Skessuhorn


Skessuhorn - 24.10.2018, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 24.10.2018, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 20188 Þorsteinsmót í tvímenningi VESTURLAND: Laugardag- inn 24. nóvember næstkomandi er fyrirhugað að halda Þorsteins- mót í tvímenningi í bridds. Spilað verður í Logalandi og byrjað á há- degi. Mótið var fyrst haldið fyrir ári síðan og reyndist eitt sterkasta briddsmót sem haldið hefur verið í landshlutanum. Þetta er silfur- stigamót og haldið til minning- ar um Þorstein Pétursson kenn- ara frá Hömrum sem lést 2017. Þorsteinn var ötull forvígismað- ur briddsíþróttarinnar, kenndi spilið víða í héraðinu og tók virk- an þátt í félagsstarfi hreyfingar- innar. Bridgefélag Borgarfjarðar varð m.a. undir forystu Þorsteins annað stærsta briddsfélag lands- ins. Það var Ágúst Þorsteinsson frá Hömrum sem sér um skipu- lagningu mótsins ásamt Þorvaldi Pálmasyni og félögum í Bridge- félagi Borgarfjarðar. Skráning fer fram á vef Bridgesambands Ís- lands; bridge.is. Á fyrsta mótinu voru heimamenn sigursælir, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. -mm Styttist í fyrsta ungmennaþingið VESTURLAND: Ungmenna- þing Vesturlands verður hald- ið í fyrsta sinn dagana 2. og 3. nóvember næstkomandi. Verð- ur það haldið að Laugum í Sæ- lingsdal. Sveitarstjórnarfulltrú- um á Vesturlandi er boðið að taka þátt í dagskrá þingsins á laugar- deginum. Ungmennaþingið er samstarfsverkefni sveitarfélag- anna á Vesturlandi, ungmenna- ráða þeirra og SSV, en verkefnið er áhersluverkefni í Sóknaráætl- un Vesturlands. Markmið þings- ins er meðal annars að kalla sam- an ungmenni úr landshlutanum á aldrinum 14-25 ára. Ræða á um hagsmunamál þeirra og við- horf til ýmissa hluta í landshlut- anum. Auk þess að skapa vettvang þar sem ungu fólki og kjörnum fulltrúum gefst tækifæri til sam- ræðu. Sömuleiðis er ungmenna- þingi ætlað að stuðla að því að stofnuð verði ungmennaráð í öll- um sveitarfélögum landshlutans, sem og að stofnað verði Ung- mennaráð Vesturlands sem reglu- lega fundi með stjórn SSV. -kgk Vetrarstarf Briddsfélags Akraness hafið AKRANES: Briddsfélag Akra- ness hóf vetrarstarf sitt síðast- liðið fimmtudagskvöld. Fámennt var en góðmennt, eins og oft er á fyrsta kvöldinu þegar starfið er að hefjast. Slegið var upp í létt- an tvímenning og spilað á þrem- ur borðum. Frændurnir Alfreð Þór Alfreðsson og Viktor Björns- son enduðu efstir með 69 stig eða 57,5% skor. Næstir voru Tryggvi Bjarnason og Þorgeir Jósefsson með 66 stig eða 55% skor og í þriðja sæti hinir óskyldu Karl og Jón Alfreðssynir með 63 stig eða 52,5% skor, en aðrir höfðu minna. Starfið heldur áfram með sama sniði og undanfarin ár, spil- að er á fimmtudagskvöldum kl. 19:30 í sal Félags eldri borgara á Akranesi og nágrenni að Kirkju- braut 40. -kgk Villi býður sig fram til varaforseta LANDIÐ: Vil- hjálmur Birgisson formaður Verka- lýðsfélags Akra- ness tilkynnti í fyrrakvöld að hann sækist eftir embætti eins af varaforsetum Al- þýðusambands Íslands. Þing ASÍ hefst í dag, miðvikudag. „Ástæð- an fyrir þessari ákvörðun minni er ákall frá hinum almenna félagsmanni um að breytingar verði gerðar á æðstu forystu ASÍ. Ég tel mig svo sannarlega geta lagt mín lóð á vogarskálina til að gera ASÍ að því afli sem til þarf við að berjast fyrir brýnum hags- munamálum íslenskri alþýðu til hagsbóta,“ skrifað Vilhjálmur á Facebook síðu sína. „Allir sem hafa fylgst með skrifum mínum og hlustað á ræður mínar á liðn- um árum vita að ég hef á undan- förnum árum verið mjög gagn- rýninn á forystu ASÍ því ég tel og er sannfærður um að hægt sé að gera mun betur í að berjast af alefli fyrir réttlátara samfélagi fyrir okkar félagsmenn.