Skessuhorn


Skessuhorn - 24.10.2018, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 24.10.2018, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 20184 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Katrín Lilja Jónsdóttir klj@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Vanræksla bætt upp með annarri vanrækslu Vegamál hafa löngum verið eitt heitasta umræðuefni okkar sem búum á landsbyggðinni. Allavega svo lengi sem ég man og ekkert lát verður á því í fyrirsjáanlegri framtíð. Í dreifbýli er fólk mun háðara góðum samgöngum, heldur en þeir sem skondrast geta milli heimilis og vinnu eða skóla á tveim- ur jafnfljótum, hjóli, strætó eða einkabíl. Þá skiptir ekki öllu máli hvort mal- bikaður vegur í þéttbýli er ójafn, við förum bara hægar. Það skiptir hins veg- ar íbúa í dreifbýli verulegu máli að vegir séu greiðfærir, þeim sé haldið við og endurnýjaðir eftir því sem umferð og aðstæður krefjast. Við búum við það hér á landi að vegagerð er framkvæmd af hinu opinbera. Ríkið sér um þjóðvegina og innan þéttbýlis stofnvegi að höfnum. Sveitar- félög sjá svo um gatnagerð og rukka húseigendur um gatnagerðargjöld til að standa straum af þeim kostnaði. Í tilfelli ríkisins byggjast framlög til vega- gerðar hins vegar á hreinni og klárri pólitík þar sem fáir eru vinir í raun - altsvo útfyrir hreppamörk. Það hefur margoft sannast að öflugur þingmaður, ég tala nú ekki um ráðherra, kippir hiklaust í spotta og potar framar í for- gangsröðina þeim verkefnum sem leitt gætu til vinsælda og jafnvel endur- kjörs við næstu kosningar. En svo vandast málið þegar kemur að fámennum, en um leið landstórum kjördæmum, eins og okkar. Norðvesturkjördæmi er einfaldlega svo gríðarlega víðfeðmt og samsett úr svo mörgum ólíkum hér- uðum að þar munu hagsmunir íbúa áfram stangast á. Við til dæmis vitum að vegirnir um Skógarströnd og Vatnsnes er ekki færir nema vel búnum bílum og krefjast meiri þolinmæði en miðlungsgóður ökumaður mögulega býr yfir. Þá veit alþjóð hvernig vegagerð er háttað í Gufudalssveit, eða öllu heldur hvernig henni er ekki háttað. Þrátt fyrir stóraukna umferð um Reykhólasveit og á suðurfirði Vestfjarða, hefur ekkert áunnist í vegabótum á þessum slóð- um í áratugi. Þrasað er um vegstæði og borið fyrir sig skipulagslögum. Málið í illleysanlegum hnút sem ekki sér fyrir endan á. Steinar Berg ferðaþjónn í Fossatúni í Borgarfirði hefur í áratug barist fyrir nýrri nothæfri vegtengingu milli Þingvalla og uppsveita Borgarfjarðar. Sá vegur hefur ótalmarga kosti og mun ef klárast létta verulega á umferð um ofsetna stofnvegi á suðvestanverðu landinu. Nú áratug síðar er búið að end- urnýja hluta Uxahryggjavegar, annars vegar um neðanverðan Lundarreykja- dal og að Brautartungu og hins vegar stóran hluta á svæðinu nærri Sand- kluftavatni. Tveir hlutar þeirrar leiðar eru enn óboðlegir og ekki hægt með góðri samvisku að kalla þá valkost í ferðum milli Suðurlands og Vesturlands. Steinar bendir á það í aðsendri grein í Skessuhorni í dag að sér virðist sem þeir sem leggja til nýja samgönguáætlun séu að svíkja eðlilegan framgang verksins. Þar með sé verið að kasta á glæ þeim gríðarlega ávinningi sem felst í slíkri vegtengingu. Steinar bendir á að nú eigi að veita nær öllu fjármagni til nýframkvæmda á Vestursvæði í að leggja fyrrnefndan veg um Gufudals- sveit og nýframkvæmdum á Vesturlandi haldið á ís á meðan næstu fimm ár að minnsta kosti. Segir hann að í drögum að samgönguáætlun sé falið algjört ákvörðunar- og framkvæmdaleysi í samgöngum á öllu Vesturlandi. Hún end- urspegli þá snautlegu sýn að vanrækslu á einu svæði megi bæta með því að auka vanrækslu á öðru. Óttast hann að þessi frestun á vegagerð um Uxa- hryggi gæti allt eins orðið upptakturinn að því að verkið verði slegið af og bætir við að þau sjónarmið séu vel kunn að miklu betra sé að halda traffíkinni á Suðurlandi og óþarfi að tappa henni af til vesturs! „Sunnlenskur ráðherra hefur séð um að brugga samgöngukokteilinn og vestlenskir fulltrúar íbúanna súpa meðvirkir á. Eða hvað,“ spyr Steinar. Já, umræðan um vegamál verður áfram pólitísk og þar gætir meiri hreppapólitíkur en í flestu öðru. Magnús Magnússon Lista- og menningarhátíðin Vöku- dagar á Akranesi