Skessuhorn


Skessuhorn - 24.10.2018, Page 5

Skessuhorn - 24.10.2018, Page 5
Vegamál hafa löngum verið eitt heitasta umræðuefni okkar sem búum á landsbyggðinni. Allavega svo lengi sem ég man og ekkert lát verður á því í fyrirsjáanlegri framtíð. Í dreifbýli er fólk mun háðara góðum samgöngum, heldur en þeir sem skondrast geta milli heimilis og vinnu eða skóla á tveim- ur jafnfljótum, hjóli, strætó eða einkabíl. Þá skiptir ekki öllu máli hvort mal- bikaður vegur í þéttbýli er ójafn, við förum bara hægar. Það skiptir hins veg- ar íbúa í dreifbýli verulegu máli að vegir séu greiðfærir, þeim sé haldið við og endurnýjaðir eftir því sem umferð og aðstæður krefjast. Við búum við það hér á landi að vegagerð er framkvæmd af hinu opinbera. Ríkið sér um þjóðvegina og innan þéttbýlis stofnvegi að höfnum. Sveitar- félög sjá svo um gatnagerð og rukka húseigendur um gatnagerðargjöld til að standa straum af þeim kostnaði. Í tilfelli ríkisins byggjast framlög til vega- gerðar hins vegar á hreinni og klárri pólitík þar sem fáir eru vinir í raun - altsvo útfyrir hreppamörk. Það hefur margoft sannast að öflugur þingmaður, ég tala nú ekki um ráðherra, kippir hiklaust í spotta og potar framar í for- gangsröðina þeim verkefnum sem leitt gætu til vinsælda og jafnvel endur- kjörs við næstu kosningar. En svo vandast málið þegar kemur að fámennum, en um leið landstórum kjördæmum, eins og okkar. Norðvesturkjördæmi er einfaldlega svo gríðarlega víðfeðmt og samsett úr svo mörgum ólíkum hér- uðum að þar munu hagsmunir íbúa áfram stangast á. Við til dæmis vitum að vegirnir um Skógarströnd og Vatnsnes er ekki færir nema vel búnum bílum og krefjast meiri þolinmæði en miðlungsgóður ökumaður mögulega býr yfir. Þá veit alþjóð hvernig vegagerð er háttað í Gufudalssveit, eða öllu heldur hvernig henni er ekki háttað. Þrátt fyrir stóraukna umferð um Reykhólasveit og á suðurfirði Vestfjarða, hefur ekkert áunnist í vegabótum á þessum slóð- um í áratugi. Þrasað er um vegstæði og borið fyrir sig skipulagslögum. Málið í illleysanlegum hnút sem ekki sér fyrir endan á. Steinar Berg ferðaþjónn í Fossatúni í Borgarfirði hefur í áratug barist fyrir nýrri nothæfri vegtengingu milli Þingvalla og uppsveita Borgarfjarðar. Sá vegur hefur ótalmarga kosti og mun ef klárast létta verulega á umferð um ofsetna stofnvegi á suðvestanverðu landinu. Nú áratug síðar er búið að end- urnýja hluta Uxahryggjavegar, annars vegar um neðanverðan Lundarreykja- dal og að Brautartungu og hins vegar stóran hluta á svæðinu nærri Sand- kluftavatni. Tveir hlutar þeirrar leiðar eru enn óboðlegir og ekki hægt með góðri samvisku að kalla þá valkost í ferðum milli Suðurlands og Vesturlands. Steinar bendir á það í aðsendri grein í Skessuhorni í dag að sér virðist sem þeir sem leggja til nýja samgönguáætlun séu að svíkja eðlilegan framgang verksins. Þar með sé verið að kasta á glæ þeim gríðarlega ávinningi sem felst í slíkri vegtengingu. Steinar bendir á að nú eigi að veita nær öllu fjármagni til nýframkvæmda á Vestursvæði í að leggja fyrrnefndan veg um Gufudals- sveit og nýframkvæmdum á Vesturlandi haldið á ís á meðan næstu fimm ár að minnsta kosti. Segir hann að í drögum að samgönguáætlun sé falið algjört ákvörðunar- og framkvæmdaleysi í samgöngum á öllu Vesturlandi. Hún end- urspegli þá snautlegu sýn að vanrækslu á einu svæði megi bæta með því að auka vanrækslu á öðru. Óttast hann að þessi frestun á vegagerð um Uxa- hryggi gæti allt eins orðið upptakturinn að því að verkið verði slegið af og bætir við að þau sjónarmið séu vel kunn að miklu betra sé að halda traffíkinni á Suðurlandi og óþarfi að tappa henni af til vesturs! „Sunnlenskur ráðherra hefur séð um að brugga samgöngukokteilinn og vestlenskir fulltrúar íbúanna súpa meðvirkir á. Eða hvað,“ spyr Steinar. Já, umræðan um vegamál verður áfram pólitísk og þar gætir meiri hreppapólitíkur en í flestu öðru. Magnús Magnússon HÚSNÆÐI FYRIR ALLA Húsnæðisþing verður haldið þriðjudaginn ��. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica við Suðurlandsbraut frá kl. ��:��–��:��. Skráning hafin á ils.is/hus���� ��:�� Morgunmatur ��:�� Fasteignamarkaðurinn — vandamál og lausnir ∙ Ólafur Heiðar Helgason Fasteignamarkaður á krossgötum ∙ Guðrún Ingvarsdóttir Sjónarhorn framkvæmdaaðila ∙ Pallborðsumræður aðila á fasteignamarkaði ∙ Hvað svo? Fundarmenn forgangsraða ��:�� Leigumarkaðurinn — vandamál og lausnir ∙ Una Jónsdóttir Ný könnun á viðhorfum leigjenda ∙ Svandís Nína Jónsdóttir Hvernig býr fólk á leigumarkaði? ∙ Vox POP: Fólkið á götunni ∙ Pallborðsumræður aðila leigumarkaðarins ∙ Hvað svo? Fundarmenn forgangsraða ��:�� Hádegishlé ∙ Hægt að skrá sig í hádegisverð Skráning nauðsynleg — greitt á staðnum ��:�� Stjórnvöld — vandamál og lausnir ∙ Erindi: Hvað eruð þið eiginlega að gera? ∙ Ásmundur Einar Daðason Húsnæði fyrir alla ∙ Sigrún Ásta Magnúsdóttir Húsnæðisuppbygging og áætlanagerð ∙ Hvað svo? Fundarmenn forgangsraða ��:�� Landsbyggðin — vandamál og lausnir ∙ Elmar Erlendsson Jöfn tækifæri til uppbyggingar, óháð búsetu ∙ Erindi: Að búa utan suðvesturhornsins ∙ Erindi: Vinna, húsnæði, fólk ∙ Pallborðsumræður um lausnir á landsbyggðinni ∙ Hvað svo? Fundarmenn forgangsraða ��:�� Kaffi og meðlæti ��:�� Höfuðborgarsvæðið — vandamál og lausnir ∙ Erindi: Fjölbreytni og sveigjanleiki í búsetuformum ∙ Valgerður Jónsdóttir Geðheilbrigði og húsnæði ∙ Elísabet Brynjarsdóttir Húsnæði fyrir ungt fólk ∙ Johanna Van Schalkwyk Welcome to Iceland ∙ Pallborðsumræður um lausnir fyrir höfuðborgarsvæðið ∙ Hvað svo? Fundarmenn forgangsraða ��:�� Samantekt og fundarlok ∙ Fundarstjóri dregur saman helstu niðurstöður þingsins ��:�� Húsnæðisþingi slitið Fundarstjóri: Brynja Þorgeirsdóttir

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.