Skessuhorn


Skessuhorn - 17.10.2018, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 17.10.2018, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2018 15 Girnilegir ostar frá MS. Ljósm. ki.GÁ húsgögn tóku að framleiða Sindra stólana fyrir nokkrum árum og eru þeir sem fyrr klæddir með sútuðum gærum. Ljósm. mm. Fínt að tylla sér niður á felgur New Holland. Ljósm. mm. Víða í sölubásum var hægt að smakka og kaupa matvæli. Ljósm. mm. Horft inn í keðjuverkið á John Deere rúllubindivél. Ekki fyrir óvana að gera við! Ljósm. ki. Hressir sölumenn kynntu Strúktur einingahús. Ljósm. ki. Handprjónasambandið með sölubás. Ljósm. mm. Þessi ungi maður lagði sig í eitt fullvaxið dráttarvélardekk sem þarna var til sýnis. Ljósm. mm. Þessi ungi maður fylgdist hugfanginn með myndbandi af gröfu í bás Vélfangs. Ljósm. ki. Marga Fergun-aðdáendur er að finna enda leystu vélar með þessu nafni af sem þarfasti þjónninn víða til sveita. Ljósm. mm. Dunlop vörur og margra fermetra plakat frá Þorvaldseyri á veggnum. Ljósm. mm. Brosmilt fólk frá Matís kynnti ýmsa matvöru. Ljósm. ki. Þótt ljósmyndari hafi eitt sinn lært búfræði, myndi hann ekki treysta sér til að vita hvernig tengja ætti heyþyrlu aftan í þennan New Hol- land traktor, kannski slóðadraga. Ljósm. mm. Tálgaðir taflmenn úr íslenkum viði. Ljósm. mm. Brugðið á leik í grindum mjaltaþjónsins frá Alfa Laval. Ljósm. mm.Í bás Landbúnaðarháskóla Íslands tóku þessar hressu konur á móti gestum og buðu upp á fræðslu og grænmeti. Ljósm. mm. Í bás landshlutafélaganna í skógrækt var margt að skoða. Auk fræðslu um félögin var m.a. hægt að kynna sér íslenskar skógar- nytjar, ilmkjarnaolíuframleiðslu og býflugnarækt. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.