Skessuhorn


Skessuhorn - 17.10.2018, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 17.10.2018, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 201820 Síðastliðinn fimmtudag voru 40 ár liðin frá því leikskólinn Klettaborg var fyrst opnaður við Borgarbraut 101 í Borgarnesi og var því fagnað með pompi og prakt allan afmælis- daginn. Þegar blaðamaður Skessu- horns kom þar við skömmu fyrir há- degi mættu honum prúðbúin börn á leið sinni á dansiball í sal leikskól- ans. Allir voru klæddir í sitt fínasta púss eða í skemmtilegum búning- um og var gleðin allsráðandi í til- efni dagsins. Eins og venja er á öll- um góðum dansiböllum voru ljós- in slökkt og kveikt á diskóljósum. Börnin höfðu sjálf séð um að skipu- leggja afmælishátíðina og voru sex fulltrúar þeirra tilbúnir að taka sér pásu frá dansleiknum til að ræða við blaðamann um viðburðinn. Krakkafundir og kaffihús Við settumst saman inn á eina deild leikskólans ásamt Steinunni Bald- ursdóttur leikskólastjóra. „Við höld- um krakkafundi um allt það helsta sem við gerum hér á leikskólanum. Þá fá þau börn sem vilja að taka þátt í skipulagningu og ákvarðanatöku. Börnin eru því alveg vön að setj- ast svona niður og spjalla,” útskýrir Steinunn þegar allir fá sér sæti. Með á fundinum voru þau Viktor Snær, Emil Lind, Alexander Aron, Auðunn Jakob, Anna Diljá og Hekla Isabel. ,,Við vorum að skreyta og ákveða hvað ætti að gera í dag,” segja þeir Viktor Snær og Auðunn Jakob ,,Við fáum líka köku,” bætir Emil spennt- ur við. ,,Já, og við skreyttum með ís- lenska fánanum og blöðrum,” segja þær Anna Diljá og Hekla Isabel og benda á skraut sem prýðir veggina. ,,Það hefði verið flott að setja líka tré,” segir Emil og hinir krakkarn- ir benda honum þá á tré sem hang- ir til skrauts í loftinu fyrir ofan þau. ,,Ég er að meina svona alvöru stórt tré í garðinum,” útskýrir Emil og hin börnin eru öll sammála því. ,,Á eftir verðum við með kaffihús fyr- ir mömmu, pabba, ömmu og afa,” segir Anna Diljá brosandi. ,,Já, og systkini og alla sem þekkja okkur líka,” bætir Hekla Isabel brosandi við. Þau verða öll spennt og segja blaðamanni frá því hversu gaman það verði að sýna foreldrum og öðr- um fjölskyldumeðlimum hvað þau hafa verið að gera í tilefni dagsins. Faglegra starf í dag Eftir smá spjall við blaðamann biðja börnin um að fá að fara aftur á ball- ið. Þar bíður þeirra Daði Freyr Guðjónsson dansari og þau vilja alls ekki missa af honum. ,,Daði hefur komið til okkar reglulega og kenn- ir börnunum dans. Hann er hress og nær vel til barnanna,” segir Stein- unn um leið og börnin hraða sér inn í sal að dansa. Því næst setjumst við Steinunn niður ásamt Ásdísi Bald- vinsdóttur leikskólakennara. Ás- dís hefur starfað á Klettaborg frá árinu 1979 og þar af var hún leik- skólastjóri í 16 ár. ,,Það hefur margt breyst á þessum tíma, bæði hér í Klettaborg og almennt í starfi leik- skólakennara, þá eingöngu jákvæð- ar breytingar,” segir Ásdís og heldur áfram. ,,Fyrst voru leikskólar meira eins og daggæsla en í dag er starfið mun faglegra.” Steinunn tekur und- ir og bætir því við að áhersla sé lögð á sí- og endurmenntun