Skessuhorn


Skessuhorn - 17.10.2018, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 17.10.2018, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 201810 Umhverfisstofnun hefur gefið það út að fjöldi veiðidaga á rjúpu verði tólf nú í vetur, líkt og undanfar- in ár. Skiptast veiðidagar á fjór- ar samliggjandi helgar og verð- ur fyrsti veiðidagur föstudag- urinn 26. október, sú helgi öll og í kjölfarið þrjár fyrstu helgarnar í nóvember. Þann 12. september síðastliðinn boðaði Náttúrufræði- stofnun Íslands til samráðsfund- ar með Skotvís, þar sem farið var yfir ástand rjúpnastofnsins og met- in áhrif veiðistjórnunar. Að mati Náttúrufræðistofnunar er áætl- aður veiðistofn rjúpu um eða yfir 900 þúsund fuglar, sem jafnframt er með stærstu mælingum frá upp- hafi talningar árið 1981. Ráðlagði stofnunin engu að síður að beita ætti varúðarreglu og að veiðiþol úr stofninum yrði 67 þúsund fugl- ar að þessu sinni. Ef varúðarreglu hefði ekki verið beitt, væri veiðiþol úr stofninum 89 þúsund rjúpur. Rökstuðningur Náttúrufræði- stofnunar fyrir varúðarreglu er að sökum slæmrar tíðar á suðvestan- verðu landinu í sumar sé rétt að leyfa rjúpnastofninum að njóta vafans. Skotvís gagnrýnir harð- lega að beitt sé varúðarreglu við úthlutun veiðikvóta að þessu sinni og telur ekki efnislegar forsend- ur til þess. Félagið sendir engu að síður þessi skilaboð til veiðimanna: „Þrátt fyrir þessa annmarka á ráð- gjöf NÍ hvetur Skotvís veiðimenn til að veiða hóflega nú í haust, ganga vel um veiðislóð, hirða upp notuð skothylki, bæði sín og ann- arra. Góður skotveiðimaður kynn- ir sér lög og reglur og siðareglur Skotvís áður en haldið er til veiða, kemur vel fram og er veiðimönn- um til sóma.“ mm Varúðarreglu beitt við úthlutun veiðikvóta úr rjúpnastofninum Ráðherra landbúnaðarmála, Krist- ján Þór Júlíusson, boðaði til morg- unfundar með fulltrúum bænda, neytenda og verslunar síðastlið- inn miðvikudagsmorgun. Fundur- inn, sem fram fór í Þjóðminjasafni Íslands, bar yfirskriftina „Hvern- ig aukum við verðmætasköpun í ís- lenskum landbúnaði?“ Fundurinn var vel sóttur og umræðurnar voru heilt yfir á mjög jákvæðum nótum. Fyrstur framsögumanna var Ás- geir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Í máli hans kom meðal annars fram að störf í land- búnaði á íslandi væru um fjögur þúsund talsins. Sagði hann að vægi landbúnaðar í landsframleiðslu væri eitt prósent. „Það er töluvert, eða svipað mikið og öll stóriðja í landinu,“ sagði Ásgeir og bætti því við að það væri mýta í íslenskri efnahagsumræðu að stóriðjan skil- aði eins miklu til efnahagsins og stundum er látið í veðri vaka. Störf í landbúnaði væru svipað mörg og í sjávarútvegi, eða um fjögur þúsund talsins, samanborið við um tvö þús- und í stóriðju til dæmis. Hann sagði að íslenskur landbún- aður, hvort sem um væri að ræða af- urðirnar, hefðirnar, fólkið eða land- ið, væri eitt af því sem væri eftir- sóknarvert við Ísland. Mikilvægt væri að standa vörð um þau sér- kenni, svo sem að halda í bústofna landsins en ekki beita erfðablöndun til að ná fram skammtímaávinningi. Á næstu árum og áratugum myndu finnast leiðir til að koma þessum verðmætum í verð. Landbúnaður muni með einum eða öðrum hætti hafa mótandi áhrif á Ísland til fram- tíðar. Byggðastefna á að vera lífskjarastefna Ásgeir sagði að fjöldi starfa í land- búnaði hefði haldist nokkuð stöð- ugur síðustu ár þrátt fyrir mikla fækkun í hefðbundnum búgrein- um. Landbúnaðurinn hefði verið vettvangur fyrir nýja og fjölbreytta starfasköpun og hann myndi vera það áfram. Þessi þróun væri rétt að hefjast og myndi vaxa með nýj- um kynslóðum bænda. Hins vegar sagði hann að nauðsynlegt væri að gera landbúnaðinum kleift að skapa góð störf. Því væri nauðsynlegt að hugsa um landbúnaðar- og byggða- stefnu sem lífskjarastefnu, með það markmið að auka jöfnuð tekna í landinu öllu. „Góð byggðastefna snýst um að skapa góðar tekjur,“ sagði Ásgeir, „eins og tekist hefur að gera í sjávarútvegi. Þó störfum hafi fækkað þar hefur hann skapað góð störf úti á landi. Það hefur mis- tekist að gera það sama í landbún- aði,“ bætti hann við. Hann tók fram að störfum í landbúnaði kæmi til með að fækka en markmiðið ætti að vera að þau störf sem verða í greinni til fram- tíðar verði góð störf. Til þess að svo megi verða