Skessuhorn


Skessuhorn - 24.10.2018, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 24.10.2018, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 201820 Grundfirðingurinn Ísak Marvins opnaði myndlistarsýningu sína, Innsýn, í Samkomuhúsi Grund- arfjarðar síðastliðinn fimmtu- dag og stóð hún fram á sunnu- dag. Sýningin var liður í dagskrá Rökkurdaga. Fjölskylda Ísaks er frá Grundarfirði og hefur hann miklar tengingar þangað en hann er tengdur ættunum frá Bár og Hellnafelli. Á sýningunni voru átta verk til sýnis. Meðal þeirra voru myndir sem tók hann tvö ár að mála og því mikil vinna sem liggur að baki. Ísak er einungis tvítugur að aldri og á því fram- tíðina fyrir sér í þessum bransa. Innblásturinn kemur frá hjart- anu og málar hann eftir tilfinn- ingu og upplifun hverju sinni. tfk Ísak Marvins hélt myndlistarsýningu Ísak Marvins með ömmu sinni Ernu Njálsdóttur. Þórunn Kristinsdóttir flutti í Grundarfjörð með manni sínum og börnum árið 1975 og hefur búið þar síðan. „Maður flutti þangað sem var húsnæði og vinnu að fá,“ segir Þórunn sem hefur alla sína at- vinnutíð starfað við fiskvinnslu og önnur tilfallandi störf. Hún starf- aði til margra ára fyrir Verkalýðs- félagið Stjörnuna í Grundarfirði og gegndi þar formannsstöðu. Hún og maðurinn hennar eiga fimm börn saman og tvö þeirra búa enn í Grundarfirði. Þórunn segir að hún og maðurinn hennar hafi haft það gott í Grundarfirði öll þeirra ár og bæði eru þau komin á eftir- laun núna. Þórunn á mikinn hlut í því hvernig verkalýðsmál þróuðust í Grundarfirði. Hún barðist meðal annars fyrir því að verkafólk fengi föst vikulaun. Þórunn er af þeirri kynslóð sem fæddist skömmu eftir seinna stríð. Hún er fædd í Reykja- vík árið 1947 þar sem hún ólst upp. „Foreldrar mínir eru af þeirri kynslóð sem er að reyna að berj- ast úr þeirri fátækt sem þau ólust upp við.“ Barátta er henni því ekki ókunn og henni finnst að kjör eldri borgara megi batna. Verkalýðskonan Þórunn hefur lagt sitt til samfélags- ins, bæði með vinnu utan heimilis, inni á heimilinu og sem formað- ur Verkalýðsfélagsins Stjörnunnar. „Ég flæktist einhvern vegin í þessi verkalýðsmál,“ segir hún hógvær en eftir smá stund bætir hún við til útskýringar. „Hér í Grundarfirði var mikil fiskvinnsla og flest land- verkafólk var fiskverkafólk,“ segir hún. Það var meðal annars ástæð- an fyrir því að þau hjónin fluttu í Grundarfjörð, þar var næga vinnu að fá. „Það var mikil uppbygging í Grundarfirði á þessum tíma. Nýir togarar að koma í höfnina og ver- ið að byggja íbúðarhús.“ Það var fólksfjölgun í bænum og flestir unnu í fiskinum. „Áður en samið var um fast vikukaup fyrir þetta fólk fékk það ekki laun þegar vinnsla féll niður vegna hráefnisskorts sem gat stafað meðal annars af brælum eða að skip sigldu með aflann. Ef vinna féll niður í meira en þrjá daga þurfti fólk að skrá sig atvinnulaust hjá verkalýðsfélaginu og félagið greiddi út atvinnuleysisbætur eftir að starfsmaður þess hafði farið með listann til fulltrúa sýslumanns sem kom hér annan hvorn fimmtudag.“ En eins og oft vill verða þá gat veðrið sett strik í reikninginn. „Ef fulltrúi sýslumannsins komst ekki til Grundarfjarðar tilsettan dag, til dæmis vegna veðurs eða ófærðar, þá varð þetta verkafólk að bíða eftir útborgun bóta í tvær vikur. Kolg- rafafjörðurinn var oft farartálmi vegna mikils roks og hálku.“ Þór- unni fannst þetta algjörlega óboð- legt. „Ég held að þetta hafi verið mín fyrstu afskipti af verkalýðsmál- um.“ Leikskólamálin mikið hagsmunamál Þórunn beitti sér líka fyrir því að settur var á fót leikskóli í Grund- arfirði. „Leikskólamálin voru mik- ið áhugamál ungs fólks á þessum tíma. Okkur fannst nauðsynlegt að hér væri leikskóli.“ Fyrir tilstuðl- an foreldra og Rauða kross deild- ar Grundarfjarðar var settur á stofn leikskóli eftir könnun hjá foreldr- um. Leikskólinn var opnaður í árs- byrjun 1977 og auðveldaði konum að komast út á vinnumarkaðinn. „Það var gerð krafa um að konur mættu í vinnu en það var líka gagn- rýnt að konur væru að vinna úti frá börnunum. En þessi vinna var fyrir hendi og karlarnir voru ekki nógu margir til að vinna öll þessi störf,“ segir Þórunn. Fyrirsjáanlegt ástand „Þegar ég hlusta á fréttaflutning af málefnum eldri borgara, þá finnst mér stundum eins og við séum baggi á samfélaginu. Þannig er umræðan,“ segir Þórunn. Árin eft- ir stríð, þegar hún fæðist, voru ár mikilla samfélagsbreytinga. Hún segir að foreldrar hennar hafi ung misst feður sína og lífsbaráttan hafi verið erfið á þeim tíma. „En þeim tókst ágætlega að vinna sig út úr fátæktinni, fluttu til Reykja- víkur, áttu öll þessi börn og tóku eina ömmu mína með sér,“ seg- ir Þórunn. Hún og systkini henn- ar voru sex og ein amma hennar bjó á heimilinu. „Mamma mennt- aði sig í karlmannsfatasaumi og pabbi fór í mótoristanám á Akur- eyri. En þessi lífsbarátta var hörð, sem mótaði okkur systkinin.“ Hún talar um ömmu sína sem þurftu að flakka á milli bæja í leit að vinnu til að hafa í sig og á. Lífsbaráttan hafi verið erfið á árum áður, en mikið hafi batnað. „Ég er fædd eftir stríð, fædd um miðja síðustu öld. Þá voru á hverju heimili fimm til sjö börn og flest lifðu. Það þarf engar gráð- ur til að reikna út að eftir 2010 og 2020 verður fullt af eldri borgur- um,“ segir Þórunn og þetta er það sem helst brennur á henni í dag. Mikil vinna fyrir lítil laun Henni er tíðrætt um þá vinnu sem fyrri kynslóðir og eldri borgarar hafi lagt til samfélagsins og að þeir fái alls ekki nægilega borgað til baka núna þegar þeir þurfi meiri aðstoð. „Konur hérna áður fyrr hlupu með skupluna á hausnum í hádeginu til að gera hádegismat fyrir börnin og mennina og hlupu svo með skupl- una á hausnum til baka aftur í vinn- una,“ segir Þórunn og bætir við að tímarnir séu breyttir núna. Nú séu heilsdagsskólar sem bjóða upp á heitan mat í hádeginu fyrir börn- in á öllum skólastigum. „Og vinnu- tíminn er almennt orðinn styttri og jafnari og það er bara gott mál.“ Þórunn starfaði til fjölda ára sem formaður Verkalýðsfélags Stjörn- unnar og barðist meðal annars fyrir því að verkafólk fengi fast vikukaup og að samið væri um starfsmennta- sjóð fyrir verkafólk sem almennt er með stutta skólagöngu. „Þeir hafa sannað sig eftir að samið var um þá árið 1997. Annars vorum við hjá Verkalýðsfélaginu Stjörnunni hér á Grunarfirði farin að greiða niður ýmis námskeið og meirapróf fyrir tíma starfsmenntasjóðanna.“ Eldri borgarar ekki það sama og öryrkjar Í dag sér Þórunn önnur markmið sem vert sé að starfa að; aðbúnaður eldri borgara. „Þótt ég viti ekki al- veg hvar ég ætti að berjast fyrir því. Það þarf engan með gráðu til að sjá að mín kynslóð er fjölmennari en aðrar á undan.“ Hún er ekki ánægð með þá framkomu sem eldri borg- urum er sýnd af samfélaginu. „Til dæmis það, að flokka eldri borg- ara alltaf með öryrkjum. Það passar ekki. Eldri borgara hafa lokið sinni starfsævi, en öryrkjar vilja kom- ast aftur út á atvinnumarkaðinn,“ bendir hún á. „Eldri borgarar þurfa eflingu,“ segir hún. Með eflingu á hún við námskeið og skipulagð- ar tómstundir. „Það þurfa að vera tölvunámskeið, og fjölbreytt hand- verksnámskeið og líkamsrækt. Það er mjög mismunandi hvernig bæj- arfélög og aðrir sem fara með þessi málefni standa sig gagnvart eldri borgurum, til dæmis hvað varðar húsnæði fyrir félagsstarf, heimilis- hjálp, heimahjúkrun og fleira.“ Þórunn hefur alla sína tíð unnið ásamt því að sinna uppeldi barnanna og heimili. „Mér finnst fólk sem hefur unnið fyrir sínu alla tíð ekki fá það þá aðstoð og umönnun sem það á skilið.“ Hún tekur dæmi um eiginmann sinn, sem starfaði í fisk- vinnslu og vann oft fram á nótt þá á unga aldri. „Þetta fólk er búið að vinna lengi við lélegar aðstæður og fær svo ekki þá eflingu og að- stoð sem það þarf á efri árum. Við eldri borgarar hlustum á í fjölmiðl- um um að við séum að yfirkeyra almannatryggingakerfið, lífeyris- sjóðina, heilbrigðiskerfið og fleira. Vegna langlífis okkar, en við eigum ekki að hætta að sækja það sem við þurfum og okkur ber og eigum rétt á. Við vorum jú alla tíð að berjast fyrir bættum kjörum, betri vinnu- aðstöðu, betra húsnæði og meiri menntun til að eiga góð efri ár.“ klj Búa þarf betur að eldri borgurum -Þórunn Kristinsdóttir, verkalýðskona, ræðir um aðbúnað eldri borgara Þórunn starfaði í mörg ár fyrir Verkalýðsfélagið Stjörnuna í Grundarfirði. Nú er hún komin á efri ár og sér að margt mætti betur fara í aðbúnaði eldri borgara.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.