Skessuhorn


Skessuhorn - 17.10.2018, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 17.10.2018, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2018 23 ur míns kom hún lögum samkvæmt með miklu valdi til að skrifa upp búið og ræða um, hvað gera skyldi. Var aðeins um tvær leiðir að velja. Önnur var sú, að taka upp allt sam- an, hin, að móðir mín héldi áfram búskap. Ekki mátti móðir mín neinu um þetta ráða og varla gefa orð í. Börn hennar voru sex, innan við fermingu, og þurfti því mikið að gefa með okkur, því ekki gat búið hrokk- ið til þess lengi, þar sem þrjú börnin voru innan við sex ára aldur. Á hinn bóginn þurfti að útvega ráðsmann og vetrarmann strax. Ég átti að sjá um skepnurnar, þar til vetrarmaður- inn kæmi. En hann fékkst enginn og kom því heldur ekki. Ég varð því að sjá um skepnurnar þann vetur allan, og tókst það víst eftir vonum. Faðir minn var vanur að halda fé til beitar, því beit var oft góð. Hann stóð því oft hjá fénu, eins og þá var víða siður. Ég reyndi að gera þetta líka, eftir því sem þörf krafði og orka mín leyfði. Ég var mjög heilsugóð- ur og þurfti ekki að hlífa mér þess vegna. En lítið varð um úrræðin út á við annað en þessi björg, sem kom heim á hestunum, úr síðustu ferð föður míns. Næsta vor fékkst ráðsmaður til móður minnar. Hann var ungur og ekki til þess fallinn, enda ráðinn af hreppsnefndinni. Nokkru fyrir jól fór þessi ráðs- maður að heiman eitthvað til sjávar, og kom ekki aftur fyrr en um vetr- arvertíðarlok og þá með lítinn feng. Ég varð því að sjá um skepnurnar þennan vetur eins og áður, og fer ég nú fljótt yfir sögu. Samt man ég vel enn marga atburði frá veru minni við skepnurnar úti í náttúrunni, og þeim gleymi ég sennilega aldrei. En það er bezt, að fortíðin feli þá í kistuhandraðanum, eins og svo margt annað. Mýsnar átu kverið Á öðrum vetri eftir lát föður míns var fenginn farkennari í hreppinn. Hann átti að kenna í fjórum stöð- um, svo að styttra væri fyrir börn- in að ganga til hans. Ég átti að fá að fara til hans, en það varð samt ekki nema einn dagur, því þá var enginn til að sinna skepnunum. Ég varð því að láta mér nægja að fara með barna- kverið mitt út í fjós og læra þar, þeg- ar tími var til þess. En hann var af skornum skammti. Og lítið mun ég hafa lært næsta dag. Ég táraðist eitt- hvað yfir kverið, lét það svo upp á veggjarpall í fjósinu og fór að gæta kinda. Þegar ég ætlaði að taka til þess næsta dag, voru veslings mýsn- ar búnar með það að mestu leyti. Nú var ekki hægt að kaupa kver, því ekki voru til aurar. En svo vel vildi til, að þrír strákar, sem ég þekkti, áttu gömul kver, og vantaði þó í öll. Upp úr þeim hafði ég þó eitt heilt kver, og varðveitti ég það nú betur. Mig hafði langað til að læra að skrifa, en lítil ráð voru til þess. Þegar ég stóð hjá fé á vetrum, páraði ég þó oft stafi í snjóinn með prikinu mínu, og hafði fyrir mér gömul umslög. Ég var orðinn það fær að lesa, að ég gat vel áttað mig á stöfunum, þegar ég vissi, hvert nafnið var. Þetta stytti mikið tímann, þegar kuldi og sultur sóttu að mér. Sulturinn varð sárari Móðir mín bjó í fjögur ár. Á þeim tíma voru tveir ráðsmenn. Báðir fóru frá bjarglitlu heimili snemma vetrar. Varð ég því að hafa skepnu- hirðingu alla. Með ári hverju dróst búið saman, hvernig sem við kepptumst við, og hvernig sem við börnin öll reynd- um að hjálpa mömmu. Og jafnframt varð sulturinn sárari. Honum mun ég seint gleyma. Eftir þessi fjögur ár var allt upp étið. Þá varð mamma að hætta bú- skap. Oft var ég hálfþreyttur á þess- um árum, en oftar svangur. Ellefu ára var ég talinn með stærstu drengjum á mínum aldri, en minnstur var ég minna jafnaldra fimmtán ára. Myndir og minningar Mats Wibe Lund eru komnar út í bókinni Frjáls eins og