Skessuhorn


Skessuhorn - 17.10.2018, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 17.10.2018, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 42. tbl. 21. árg. 17. október 2018 - kr. 750 í lausasölu arionbanki.is Það tekur aðeins örfáar mínútur að skrá sig í viðskipti hjá Arion banka. Af því að okkar lausnir snúast um tíma og þægindi. Þægilegri bankaþjónusta gefur þér tíma Nýtt! Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? 30% afslátt ur Okkar glæsilega og holla hádegishlaðborð sími 437-1600 Bjóðum ykkur velkomin alla daga frá kl. 11:30 til 14:30 sjá vetrardagskrá og matseðil Landnámsseturs á landnam.is 25. okt. – 4. nóv. Sýningin Íslenskur landbúnaður 2018 var í Laugardalshöllinni um síðustu helgi. Sýningin fékk góðar viðtökur og aðsókn, en tæpur þriðjungur þjóðarinnar lagði þangað leið sína þessa þrjá daga sem hún stóð yfir. Á meðfylgjandi mynd er býflugnaræktun og hunangsframleiðsla útskýrð fyrir ungri stúlku á bás landshlutasamtaka skógræktarfélganna. Skógrækt og skógarnytjar komu víða við sögu á sýningunni. Sjá myndir og frásögn af sýningunni á miðopnu. Ljósm. mm. Sjómenn eru ánægðir þessa dagana vegna góðs fiskverðs á mörkuðum, en hins vegar hefur verið talsverð ótíð á köflum í haust og lítið verið róið. Gott fiskverð hefur hins vegar bætt það að mestu leyti upp. Þessu til marks má nefna að steinbítsverð hefur í haust farið yfir 500 krónur fyrir kílóið en var í apríl allt niður í um 100 krónur fyrir slægðan fisk. Andri Steinn Benediktsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Snæfellsbæjar, segir í samtali við Skessuhorn að lítið framboð hafi verið að undanförnu vegna mikill- ar ótíðar og fór átta kíló fiskur og þyngri einn daginn í 600 krónur sem hlýtur að vera með hæsta verði sem hefur fengist fyrir fisk í seinni tíð. Fiskverð hefur hækkað í ár mið- að við síðasta sumar. Meðalverð í ár er 302 krónur en var í fyrrasumar 290 krónur. „En ég held að verð- ið verði ekki svona hátt þegar líður á vertíðina og meira magn kemur inn á fiskmarkaðina, en bræla hef- ur verið um allt land svo kaupendur keppast við að kaupa fisk til þess að geta staðið við pantarnir sem þeir hafa gert,“ segir Andri. Aron Baldursson, framkvæmda- stjóri hjá Fiskmarkaði Íslands, tek- ur í sama streng og bætir þó við að veiking krónurnar hefði hjálpað til með gott fiskverð. „Ég er þó bjart- sýnn á komandi vertíð,“ segir Aron. „Vonir standa til að fiskverð verði betra en á síðustu vertíð en lækki þó eitthvað miðað við þau verð sem eru í gangi í dag. Vertíðarfiskur frá Noregi kemur þá inn á erlenda markaði. En það er gríðarleg eftir- spurn eftir fiski nú og lítið framboð vegna ótíðar,“ segir Aron. af Hátt fiskverð vegur að hluta upp gæftaleysi Fannar Jökulsson löndunarmaður hjá Fiskmarkaði Íslands með tvær vænar ýsur sem komu að landi í Ólafsvík í lok síðasta mánaðar, en stóra ýsan hefur verið að seljast á 380 krónur kílóið á mörkuðum. Sjómenn eru ánægðir með fiskverðið í dag. Hér eru Magnús Guðni Emanúels- son og Halldór Brynjarsson að landa verðmætum afla.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.