Skessuhorn


Skessuhorn - 17.10.2018, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 17.10.2018, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 201824 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 TEK AÐ MÉR GARÐAÚÐUN ALLA DAGA VIKUNNAR GARÐAÚÐUN REYNIS SIG SÍMI: 899-0304 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is www.skessuhorn.is Samkvæmt lögum um húsnæðismál og lögum um félagsþjónustu sveit- arfélaga ber sveitarstjórn ábyrgð á og á að hafa frumkvæðið að því að leysa húsnæðisþörf. Í því skyni skal sveitarstjórn fylgjast með þörf á húsnæði í sveitarfélaginu. Sveitar- stjórn ber því eftir sem kostur er að tryggja framboð af leiguhúsnæði, félagslegu kaupleigu húsnæði og/ eða félagslegum eignaríbúðum. Undirriðuð lagði fram eftirfar- andi bókun á fundi byggðarráðs 26. september síðastliðinn: „Fulltrúar Framsóknarflokksins í sveitarstjórn hvetja til þess að Borgarbyggð verði þátttakandi í tilraunaverkefni sem nú er auglýst á vegum Íbúðalána- sjóðs. Markmið verkefnisins er að fjölga íbúðarhúsnæði og bregðast með þeim hætti við húsnæðisvanda sem hamlar uppbyggingu í sveit- arfélaginu. Brýnt er að ljúka hús- næðisáætlun sveitarfélagsins sem er grundvallarforsenda fyrir þátt- töku.“ Ekki liggur enn fyrir hvaða 2-4 sveitarfélög á landinu það verða sem munu svo taka þátt í umræddu tilraunaverkefni. En það sem mikil- vægast er er að Borgarbyggð ljúki við húsnæðisáætlun fyrir sveitar- félagið sem fyrst. Atvinnu- og hús- næðismál eru því miður sárlega fyr- irferðarlítil í sveitarstjórn. Tímabært er að sveitarfélagið fari nú í það að bretta upp ermarnar og sýni í verki vilja til þess að styðja við fjölgun íbúa og bæta skilyrði fyrir vexti og viðgangi fyrirtækja í Borgarbyggð. Skortur á íbúðarhús- næði má ekki standa uppbyggingu fyrir þrifum. Fyrir kosningar ræddu fulltrúar allra flokka um mikilvægi þess að styðja við atvinnuuppbygg- ingu á svæðinu. T.a.m. með því að fara í endurskoðun á gatnagerðar- gjöldum og fasteignagjöldum. Lít- ið hefur farið fyrir áætlunum og umræðum í þá átt hjá meirihluta sveitarstjórnar. Sveitarstjórn verð- ur að láta til sín taka ef við ætlum ekki að vera eftirbátar þeirra sveit- arfélaga sem tilheyra atvinnusvæði höfuðborgarinnar. Borgin mun færast nær okkur í framtíðinni með bættum samgöngum. Því er nauð- synlegt í ljósi þess hve tímafrek og langdregin skipulagsmál eru að hefjast handa strax við það að kalla t.d. eftir aðkomu leigufélaga sem ekki eru hagnaðardrifin til að taka þátt í uppbyggingu á leiguhúsnæði í langtímaleigu í Borgarbyggð. Akraneskaupstaður hefur þegar gert samning við leigufélagið Bjarg um uppbyggingu á 33 leiguíbúðum sem verða afhentar 2019. Hér hafa þessir mál varla verið rædd! Ekki erum við að glíma við skort á landi, hvorki þegar kemur að íbúðarhús- næði eða lóðum fyrir fyrirtæki. Því vil ég hvetja meirihluta sveit- arstjórnar til að halla sér ekki aft- ur í stólum sínum heldur gefa sig af heilum hug að því verkefni sem þau hafa tekið að sér; að byggja upp Borgarbyggð. Guðveig Eyglóardóttir Höf. er oddviti Framsóknarflokks í sveitarstjórn Borgarbyggðar. Værukæri meirihluti Pennagrein Í febrúar 2017 birtust í fréttabréfi FEBAN hugleiðingar og áskoran- ir til bæjaryfirvalda um uppbygg- ing og stefnu í málefnum 60+. Það er full ástæða til að rifja þessar hugmyndir upp. Það er ánægju- legt að sjá í ákvörðunum síðan þá, að bæjaryfirvöldum er greinilega annt um þennan hóp og hefur ver- ið að leggja áherslu á framþróun málaflokksins og stefnir í að sum þessara markmiða náist fljótlega. En til frekari áhersluauka, þá vil ég benda á að frá árinu 2015 hef- ur íbúum hér á Akranesi fjölg- að um 7,3%, en íbúum 60 ára og eldri hefur fjölgað um 15,3% (við- miðun er 1. janúar), þannig að það verður að halda vel á spöðunum svo við drögumst ekki aftur úr sem gott samfélag fyrir þriðju kynslóð- ina. En eftirfarandi var skrifað á sín- um tíma í ofangreint fréttbréf í áskorunartón til bæjaryfirvalda: 1. Staðið verði við að þjónustu- miðstöð eldri borgara verði byggð á Dalbrautarreitnum í tengslum við uppbyggingu svæðisins. 