fuglinn, sem bókaútgáf- an Skrudda gefur út. Í bókinni má finna 164 ljósmyndir og frásagnir af ýmsum uppákomum í starfi og kynnum Mats af fólki hér á landi í yfir 50 ár. Gaman er að geta þess að forsíðu bókarinnar prýðir ljósmynd af Snæfellsjökli. Samhliða útgáfu bókarinnar hefur verið opnuð ljós- myndasýning Mats í salnum Black box á neðri hæð Norræna hússins í Reykjavík. „Ég er nú orðinn 81 árs og finnst tímabært að nota þetta tækifæri til að líta um öxl og þakka fyrir mig. Eiginlegum myndastof- urekstri hef ég hætt fyrir löngu og hef nú bara lítið „greni“ heima hjá mér þar sem ég sinni myndasafninu mínu og reyni eftir megni að gera vel við þá sem til mín leita,“ segir Mats í samtali við Skessuhorn. Ljósmyndarinn Mats Wibe Lund fæddist í Noregi 1937 en flutti alkominn til Íslands 1966 þar sem hann hefur starfað síðan. Við- fangsefnin hafa bæði verið manna- myndatökur á stofu sem og verk- efni fyrir atvinnulifið og stjórnvöld. Líklegast er Mats þó best þekktur fyrir loftljósmyndir sínar af lands- lagi og átthögum. Landslags- og bæjarmyndir Mats eiga sinn fasta stað á fjölmörgum íslenskum heim- ilum og er óhætt að segja að hann hafi markað sér sérstöðu með þeim á íslenskum ljósmyndamarkaði og átt þar sviðið um áratuga skeið. Hann hefur tekið þátt í mörgum sýningum bæði hér heima og er- lendis og hefur haldið einkasýning- ar á Íslandi. Myndir hans hafa einn- ig birst í bókum og tímaritum og alskyns kynningargögnum, meðal annars hér í Skessuhorni, en blaðið hefur allt frá upphafi útgáfunnar átt mikið og gott samstarf við Mats. Mats sérhæfði sig snemma í loft- ljósmyndun og sem slíkur hefur hann flogið, mest með þyrlu, víða um landið. Hann lærði ljósmynd- un bæði í Konunglega norska flug- hernum, í Frakklandi og Þýska- landi. Hann hefur sýnt byggðaþró- un mikinn áhuga með endurtekn- um myndatökum yfir langt ára- bil. Mats hóf snemma skráningu á myndasafni sínu þar sem verulegur hluti er í dag aðgengilegur á vefn- um www.mats.photoshelter.com. Þar má leita eftir staðarnöfnum (í nefnifalli) en einnig eftir ýms- um efnisflokkum og kaupa mynd- ir beint án aðkomu hans hvort sem um er að ræða stafrænar myndir til birtingar eða fullunnar myndir til gjafa eða skreytinga. Ef þörf er á sérstökum tilboðum má hafa beint samband með Mats með tölvupóstu í gegnum vefinn. Átthagamyndirnar sínar hefur Mats sýnt bæði í félögum og dval- arstofnunum hér heima og á með- al Vestur-Íslendinga sem vilja sjá heimkynni forfeðranna sem fluttu út fyrir margt löngu. „Því eldri sem menn verða, því meir dvelur hugurinn við æskuslóðirnar,“ segir Mats. Vel unnar myndir eru því til- valdar gjafir. Bókin Frjáls eins og fuglinn er fáanleg í öllum helstu bókaversl- unum. mm Mats gefur út bókina Frjáls eins og fuglinn Bókaútgáfan Sæmundur hefur end- urútgefið hina frægu ævisögu Guð- mundar Einarssonar refaskyttu; Nú brosir nóttin, eftir Theódór Gunn- laugsson á Bjarmalandi. Guðmund- ur Einarsson á Brekku á Ingjalds- sandi var goðsögn í lifanda lífi. Hann var náttúrubarn sem litið var upp til fyrir einstaka hæfileika. Auk ævisögunnar birtast í hinni nýju út- gáfu viðaukar sem varpa frekara ljósi á líf refaskyttunnar, bæði skrif um Guðmund og skrif eftir hann sjálf- an. Að beiðni ritstjórnar Skessu- horns verður hér birtur kafli úr bók- inni. Gripið er hér ofan í söguna þar sem Guðmundur segir frá föður- missi en hann er þá ellefu ára gam- all. Næstu ár voru mikill sultartími, drengur sem var í stærra lagi ellefu ára gamall er minnstur sinna jafn- aldra fjórum árum síðar. (Millifyrir- sagnir eru blaðsins). Það er harðhaus, sem ekkert bítur á! Mamma mín stóð uppi með okk- ur sex systkinin innan við fermingu, og eitt aðeins hálfsmánaðar gamalt. Elztu systur mínar tvær voru farn- ar