til að við- halda faglegri þróun, þá er mikil- vægt að fá námskeið og fyrirlestra á starfsmannafundi og skipulagsdaga til að allt starfsfólkið fái fræðslu. „Hér hjá okkur er frábært starfsfólk sem hefur mikla starfsreynslu, fag- lega þekkingu og sinnir mjög góðu starfi þar sem hagsmunir barna eru í fyrirrúmi. Góður starfsandi og sam- staða einkennir starfsamannahóp- inn,“ segir Steinunn og brosir. ,,Ég held að það eigi þátt í því hversu vel okkur hefur tekist að halda í starfs- fólk. Sem dæmi má segja frá því að í desember 2013 var meðalstarfsald- ur hjá okkur tæp 16 ár sem er mik- ilvægt fyrir leikskólastarfið og sýn- ir góðan stöðugleika í starfsmanna- haldinu,“ bætir hún við. Hættir þegar fyrri nemendur fara að koma með barnabörnin Aðspurð segist Ásdís alltaf hafa jafn gaman af vinnunni sinni. ,,Þetta er skemmtileg vinna, enginn dag- ur er eins og það er yndislegt að fá að starfa með börnum. Ég er búin að vera svo lengi hér að ég er far- in að taka á móti börnum sem voru hér fyrstu árin mín en eru núna að koma með sín eigin börn. Ætli ég hætti ekki þegar þessi börn, eða for- eldrar núna, eru farin að koma með ömmu- og afabörnin sín,” segir hún hlæjandi og bætir því við að eitt af því sem gerir Klettaborg að góðum vinnustað er hversu mikil áhersla er lögð á að starfsfólki líði vel. Eftir smá spjall þarf Ásdís að halda aftur til barnanna og við færum okk- ur með Steinunni yfir á skrifstofuna hennar og fáum aðeins að kynnast leikskólastjóranum. Skrifstofan er ekki stór og Steinunn útskýrir að hún hafi um tíma verið með stærri skrifstofu hinum megin í húsinu en þar hafi hún ekki getað verið. „Hér snýr glugginn út í garð og börnin koma því oft, banka á gluggann og heilsa upp á mig þegar þau eru úti. Á hinni skrifstofunni gátu þau ekki gert það og ég saknaði þeirra, svo ég færði mig aftur hingað,“ segir hún brosandi. ,,Ég verð bara að fá smá vítamín yfir daginn,” bætir hún við og útskýrir að samskipti við börnin virki eins og vítamín fyrir sig. Til Benidorm og svo í Borgarnes Steinunn er fædd og uppalin í Reykjavík, á tvær systur og einn bróður. Hún útskrifaðist úr Fóst- urskóla Íslands árið 1992 og hefur einnig lokið B.ed námi við Kenn- araháskólann, náminu „Sterkari stjórnsýslu“ við Háskólann á Bifröst og er nú í stjórnandanámi hjá End- urmenntun Háskóla Íslands. Stein- unn starfaði í leikskóla í Reykjavík til að byrja með eða þar til hún flutti í Borgarnes árið 1995. En hvers vegna ákvað hún að flytja í Borgar- nes? ,,Ég kynntist manni úr Borg- arnesi,” segir hún og hlær. Stein- unn var einhleyp og leigði íbúð með Helgu Georgsdóttur vinkonu sinni í Reykjavík en þær höfðu saman lokið námi í Fósturskólanum. ,,Ég skellti mér til Benidorm með systur minni og var ekki búin að vera þar nema í sex klukkustundir þegar ég hitti Jó- hannes Gunnar Harðarson, núver- andi eiginmann minn og við höfum verið saman síðan. Þess vegna ákvað ég að flytja hingað skömmu eftir að við kynntumst. Helga vinkona mín sem ég leigði með kynntist svo vini hans Jóhannesar og við fluttum því báðar hingað og fengum vinnu í Klettaborg,” segir hún og bætir við