Skessuhorn


Skessuhorn - 17.10.2018, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 17.10.2018, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2018 5 Nýsköpun í atvinnulífinu er sem betur fer alltaf einhver. Án hennar yrði stöðnun og fækkun starfa. Færð hafa verið rök fyrir því að nýsköpun sé mest þegar illa árar. Þannig var hún mjög blómleg á árunum eftir gjaldþrot bankanna fyrir tíu árum. Þá gafst fólki tími til að grúska og hrinda í fram- kvæmd hugmyndum sem ekki var tími til í góðæri undangenginna ára. Af- rakstur þeirrar nýsköpunar leit vissulega dagsins ljós og endurspeglaðist meðal annars á sýningunni Íslenskur landbúnaður sem fram fór í Laugar- dalshöll um liðna helgi. Sýningin endurspeglaði að mínu viti mikla þróun og breytingar sem nú eiga sér stað. Flestar þær hugmyndir tengjast eðli málsins samkvæmt landsbyggðinni og landbúnaði sérstaklega þar sem sýn- ingin snérist jú um það. Þar má nefna skógarnytjar, vinnslu mjólkurafurða, nýtingu gæru og ullar og markaðssetningu íslenska hestsins, svo dæmi séu tekin. Þarna mátti m.a. sjá nýja gerð af dróna sem nýtist frábærlega í smala- mennsku til fjalla og heyþyrlu sem blæs heyinu í stað þess að róta í því. Fag- urlitar og gljáandi dráttarvélar nútímans voru einnig til sýnis. Þær eru að vísu orðnar svo fullkomnar og stórar að það krefst framhaldsprófs, lipurðar og haldgóðrar enskukunnáttu ef maður ætlaði að setjast upp í slíka vél og fara að gera gagn. En framþróun er í ýmsu fleiru. Í liðinni viku var opnuð vefsíðan tekjur.is á Netinu. Að baki henni stendur félag sem nefnist Viskubrunnur, en nán- ari upplýsingar um bakhjarla síðunnar og fyrirtækið liggja hins vegar ekki á lausu! En vissulega má með sanni segja að þessi síða kallar fram upplýs- ingar sem sumir fagna meðan aðrir kysu helst að þær lægju í láginni. Þarna eru upplýsingar um tekjur allra íslenskra skattgreiðanda og byggja á upp- lýsingum úr skattskrá frá Ríkisskattstjóra. Um árabil hefur tíðkast að birta fréttir og gefa út sérstök glanstímarit í ágúst með upplýsingum um tekjur valinna skattgreiðenda. Þannig hefur DV og Frjáls verslun auðgast á því í gegnum tíðina við litla hrifningu hægri manna sem finnst þessar upplýs- ingar vera einkamál. En það sem Tekjur.is gerir umfram að birta launatekjur, þá birtir vefur- inn auk þess upplýsingar um fjármagnstekjur. Upplýsingar sem tekjublöðin fram að þessu hafa ekki birt. Í ljós kemur að fjölmargir, einkum þeir sem eru í svokölluðum efri lögum þjóðfélagsins (lesist tekjuháir), nýta sér þá smugu í skattalögum að gefa upp lágmarkstekjur á sjálfa sig, en greiða sér þess í stað út arð sem einungis ber 22% fjármagnstekjuskatt. Staðgreiðslu- hlutfall ársins 2017 var 36,94% á tekjur í fyrsta skattþrepi og 46,24% í öðru þrepi. Þannig komast þeir, sem nýta sér að taka arð út úr fyrirtækjum sínum í stað launa, hjá því að greiða um 23% skatt sem vissulega er löglegt, en í besta falli siðlaust. Ríkið tekur til sín allan fjármagnstekjuskattinn en sveitarfélagið þar sem viðkomandi býr fær ekkert. Viðkomandi eru semsé þurfalingar á sveitarsjóði á kostnað þeirra sem greiða útsvar. Þeir sem fagn- að hafa útgáfu tekjublaðanna á liðnum árum geta því glaðst sem aldrei fyrr yfir tilkomu þessa nýja vefjar. Enda sýnir hann býsna vel hvert raunveru- legt