burtu, tvær dánar og ein var eftir heima sautján ára gömul. Og svo var það hún amma mín. Þetta var liðið í kotinu. Eftir nokkur ár gat þetta allt lagazt. En þá varð ég að standa mig. Það skyldi ég líka reyna. Já, sannar- lega skyldi ég gera allt, sem orkan leyfði. Það hefði pabbi gert. Og ekki þurfti að efast um mömmu. Að lokum náði ég jafnvægi. En það gat brostið, þegar ég kæmi heim. Ég dvaldi því í húsunum nokkra stund enn, því slíkt mátti ekki koma fyrir. Svo lagði ég af stað. Það var farið að halla degi. Þegar ég kom inn í baðstofuna, var allt eins og ég bjóst við. Það var búið að koma með hestana og segja lát föður míns. Hann hafði drukknað á heimleið, í svonefndum Grunna- firði, skammt norðan við Akranes. Það eina, sem ég bjóst ekki við að sjá, var nágrannakona okkar, sem var í baðstofunni. Hún var víst komin til að hugga þá sorgmæddu. Ég sá, að hún veitti mér strax eftirtekt. Þessi kona var eitthvað að segja. Annars var allt hljótt. Hjá okkur stóð amma mín, Helga Salómonsdóttir, þá átta- tíu ára gömul. Hún var búin að missa þrjá menn sína, og faðir minn var tólfta barnið sem hún missti. Ekki virtist þessi nágrannakona geta tekið hlutdeild í kjörum okk- ar allra jafnt. Hún hafði eitthvað orð á því við ömmu, að hún væri nú orðin þessu svo vön. Ekki lét amma þetta á sig fá, enda svaraði hún með þögninni. Hún mun ekki hafa grátið framan í hana, fremur en aðra. Allt í einu lítur grannkonan til mín og segir: „Hann Gvendur er heldur ekki hryggur. Það er harð- haus, sem ekkert bítur á.“ Þá stóðst amma mín ekki mátið. Hún gekk að grannkonunni, og ég sá, að aug- un leiftruðu. Ég hélt hún ætlaði að berja hana, því hún var með reiddan hnefann. En svo stanzar hún rétt hjá henni og segir: Utan manninn allir sjá orð og gjörðir heyra. Hugskotsranninn horfa’upp á held ég kosti meira.“ Amma mín mun hafa séð betur, hvað mér leið. Hún vissi líka hvað það var að dylja sorgina. Ég sleppi því hér að segja meira frá líðan minni þennan dag, og næstu daga og nætur. Ég var mest úti við og hugsaði um blessaðar skepnurn- ar. Þar undi ég mér bezt, enda hafði ég nóg að gera. Ég kom ekki inn fyrr en seint á kvöldin. Mamma mín svaf víst heldur ekki mikið næstu nætur. Allar stundir, sem ég vissi af mér, var hún að hamast við verk. Og ég fór nærri um, hvernig henni leið, þótt hún segði ekkert. Dauða föður míns bar að með þeim hætti, að hann hafði eitthvað tafizt á Akranesi, og beiddi hann samferðamenn sína fyrir hestana, þar til hann næði þeim. En yfir Grunnafjörð er langur vegur, sem þá er farinn til að stytta sér leið. Þá þurfti að sæta sjávarföllum, þ.e. að fara þá leið, meðan fjara var. Þegar faðir minn lagði á vöðin, var talsvert farið að flæða, en ung- ur og óreyndur hestur, sem hann sat á. Vissu samferðamenn hans ekkert hvað leið, fyrr en hundurinn Skuggi, sem fylgdi honum, kom til þeirra, en hann skildi aldrei við pabba. Grun- aði þá strax, hvernig komið var, enda reyndist það svo. Ég minntist á aldur ömmu. Hún fór að jarðarför föður míns. Og þeg- ar hún stóð á grafarbakkanum síð- ast, heyrðist hún mæla: Sárum renni ég sorgar hug, son minn, að moldum þínum. Nú finn ég dvína dug og hug í djúpum raunum mínum. Talið var að amma mín hefði unnað föður mínum mest af börn- um sínum. Þegar hún missti síð- asta mann sinn, ól hún barn á með- an hann stóð uppi. Fjórum dögum síðar var hann jarðaður. Þá fór hún á fætur og fylgdi honum til grafar. Tveggja tíma gangur var til kirkju og mikil ófærð. Hún fór heim sam- dægurs. Og eftir þá ferð fór hún ekki í rúmið til að liggja. Ráðlítill ráðsmaður Þá víkur sögunni til hreppsnefnd- arinnar. Skömmu eftir andlát föð- Út er komin bókin - Nú brosir nóttin Þegar faðir minn dó

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.