2. Akraneskaupstaður skuldbind- ur sig til að vinna að því að byggja upp fimm leiðir, eða „stoðir“ fyr- ir frístundir 60+ og sem jafnframt getur nýst öðrum. Þær verði: 2.1. Frístundastoð. Hér yrði um að ræða samstarfssamning um uppbyggingu frístundahúss og félagsaðstöðu í samvinnu við Golfklúbbinn Leyni. 2.2. Íþróttastoð. Gert verði ráð fyrir athafnarými til heilsu- eflingar sérstaklega fyrir þriðju kynslóðina í fyrirhuguðu fim- leikahúsi. 2.3. Handverksstoð. Komið verði upp aðstöðu til alls kyns handverks með tækjum og tól- um til að skapa verk og gera við hluti úr tré, málmi, gleri og einnig þar sem rafmagn gæti komið við sögu. 2.4. Kennslu- og menntastoð. Frátekið verði sérstakt rými til að sinna tölvukennslu og nám- skeiðum fyrir eldri borgara. Það þarf að vera sérstaklega til þess gert og án þess að þurfi að vera með tilfæringar á búnaði í hvert skipti. 2.5. Salarstoð. Það hef- ur löngum legið fyrir að mik- il þörf er á viðunandi sal til að halda stærri samkvæmi, þorra- blót, fjölmenna fundi og árshá- tíðir svo að eitthvað sé nefnt. Það má nefna að salir eru ónot- aðir í húsnæði Hjúkrunarheim- ilisins Höfða, en það kemur ekki til skemmtanahalds þar, miðað við óbreyttan rekstur. En þar er eldhús, sem gæti sinnt öllum stofnunum bæjarins. Bæjarfélag af þessari stærðargráðu, þarf að geta boðið upp á eitthvað fleira en vita og íþróttahús til tónleika– og skemmtanahalds. Viljum við þó ekki gera lítið úr þeim skemmtistöðum sem starfa í bænum. Tónberg stendur auð- vitað fyrir sínu. Jóhannes Finnur Halldórsson Höf. er 60+, á óvissum aldri, og er íbúi á Akranesi Þriðja kynslóðin á Akranesi Pennagrein Pennagrein Ánægður er ég með metnaðinn hjá Reykjavíkurborg, engin meðal- mennska þar a ferðinni. Að kaupa höfundarréttarvarið gras (að vísu ekki sérlega fallegt) til skreyting- ar er klárlega punkturinn yfir i-ið. Líklega er höfundarréttarvarið gras „hannað“ af einhverjum ræktanda, kannski líka erfðabreytt, og flokk- ast þar með undir hönnun, og það er ekki nema sjálfsagt mál að borga vel fyrir hönnun. Annað mál með það sem guð skapaði, það er ekki höfundarréttarvarið og því í lagi að fara hvernig sem er með það og borga lítið. Að vísu er dálítið illa gert að flytja inn strá frá Danmörku þetta árið, þar varð uppskerubrest- ur og því skortur á heyi, en mark- aðslögmálin hljóta að ráða hvar þau strá lenda sem upp komust. Dansk- ir bændur geta bara keypt íslenskt hey í staðinn. Þrennt veldur mér þó dálitlum áhyggjum. Í fyrsta lagi hvarfl- ar það að mér að stráin kunni að bera þroskuð fræ og guð má vita hvar þau lenda. Það hlýtur að vera óþolandi ef höfundarréttarvarið erfðaefni lendir í höndunum á t.d. óvönduðum garðyrkjufræðingi. Í öðru lagi veit ég ekkert hvort svona dúnmelur þolir íslenska vetrarríkið, kannski óþarfi að hafa áhyggjur af því, alltaf hægt að kaupa meira af þessu. Í þriðja lagi velti ég fyrir mér heilbrigðiskröfum við svona inn- flutning. Ef ég vil flytja inn katt- argrey þarf hann alls konar heil- brigðisvottorð og svo að vera vik- um saman í einangrun (ég þori ekki að minnast á stærri og gagn- legri dýr þó þau standi hjarta mínu nær). Stráunum hefur væntanlega fylgt vænn skammtur af jarðvegi, uppfullum af lífverum sem eru mis- velkomnar hingað til lands. Skyldi þetta hafa farið í einangrun? Eða sótthreinsun? Eða skyldi MAST vita af þessu yfir höfuð? Til hamingju Reykjavík! Jón Gíslason, Lundi. Af höfundarréttarvörðu grasi www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.