Skessuhorn


Skessuhorn - 17.10.2018, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 17.10.2018, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2018 19 Lýsing á breytingu á aðal- og deiliskipulagi á Akranesi Flóahverfi athafnasvæði Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt lýsingu á breytingu á aðal- og deiliskipulagi fyrir Flóahverfi á Akranesi skv. 30. gr. og 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst m.a. í stækkun á landnotkunarreit og stað- setningu gróðurbelta. Í deiliskipulagi felst breytingin í fjölgun og minnkun lóða og færslu á götu. Smiðjuvallasvæði Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt lýsingu á breytingu á aðal- og deiliskipulagi fyrir Smiðjuvallasvæðis skv. 30. gr. og 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin nær til Smiðjuvallasvæðis og felst m.a. í að land- notkunarreitir eru sameinaðir og skipulagsákvæðum breytt þannig að gert er ráð fyrir blandaðri landnotkun. Kynning lýsinganna fer fram með þeim hætti að haldinn verður kynningarfundur í bæjarþingsalnum kl. 16:30, fimmtudaginn 1. nóvember n.k., hægt er að nálgast lýsinguna á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is og í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18. Ábendingum varðandi tillögugerðina eiga að vera skriflegar og berast fyrir 8. nóvember 2018 í þjónustuver Akraneskaup- staðar Stillholti 16-18 eða á netfangið skipulag@akranes.is Sviðsstjóri skipulags og umhverfissviðs SK ES SU H O R N 2 01 8 SK ES SU H O R N 2 01 8 Auglýsing um aðal- og deiliskipulag Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017. Akraneshöfn Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti 2. ágúst 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 skv. 31. gr. sbr. 1. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna Akraneshafnar. Breytingin felst m.a. í endurbyggingu og lengingu Aðalhafnargarðs. Hafnargarður Skarfatanga- hafnar er felldur út úr aðalskipulagi nú. Breyting á deiliskipu- lagi Akraneshafnar er auglýst samhliða. Akraneshöfn aðalhafnargarður – Tillaga að breytingu. Deiliskipulag Akraneshafnar Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti 2. ágúst 2018 að auglýsa tillögu að breytingu deiliskipulagi Akraneshafnar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi Akraneshafnar. Skipulagsvæðið nær til hluta aðalhafnargarðs og felst m.a. í lengingu brimvarnargarðs , endurnýjun á eldri bryggju og öldudeyfingu á milli aðalhafnargarðs og bátabryggju. Tillagan verður til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18, Akranesi og á heimasíðu Akraneskaup- staðar, www.akranes.is frá og með 18. október til og með 30. nóvember 2018. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og at- hugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 30. nóvember 2018 í þjónustuver Akraneskaupstaðar eða á netfangið skipulag@akranes.is Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar. Lista- og menningarhátíðin Vöku- dagar hefst á Akranesi fimmtudag- inn 25. október og stendur fram á sunnudaginn 4. nóvember. Um er að ræða árlegan viðburð sem orð- inn er fastur liður í menningar- lífinu á Akranesi. Að sögn Sveins Arnars Sæmundssonar, eins skipu- leggjanda Vökudaga, hefur und- irbúningur fyrir hátíðina gengið mjög vel í ár. „Dagskráin er orð- in mjög myndarleg og þétt og enn eru að bætast við viðburðir,“ segir hann. „Eins og alltaf hafa íbúar á Akranesi verið duglegir að sýna lit og taka þátt og það er augljóst að þetta er hátíð sem fólk vill halda á lífi. Margir hafa líka nýtt sér hátíð- ina til að koma sér og sínu á fram- færi, enda er þetta góður vettvang- ur til þess.“ Byrjar á upptakti í Tónbergi „Undanfarin ár höfum við haldið nokkurs konar upptakt að Vöku- dögum degi fyrir almenna setn- ingu. Í ár verður Jón Ólafsson með dagskrá sína Af fingrum fram í Tónbergi miðvikudaginn 24. októ- ber og gestur hans verður Gunnar Þórðarson,“ segir Sveinn Arnar að- spurður um upphaf Vökudaga. „Á Gamla Kaupfélaginu verður mikil dagskrá og má þar nefna skemmti- dagskrá Skagaleikflokksins, kvöld- vöku með hljómsveitinni Á móti sól og tónleika með Slitnum strengj- um. Í Bíóhöllinni verða stórtón- leikar sem nefnast Í takt við tím- ann en þar eru á ferðinni Skagfirski kammerkórinn, Kammerkór Norð- urlands, Sinfóníetta Vesturlands ásamt einsöngvurunum Helgu Rós Indriðadóttur og Kolbeini Ketils- syni undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar,“ segir Sveinn Arnar og bætir því við að viðburðir verði um allan bæ. Fjölbreytt dagskrá „Leikskólarnir á Akranesi verða með sýningar og viðburði. Í Tón- listarskóla Akraness verða viðburð- Vökudagar hefjast í næstu viku ir og bókmenntakvöldið verður á sínum stað undir styrkri stjórn Sigurbjargar Þrastardóttur,“ seg- ir Sveinn Arnar. Er þetta er aðeins brot af dagskrá Vökudaga. „Á Café Kaju verða viðburðir sem nefnast Slökun í bæ þar sem unnið verður með núvitund og hugleiðslu. Bjór- og bruggmenningarfélagið verður með bjórvakningu og viðburður- inn Veturnætur verður á Byggða- safninu en þar verður skuggalegt um að litast og afturgöngur á ferli. Tónleikar verða með Karlakórnum Svönum og einnig verður Kvenna- kórinn Ymur með tónleika. Það verður nóg um að vera á Smiðju- loftinu sem og á Lesbókinni en þar verða bæði spilakvöld og menn- ingarkvöld,“ segir Sveinn Arnar og bætir því við að þetta sé ekki tæm- andi listi. „Við biðjum fólk bara að fylgjast vel með en við munum aug- lýsa nánari dagskrá í Skessuhorni. Það verður margt skemmtilegt og fjölbreytt í boði og ég hvet alla til að mæta á viðburði,“ segir Sveinn Arnar að lokum. arg Sveinn Arnar Sæmundsson er einn skipuleggjanda Vökudaga. Ljósm. úr safni. Slegið á trommur og létta strengi. Lista- og menningarhátíðin Vökudagar hefst í næstu viku. Hér er svipmynd frá ljósmyndasýningu Vitans. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.