“ Á síð- unni útlistar hann hver stefnu- mál hans verða hljóti hann kosn- ingu í eitt af voraforsetaembætt- unum. Forsetakjörið fer fram á föstudagsmorgun og ættu úrslit að liggja fyrir skömmu fyrir há- degi. -mm Valt út í skurð AKRANES: Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Akra- fjallsvegi með þeim afleiðing- um að fór út af veginum, valt og endaði á hvolfi ofan í skurði. Slysið varð til móts við Löngu- ása austan við Akranes laust fyr- ir klukkan tíu að kvöldi síðasta miðvikudags. Tveir voru í bíln- um. Við fyrstu athugun virtust meiðsli þeirra ekki hafa verið alvarleg, að sögn Lögreglunnar á Vesturlandi. Þeir hafi sloppið með eymsli og annar maðurinn með skurð á höfði. Mennirn- ir voru fluttir á Landspítalann í Fossvogi til aðhlynningar. -kgk Nýverið skrifuðu Guðrún Björg Að- alsteinsdóttir, skólameistari Mennta- skóla Borgarfjarðar, og Signý Jó- hannesdóttir, formaður Stéttar- félags Vesturlands, undir samkomu- lag milli MB og sjúkrasjóðs Stétt- Vest um stuðning við nemendur í formi endurgreiðslu á sálfræði- þjónustu. Samningurinn gildir út skólaárið 2019-2020 og er hugsað- ur sem forvörn gegn brottfalli nem- enda úr skóla. Sjóðurinn hefur áður styrkt nemendur MB með þessum hætti, undanfarin tvö skólaár, en nú var í fyrsta sinn samið um málið til tveggja ára. Hver nemandi getur fengið end- urgreiðslu eða styrk fyrir allt að fjór- um sálfræðitímum á hverju skóla- ári, gegn tilvísun námsráðgjafa MB. Skólinn greiðir fyrsta tímann en sjúkrasjóður StéttVest næstu þrjá, að hámarki. Skólayfirvöld sjá um að endurgreiða nemanda eða greiða sál- fræðingi eftir því sem við á. „Stjórn- endur Menntaskóla Borgarfjarðar eru afar þakklátir aðilum sjúkrasjóðs Stéttarfélags Vesturlands og vilja koma því á framfæri að þessi styrkur er ómetanlegur fyrir skólann,“ segir í tilkynningu á heimasíðu Mennta- skóla Borgarfjarðar. kgk Samið um endurgreiðslu sálfræðiþjónustu Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, skólameistari MB og Signý Jóhannesdóttir, formaður StéttVest, skrifa undir samkomulagið. Ljósm. Menntaskóli Borgarfjarðar. „Alþýðusambandi Íslands hefur ítrekað borist ábendingar vegna vinnu fanga af Kvíabryggju á al- mennum vinnumarkaði. Þar má nefna vinnu við fjölbýli sem verið er að gera upp fyrir langtímaleigu, uppgerð sveitabýlis fyrir gistiþjón- ustu og vinnu hjá flutningafyrir- tæki,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. Tekið er fram að ekki eru gerðar at- hugasemdir við betrunarvinnu sem slíka enda fari hún fram innan fang- elsis og í einhverjum tilfellum utan fangelsis eins og fram kemur í 25. gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsinga. „Í svari forstöðumanns fangels- ins Kvíabryggju við fyrirspurn ASÍ er staðfest að fangar sinna störfum, m.a. iðnaðarmanna á almennum vinnumarkaði. Jafnframt kemur fram að útseld vinna þeirra er 800 kr. á tímann og að þeir fá greidd- ar 400 kr. á tímann og ávinna sér engin réttindi önnur. Hér er mik- ilvægt að árétta að betrunarvinnu við almenn störf á vinnumarkaði er hvorki ætlað vera í samkeppni við annað launafólk eða fela í sér félagsleg undirboð og réttinda- sviptingu fyrir þá sem störfin vinna. Lögin og greinargerðin sem vísað er til gera ráð fyrir því að fangi geti unnið utan fangelsis og að hann fái fyrir það skattskyld laun. Eng- ar heimildir eru til þess í lögum eða kjarasamningum að laun fyrir þá vinnu skuli ákveðin með öðrum hætti en önnur laun þ.e. lágmarks- kjör skv. kjarasamningum gilda sbr. l. 55/1980. Það sama á við um öll þau réttindi sem launafólk nýtur á grundvelli kjarasamninga og laga eins og t.d. veikindaréttur, lífeyris- réttur og tryggingar við vinnu og á leið til vinnu og í frítíma ef við á.“ ASÍ telur það fyrirkomulag sem gilt hefur um störf fanga utan fang- elsisins á Kvíabryggju og vakin hef- ur verið athygli á klárt brot á lög- um nr. 15/2016 um fullnustu refs- inga og hvetur fangelsið og fang- elsismálayfirvöld til þess að koma þessum málum í löglegt og rétt horf. „Alþýðusambandið áskilur sér allan rétt til þess að fylgja þessum athugasemdum eftir gagnvart þeim yfirvöldum sem í hlut eiga.“ mm Telja vinnu fanga brot á lögum um fullnustu refsinga Fangelsið á Kvíabryggju við Grundarfjörð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.