei séð jafn mikinn viðsnúning á einum nemenda á milli ára. Ég tók nátt- úrulega algjöra u-beygju,“ segir hún hlæjandi. En hvernig kynntist hún kraftlyftingum? „Það var óvart að ég fór í kraftlyftingar. Á öðru ári í framhaldsskóla skráði ég mig í fjarþjálfun. Þá fékk ég sent prógram sem ég fylgdi eftir. Í því var ein æf- ing sem hét réttstöðulyfta. Ég vissi ekkert hvað það var og spurði Írisi Grönfeld, sem þekkir vel til kraft- og ólympískra lyftinga, hvort hún gæti hjálpað mér. Hún útskýrði og sýndi mér lyftuna og ég varð strax mjög áhugasöm,“ segir Alexandrea. Forvitin fór Alexandrea strax á Go- ogle og leitaði sér frekari upplýs- inga. Í kjölfarið komst hún að því hvað kraftlyftingar eru. „Ég fór að spyrja Íris meira út í þetta og hún bauðst til að kenna mér og gaf mér kraftlyftingaprógramm.“ Í framhaldi af því hætti Alexand- rea í fjarþjálfun og einbeitti sér að kraftlyftingunum með hjálp frá Ír- isi sem leiðbeindi henni fyrst um sinn. „Ég varð hrifnari og hrifnari af þessu því meira sem ég æfði. Ég er líka gífurlega þakklát Írisi sem hefur verið ótrúlega hjálpsöm og hvetjandi, sérstaklega þegar ég var rétt að byrja í kraftlyftingunum. Hugsunin hjá mér breyttist sam- stundis. Þetta fór að snúast um að bæta mig í lyftingum frekar en að líta út á ákveðinn hátt.“ Hvað eru kraftlyftingar? Kraftlyftingar samanstanda af þremur þremur lyftum. Það er réttstöðulyfta, hnébeygja og bekk- pressa. Maður keppir yfirleitt í öll- um lyftunum saman, en einnig er hægt að keppa í bekkpressu einni og sér. „Ég æfi klassískar lyftingar sem þýðir að ég æfi ekki í búnaði,“ útskýrir Alexandrea. Þegar keppt er í búnaði eru keppendur klæddir í þrönga boli og þrönga galla þar sem hreyfigetan er takmörkuð nema um mikla þyngd sé að ræða með þeim afleiðingum að hún þvingar hreyf- ingarnar. „Það væri kannski gaman að prófa þessa tegund kraftlyftinga einhvern tímann, en ég er ekki al- veg ennþá þar. Klassísku lyfting- arnar heilla mig meira eins og er. Þá þarft maður að vera í stutterma- bol og singletti þegar maður er að keppa.“ Á móti fá keppendur þrjár lyftur í hverri grein. Ef engri lyftu er náð dettur maður úr keppni. „Það er gott að taka í fyrstu lyftu alltaf eitt- hvað sem þú veist að þú náir pott- þétt og ert örugg með. Þegar það er komið á blað er maður með aðeins frjálsari hendur með þyngdirnar og getur reynt til dæmis við persónu- leg met, sérstaklega ef manni líður extra vel,“ segir hún. Meðvituð um lýðheilsu Eftir því sem Alexandra fékk meiri áhuga á lyftingum, hefur hún ver- ið meira meðvituð um lýðheilsu al- mennt. „Mamma hefur alltaf verið mjög virk og dugleg að rækta heils- una. Það var oft sem hún bauð mér að koma með sér niður í íþróttahús og ég þverneitaði að koma í hvert skipti. Í dag peppum við hvor aðra áfram,“ segir Alexandrea glöð. „Í dag langar mig að fara í íþróttafræði í Háskóla Íslands og læra íþrótta- kennarann eða þjálfarann eða bara bæði! Mér þykir þetta svo brjálæð- islega áhugavert. Ég er til dæmis núna að taka íþróttafræðiáfangana í Menntaskóla Borgarfjarðar. Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef lært og ég skil ekki hvað ég var að hugsa áður,“ segir Alexandrea og hristir hausinn yfir sjálfri sér. Þrátt fyrir að kraftlyftingar sam- anstandi af einungis þremur lyftum þá segir Alexandrea hverja æfingu vera öðruvísi. „Þetta er alls ekki einhæft. Bara engan veginn. Ég er búin að vera í þessu í eitt og hálft ár og ég fæ aldrei leið á þessu. Það eru til svo margar útfærslur af öll- um lyftunum sem maður notar fyr- ir auka æfingar. Svo fléttar maður alltaf þessum hefðbundnu Body Building æfingum inn í prógramm- ið. Það ásamt því að þjálfa litlu vöðvana hjálpar manni í að verða betri kraftlyfingamaður. Hvert æf- ingatímabil er um átta til tólf vikur í senn. Að því loknu fær maður nýtt, þannig það er mikil fjölbreytni í þessu og þvert á móti einhæft.“ Kraftlyftingar eru fyrir alla Alexandrea keppir fyrir hönd Kraft- lyftingafélags ÍA en þar sem hún býr í Borgarnesi þá æfir hún íþróttina í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Þar æfir hún sjálf fimm sinnum í viku. Það eru eflaust margir lesend- ur sem ímynda sér ekki 18 ára unga stelpu í kraftlyftingum heldur frek- ar fullvaxta karlmann með útþanda vöðva. „Það er þessi steríótýpa af fólki í kraftlyfingum sem eru þessir risastóru menn, en það er svo mikið meira til. Þetta er fyrir alla aldurs- flokka og það er allskonar fólk inn í þessari hreyfingu; stelpur, strákar, konur og menn. Ég hef til dæmis oft fengið spurninguna, ertu ekki hrædd um að verða of stór? Eða, ertu ekki hrædd um að verða karl- mannleg? En, yfirleitt kemur það fólki á óvart að það eru ekkert allir að springa úr vöðvum sem stunda sportið. Sjálf er ég frekar smágerð og lítil,“ útskýrir hún. Alexandrea keppir á bikarmóti í klassískum kraftlyftingum sem haldið verður á Akranesi eftir tvær vikur. Fyrir utan kraftlyftingarnar þá stundar hún nám við Mennta- skóla Borgarfjarðar á íþróttabraut og stefnir á útskrift næsta vor. glh „Hreyfing og íþróttir var það leiðinlegasta sem ég gat hugsað mér“ Alexandrea Rán uppgötvaði kraftlyftingar og hefur ekki litið um öxl síðan Alexandrea Rán tók sig til og breytti um lífstíl fyrir rúmum tveimur árum. Bekkpressan er uppáhalds lyftan hennar Alexandreu. Alexandrea gefur sér tíma til þess að hita upp fyrir hverja æfingu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.