hefst með svoköll- uðum upptakti í Tónbergi í kvöld. Á morgun hefst hátíðin síðan form- lega og stendur yfir fram á sunnu- dag 4. nóvember. Dagskráin er þétt skipuð alla dagana og verða við- burðir haldnir um allan bæ. Má sem dæmi nefna að kvöldvöku með hljómsveitinni Á móti sól og tón- leika á Gamla kaupfélaginu, stór- tónleikana Í takt við tímann í Bíó- höllinni og listsýningar um allan bæ. Allar nánari upplýsingar um Vökudaga má sjá í ítarlegri dagskrá hér í Skessuhorni. arg/ Ljósm. úr safni. Vökudagar að hefjast á Akranesi Á íþróttasíðum blaðsins í dag má sjá frétt þar sem greint er frá því að þátttaka á einmenningsmóti i boccia sem íþróttafélög eldri borg- ara halda reglulega á Vesturlandi, hafi verið með dræmara móti að þessu sinni. Ástæðan var sögð að um helmingur reglulegra þátttak- enda á mótunum var staddur á er- lendri grundu. Undanfarna daga stóðu auk þess vetrarfrí yfir víða í skólum í landshlutanum og voru þá óvenju margir á ferð og flugi. mm Vestlendingar margir á faraldsfæti Ferðaskrifstofan Plúsferðir var í síðustu viku með ferðaleik sem dregið var um á föstudaginn. Vinningshafi hafði tólf tíma til að ferðbúast fyrir óvænta skemmtiferð til Marrakesh í Marokkó. Hinir heppnu voru parið Helga Kristín Bjarnadóttir og Sigurður Óskar Guðmundsson frá Akranesi. Hér eru þau alsæl um liðna helgi með heimamanni í Marrakesh. Ljósm. Plúsferðir. Borgfirskir bændur og kollegar þeirra víðar af landinu eru nú staddir í bændaferð í Ísrael þar sem Snorri Sigurðsson er fararstjóri. Hér má sjá nokkra þeirra í Ciaseria, leikhúsi Cesars. F.v. Guðrún Sigurjónsdóttir, Sveinbjörn Eyjólfsson, Sigrún Sól- mundardóttir, Haraldur Magnússon, Karitas Þ Hreinsdóttir og Pétur Diðriksson. Tími vetrardekkja er kominn víða um land, sér í lagi á heiðum. Hjá mörgum er það fastur liður að skipta um dekk tvisvar á ári á meðan aðrir eru á dekkjum sem notuð eru bæði sumar og vetur. Hvaða gerð sem notuð er, skiptir öllu að dekkin séu góð. Á veturna á mynstursdýptin að vera a.m.k. 3 mm og gripið gott, sama í hvaða aðstæðum ekið er í. Undanfarna vetur hefur trygg- ingafélagið VÍS kannað ástand dekkja á tjónabílum. Þar hef- ur þróunin verið mjög jákvæð. „Hlutfall sumardekkja hefur far- ið úr 13% þegar verst lét niður í 2% og hlutfall bíla með mynst- ursdýpt undir 3 mm farið úr 65% niður í 8%.“ Þá segir að loftþrýst- ingur í dekkjum hafi komið illa út í síðustu könnun en þá var 43% ökutækja ekki með réttan þrýst- ing. „Við hvetjum ökumenn til að gæta sérstaklega að ástandi dekkja, tryggja að gæði séu góð, þrýsting- ur réttur og að dekkin séu tjöru- þvegin reglulega,“ segir í tilkynn- ingu VÍS. mm Góð dekk margborga sig Rjúpnaveiðitímabilið hefst næst- komandi föstudag. Munu veiðidagar verða tólf og skiptast á fjórar helg- ar á tímabilinu 26. október til 18. nóvember. Veiðimenn eru hvattir til að fara eftir öllum reglum varðandi öryggi þeirra á ferðum, ekki síst þeg- ar allra veðra er von. Mikilvægt er að hafa eftirfarandi atriði að leiðarljósi: • Kynna sér færð og veðurspá áður en haldið er í veiðiferð. • Öryggi er fólgið í því að vera ekki einn á ferð. • Skilja ferðaáætlun eftir hjá aðstad- endum. Þar þarf að koma fram hvert á að fara, hvaða leið á að velja, hverj- ir verða með í för, hvenær heimkoma er áætluð og hvaða búnaður er með í för. • Hafa fjarskiptatæki með í för og gæta að hleðslu rafhlaða. • Hlaða 112 snjallsímaforritinu nið- ur ef síminn býður upp á það. • Hafa kort og áttavita meðferðis og kunna að nota það. • Hafa farartækið í lagi og gæta þess að það sé á vetrardekkjum. • Hafa nauðsynlegustu verkfæri og viðgerðarbúnað fyrir bílinn með ásamt skóflu og teygjuspotta. • Vanda val á fatnaði. Klæðast nokkr- um lögum og skjólgóðum utanyfir- fatnaði í áberandi lit. • Velja vatnshelda grófbotna skó sem styðja vel við ökkla. • Taka orkuríkt nesti með, vökva og neyðarnesti. • Hafa byssu ekki hlaðna í bílnum og hafa öryggið ávallt á á göngu með byssuna. • Gæta að því að fleiri rjúpnaveiði- menn geta verið á svæðinu. • Hafa þekkingu á skyndihjálp og sjúkragögn meðferðis. • Festa allan farangur niður. mm/ Ljósm. Guðbjörg Ólafsdóttir Rjúpnaveiðitímabilið að hefjast

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.