þyrfti meðal annars að taka upp annars konar styrkjafyrir- komulag sem tryggði betur tekju- dreifingu. Stefna skyldi að því að skapa virðisauka heima á býlunum og hvetja til nýsköpunar með því að setja styrki í nýjungar en sömuleið- is létta á reglugerðum í greininni. Máli sínu til stuðnings fór hann yfir tekjumun eftir sveitarfélögum, rað- að eftir miðgildi tekna. Öll neðstu sveitarfélögin eiga það sameigin- legt að vera dreifbýlissveitarfélög þar sem landbúnaður, sérstaklega sauðfjárrækt, væri stærsti atvinnu- vegurinn. „Þetta hlýtur að vera al- gjör falleinkunn fyrir núverandi stefnu,“ sagði Ásgeir. Byggir á hreinleika Næstur tók til máls Sigurður Ey- þórsson, framkvæmdastjóri Bænda- samtaka Íslands. Hann tók undir margt af því sem Ásgeir ræddi í sínu erindi. Sigurður hafði orð á því að framleiðsluverðmæti landbúnað- arafurða hefði verið 51 milljarður á síðasta ári. „Öll þessi framleiðsla byggir á hreinni orku, hreinu vatni og næstminnstu sýklalyfjanotk- un í landbúnaði í Evrópu. Það er verðmæt sérstaða,“ sagði Sigurð- ur. Hann minntist á að fjöldi íbúa í strjálbýli væri 17.900, eða rúm- lega fjórfalt fleiri en starfa í land- búnaði. Landbúnaðarframleið- endur væru fjölskyldufyrirtæki og taldi hann mikilvægt að bændur seldu þá sögu til neytenda. Þá taldi hann tækifæri í staðbundnum mat- vælum og ferðaþjónustu og tæki- færi í framleiðslu fleiri afurða og aukinni vinnslu. Ásgeir hafði kom- ið inn á sama efni í sínu erindi þar sem hann talaði um að auka mætti breiddarhagræði íslensks landbún- aðar. En til þess að svo megi verða taldi Sigurður mikilvægt að huga að öllum innviðum, góðum fjarskipt- um en síðast en ekki síst að samfé- lagið í heild væri tilbúið að standa við bakið á bændum. Gæta þyrfti að sóttvörnum, styðja við nýsköp- un, vöruhönnun, markaðssetningu og frumkvöðlastarf. „Til þess þarf fræðslu og fjármagn en mest af öllu vilja allra sem geta lagt málefninu lið,“ sagði Sigurður. Samkeppni á jafnréttis- grundvelli Næst tóku til máls Brynhildur Pét- ursdóttir, formaður Neytenda- samtakanna og þá Jón Björns- son, stjórnarformaður Krónunn- ar. Ræddu þau um breyttar kröfur neytenda til landbúnaðarafurða. Brynhildur velti því m.a. fyrir sér hvers vegna verslanir gætu skilað kjöti sem ekki hefði selst í búðum aftur til bænda. Það væri ekki hvati fyrir kaupmenn til að selja vöruna, m.v. aðra vöru sem kaupa þarf inn en verslunin situr uppi með ef hún selst ekki. Þá ræddu bæði Bryn- hildur og Jón um markaðssetningu og báru saman markaðssetningu íslensks grænmetis, sem merkt er íslenska fánanum, við markaðs- setningu annarra íslenskra afurða. Jón velti því enn fremur fyrir sér hvers það mætti ekki koma fram á neytendaumbúðum að sýkla- lyfjanotkun væri með því minnsta sem þekkist í Evrópu. Bæði lögðu þau áherslu á að samkeppni væri af hinu góða og auka mætti verð- mæti vöru með nýsköpun í mark- aðssetningu og vöruhönnun eða framleiðsluferlinu sjálfu. Þegar frummælendur höfðu lok- ið við erindi sín tóku pallborðsum- ræður við. Í pallborðinu sátu Björt Ólafsdóttir fyrrverandi umhverfis- ráðherra, Finnur Árnason forstjóri Haga, Óli Björn Kárason alþing- ismaður og Sunna Gunnars Mar- teinsdóttir verkefnastjóri hjá MS. Voru þau sammála um að styðja þyrfti við nýsköpun í íslenskum landbúnaði. Finnur hafði orð á að í allri nýsköpun þyrfti að horfa til neytandans, hann væri á end- anum sá sem stýrði ferðinni sem kaupandi vörunnar. Björt tók und- ir það. „Á endanum eru það neyt- endur sem velja með veskinu sínu það sem þeir vilja og langar að fá,“ sagði Björt. Óli Björn kom inn á að sam- keppni við íslenskan landbún- að ætti vafalítið eftir að aukast á næstu árum. Því þyrftu stjórnvöld að ákveða með hvaða hætti þeirri samkeppni yrði mætt. Sagði hann að í sínum huga væri skýlaus krafa að sú samkeppni færi fram á jafn- ingjagrundvelli, þar sem íslenskur landbúnaður væri í samkeppni við ríkisstyrktan landbúnað erlendis frá. kgk Leggja þarf áherslu á nýsköpun í landbúnaði Landbúnaðarmál til umræðu á opnum fundi ráðherra Pallborðið. F.v. Björt Ólafsdóttir, Óli Björn Kárason, Sunna Gunnars Marteinsdóttir og Finnur Árnason. Krisján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, boðaði til fundarins og var jafnframt fundarstjóri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.