að Helga hafi unnið í Klettaborg þar til á síðasta ári þegar hún flutti aftur til Reykjavíkur. Varð strax ein af fjölskyldunni Steinunn segist hafa kunnað vel við sig í Borgarnesi frá upphafi en að þó hafi verið erfitt að vera fjarri fjöl- skyldunni sinni fyrstu árin. ,,Það voru engin Hvalfjarðargöng á þess- um tíma og því var maður ekkert að skjótast til Reykjavíkur. En ég reyndi að vera dugleg að fara og fjölskyld- an mín var líka dugleg að heimsækja mig,” segir hún og heldur áfram. ,,En ég datt líka í lukkupottinn með tengdafjölskyldu. Tengdaforeldrar mínir tóku mér strax eins og dóttur og reyndust mér mjög vel, svo eign- aðist ég líka fjórar yndislegar mág- konur og kynntist góðu fólki hér í Borgarnesi svo þetta gat ekki verið betra.” Steinunn og Jóhannes eiga saman tvær dætur, 15 og 18 ára sem Steinunn segir vera ljósin í lífi sínu. ,,Við höfum verið ánægð hér í Borg- arnesi,” segir hún og brosir. Áhersla á að virkja og efla börnin Eftir aðeins tvö ár í Klettaborg varð Steinunn leikskólastjóri og hefur gegnt því starfi síðan, eða í 21 ár. ,,Að fá tækifæri til að vera leikskóla- stjóri hér þennan tíma er ómetan- legt,” segir hún. ,,Þetta er frábær leikskóli þar sem ríkir mikill metnað- ur og við erum alltaf að þróa starfið. Helstu áhersluatriði í leikskólastarf- inu eru leikskólalæsi, leiðtogahæfni, heilsuefling og einstaklingsmiðað nám. Fyrir nokkrum árum fórum við af stað með verkefnið ,,Leiðtog- inn í Mér/The Leader in Me,” sem snýst um að innleiða leiðtogahugsun, en slík menning felur í sér aðstæður þar sem hver einstaklingur fær tæki- færi til að byggja á sínum eigin styrk- leikum, það á bæði við um börnin og starfsfólkið. Í daglegu starfi fá börnin ákveðin leiðtogahlutverk sem stuðla að sjálfstæði, gleði og aukinni ábyrgð. Krakkafundirnir eru partur af verk- efninu og einnig ýmis leiðtogahlut- verk svo sem þjónaleiðtogar, hjálpar- leiðtogar, útileiðtogar, leikfimisleið- togar og ruslaleiðtogar sem sjá um að safna saman pappír og henda í grænu tunnuna, það er vinsælt hlutverk. Það er fátt sem jafnast á við að fylgj- ast með börnunum vaxa, þroskast og öðlast meira sjálfstraust og öryggi. Þau verða svo hreykin og ánægð við að fá hlutverk og finna fyrir ábyrgð- inni og traustinu sem fylgir,“ segir hún. „Börn eru að mínu mati besta fólkið, þau eru einlæg, skemmtileg, hreinskilin og svo dásamleg hvert og eitt á sinn hátt. Þau eru stór ástæða fyrir ánægju minni í starfi,“ segir Steinunn að endingu. arg/ Ljósm. Klettaborg. Leikskólinn Klettaborg varð 40 ára í liðinni viku Steinunn Baldursdóttir leikskólastjóri á Klettaborg til vinstri, með Heklu Vigdísi í fanginu, og Ásdís Baldvinsdóttir til hægri, með Amilíu í fanginu. Ljósm. arg. Hópur frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar kom í leikskólann á afmælisdaginn og sýndi börnunum atriði úr söngleikjunum Móglí og Litlu stúlkunni með eld- spýturnar. Börnin héldu dansball á afmælisdegi leikskólans. Rúmlega 80 gestir komu í kaffi á Klettaborg í tilefni dagsins. Börnin sáu um að búa til skraut fyrir afmælishátíðina.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.