Skessuhorn


Skessuhorn - 24.10.2018, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 24.10.2018, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2018 15 „Læknum rofið land, ljóðin heiðrum dýr …" Rithöfundar lesa úr verkum sínum Mánudaginn 29. október kl. 20:00 á Bókasafni Akraness Sigurbjörg Þrastardóttir stýrir dagskrá Fram koma: Bjarni M. Bjarnason: Læknishúsið Bubbi Morthens: Rof Sigurbjörg Þrastardóttir: Hryggdýr Sólveig Jónsdóttir: Heiður Þórarinn Eldjárn: Vammfirring og Ljóðpundari Þórunn Jarla Valdimarsdóttir: Skúli fógeti SK ES SU H O R N 2 01 8 Bókasafn Akraness • Dalbraut 1 • s. 433 1200 bokasafn.akranes.is • bokasafn@akranessofn.is Allir velkomnir. Kaffiveitingar. Bækur til sölu á góðum kjörum. AKRANES Hvítárbrúin 90 ára Opnun sögusýningar í Safnahúsi 1. nóvember kl. 19.30 Fimmtudaginn 1. nóv. verða liðin 90 ár frá vígslu Hvítárbrúarinnar við Ferjukot. Þann dag opnum við yfirgripsmikla sýningu um brúna og er verkefnið helgað minningu Þorkels Fjeldsted í Ferjukoti. Sýningarstjóri er Helgi Bjarnason og hönnuður Heiður Hörn Hjartardóttir. Við opnunina verður boðið upp á kaffihressingu. Verið hjartanlega velkomin. 433 7200 - safnahus@safnahus.is Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi Sýningin er í Hallsteinssal. Hún er einn dagskrárliða á Menningararfsári Evrópu í samvinnu við Minjastofnun Íslands. Hún verður opnuð 1. nóv. kl. 19.30 með samkomu á neðri hæð Safnahúss og stendur til 12. mars 2019. Opnunartímar: kl. 13.00 - 18.00 virka daga eða eftir samkomulagi. Ókeypis aðgangur. Ef breytingar verða á auglýstum opnunardegi vegna veðurs verður það tilkynnt á www.safnahus.is Vel var mætt á minningarsamveru sem haldin var í Borgarneskirkju að kvöldi föstudagsins 12. október síð- astliðinn. Þar var Atla Snæs Jóns- sonar minnst, en þennan sama dag voru 22 ár frá fæðingu hans og ríf- lega 20 ár frá því hann lést. Ýmsir listamenn stigu á stokk og má þar nefna Svavar Knút, Þóru Sif, Daða, Anítu, Viðar og Barböru. Eng- inn aðgangseyrir var að tónleikun- um, en söfnunarbaukur var hafð- ur í anddyri þar sem gestir gátu minnst Atla Snæs og gefið í söfnun til styrktar Barnaspítala Hringsins, þar sem litli drengurinn bjó nánast allt sitt líf. Söfnuðust 370 þúsund krónur. Sædís Björk Þórðardóttir, móðir Atla Snæs, skipulagði minn- ingarsamveruna. Vill hún koma á framfæri kærri þökk til þeirra sem lögðu henni lið og þeim 200 gest- um sem komu á samverustundina. mm Húsfyllir á minningar- samveru um Atla Snæ Uppselt er á öll hjónanámskeið árs- ins hjá séra Þórhalli Heimissyni, en hann hefur staðið fyrir slíkum nám- skeiðum í 23 ár. Hann hefur nú opn- að fyrir skráningu á fyrsta hjóna- námskeið ársins 2019 sem haldið verður í Reykjavík 14. janúar næst- komandi. Námskeiðið verður með hefbundnum hætti, stuttir fyrirlestr- ar, verkefni, æfingar og samtal. Eft- ir námskeiðið fá pörin með heim sjö vikna heimaverkefni. „Námskeiðið hentar öllum ald- urshópum og tekur aðeins eina kvöldstund, hefst klukkan 19.00. Það er ætlað öllum pörum í sambúð, giftum jafnt sem ógiftum og henta bæði fyrir fólk sem vill gera gott samband betra og hin sem þurfa að taka á vandamálum. Fjallað er um ástina, samskipti, kynlífið, börnin, vinnuna, peningana, vandamál sem upp kunna að koma í sambúð - en fyrst og fremst lausnir og hvað hægt er að gera til að bæta og styrkja sam- bandið,“ segir í tilkynningu. mm Uppselt á hjóna- námskeið þessa árs Vitinn, félag áhugaljósmyndara á Akranesi, verður með ljósmyndasýningu í Tónlistarskóla Akraness á Vökudögum. Sýningin verður opnuð formlega föstudags- kvöldið 26. október kl. 19:30, en verður svo opin á opnunartímum Tónlistarskólans á meðan Vökudögum stendur. SK ES SU H O R N 2 01 8

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.