framlag einstaklinga er í sameiginlega sjóði okkar allra. Hvað sem fólki finnst yfirleitt um svona upplýsingagjöf þá eykur vefur af þessu tagi óum- deilt gagnsæi í umræðu um tekjudreifingu í samfélaginu. Sjálfur hef ég ekki keypt áskrift að vefnum tekjur.is. Ætla að bíða og sjá hversu vel mánaðaráskrift þar mun endast. Mér segir nefnilega svo hugur að þessum vef verði lokað áður en fyrsti mánuðurinn verður liðinn. Hann veitir nefnilega meiri upplýsingar en þola dagsljósið - fyrir suma. Magnús Magnússon VR óskar eftir orlofshúsum VR óskar eftir að leigja vönduð sumar hús eða orlofsíbúðir til framleigu fyrir félagsmenn sína. Leitað er eftir húsnæði á landsbyggðinni fyrir næsta sumar. Áhugasamir sendi upplýsingar á vr@vr.is fyrir 20. nóvember 2018. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja: VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS • Lýsing á eign og því sem henni fylgir • Ástand íbúðar og staðsetning • Stærð, öldi svefnplássa og byggingarár • Lýsing á möguleikum til útivistar og afþreyingar í næsta nágrenni Öllum tilboðum verður svarað. HÓTEL HÚSAFELL ÓSKAR EFTIR STARFSMANNI Í GESTAMÓTTÖKU & NÆTURVÖRSLU Næturvarsla Starfs- og ábyrgðarsvið: Móttaka- og dagleg samskipti við • gesti hótelsins Þrif og þvottahús• Símsvörun• Umsýsla í hótelkerfi• Sala ferða og upplýsingagjöf• Önnur tilfallandi störf• Gestamóttaka Starfs- og ábyrgðarsvið: Móttaka- og dagleg samskipti • við gesti hótelsins Símsvörun og svörun fyrirspurna í • tölvupósti Reikningagerð• Umsjón hópa og annarra bókanna• Sala ferða og upplýsingagjöf• Önnur tilfallandi störf• Hæfniskröfur: Menntun sem nýtist í starfi sem og tölvukunnátta Afburða þjónustulund, hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum Góð íslensku- og enskukunnátta, þriðja tungumál er kostur Hæfni til að vinna undir álagi, sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæðni í starfi Reynsla af störfum í gestamóttöku er kostur Fullt starf Unnið er eftir 2-2-3 vaktakerfi í gestamóttöku og 7-7 í næturvörslu Húsnæði á svæðinu Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst Umsóknarfrestur til og með 1. nóv. HÚSAFELL HÓTEL SK ES SU H O R N 2 01 8 Finnbogi Leifsson bóndi í Hítardal skrifaði Borgarbyggð bréf í lok síð- asta mánaðar vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í fjarskiptamál- um á jörð hans. Lagði hann máli sínu til stuðnings fram bréf frá fjarskiptafyrirrtækinu Vodafone þar sem honum var tilkynnt að fyrirtækið muni leggja af þráðlaust fjarskiptakerfi Lofthraða/eMax um komandi áramót. Afleiðing þess verður að Hítardalur verður þá al- gjörlega án fjarskiptasambands. Í bókun byggðarráðs vegna málsins kemur fram að ekki sé kunnugt, enn sem komið er, um fleiri bæi í Borgarbyggð sem lenda í sambæri- legri stöðu vegna þessara breyt- inga hjá fyrirtækinu. „Með tilvís- an til samnings sem gerður var um þessi mál á árinu 2004 við Borgar- byggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítár- síðuhrepp og Skorradalshrepp og ekki hefur verið sagt upp, þá hef- ur sveitarstjóri ritað Vodafone bréf þar sem farið er fram á viðræður um þá stöðu sem upp kemur í kjöl- far lokunarinnar,“ segir í bókun byggðarráðs. mm Vodafone vill leggja af fjarskiptasamband í Hítardal

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.