Skessuhorn


Skessuhorn - 24.10.2018, Qupperneq 23

Skessuhorn - 24.10.2018, Qupperneq 23
MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2018 23 Við guðsþjónustu í Ólafsvíkur- kirkju um liðna helgi kynnti séra Óskar Ingi Ingason sóknarprest- ur nýtt barmmerki Ólafsvíkur- kirkju sem gefið hefur verið út. Merkið, sem er til í gylltri og silf- urlitaðri útgáfu, átti að koma út á afmælisári kirkjunnar en seinkun varð á. Það er selt til styrktar að- gengismálum kirkjunnar. Barm- merkin er hægt að fá í krikjunni, hjá sóknarpresti, sóknarnefndar- mönnum, kirkjuverði og í Versl- uninni Hrund. Það var gleði og fjör í Ólafsvík- urkirkju í léttguðsþjónustu síðasta sunnudag. Hún var með gleðibrag í kirkjunni. Sálmarnir í messunni voru með öðru sniði en venju- lega, en þeir voru í léttari kant- inum. Söng kirkjukór Ólafsvík- ur meðal annars Gullvagninn og Good night sweetheart. Að venju las fermingarbarn ritningarlestur og í ræðu sinni fjallaði séra Óskar Ingi um gleðina og það sem henni fylgir. Að messu lokinni var boðið upp á kaffisopa og spjall í safnað- arheimili kirkjunnar. þa Barmmerki til styrktar aðgengis- málum Ólafsvíkurkirkju Marzena Ewa Dukarska er fædd og uppalin í Póllandi en hefur ver- ið búsett í Borgarfirðinum í 17 ár. Ewa féll fyrst fyrir Íslandi þegar hún var unglingur. Þá var hún að skoða bók með myndum frá hinum ýmsu löndum. Myndirnar frá Ís- landi sátu eftir í huga Ewu og hún ákvað að einn daginn myndi hún heimsækja þetta fjarlæga land. En eins og gengur þurfti hún að bíða nokkurn tíma eftir því að geta lát- ið þennan draum rætast. „Ég hafði aldrei tækifæri til að koma til lands- ins auk þess sem ég átti ekki pen- ing til þess. Draumur minn um að koma hingað var þó alltaf til stað- ar og ég var alveg ákveðin að láta hann rætast einn daginn,“ segir Ewa. Dagurinn sem hún hafði beð- ið eftir rann upp í ágúst 2001 en þá kom Ewa í fyrsta skipti til Íslands og hefur verið hér síðan. Blaðamað- ur Skessuhorns hitti Ewu þar sem hún var á vakt í Brákarhlíð í Borg- arnesi. Hún gaf sér stutta stund til að setjast niður og segja frá tíman- um á Íslandi og atviki sem hún lenti í þegar hún var í fríi á Möltu fyrr í haust. Er hjúkrunarfræðingur að mennt Ewa er hjúkrunarfræðingur að mennt og starfaði við sitt fag í Pól- landi í sjö ár áður en hún fór til norður Afríku og svo til Íslands. „Ég vann sem hjúkrunarfræðingur í Afríku í fimm ár en undir það síð- asta var ég búin að fá nóg og vildi breyta til. Starfið í Afríku dró alla orku úr mér. Menningin var svo ólík því sem ég þekkti og reyndi það mikið á auk þess sem ég var undir stöðugri pressu í vinnunni. Ég vil meina að ég sé frekar sterk manneskja en þetta starf kláraði mig alveg,“ útskýrir Ewa aðspurð hvers vegna hún fór frá Afríku. Rétt áður en Ewa hafði klárað um- saminn vinnutíma í Afríku fór hún í heimsókn til Póllands þar sem hún ákvað að leita að nýrri vinnu. Hún leitaði til atvinnumiðlunar sem hjálpar fólki að finna störf um allan heim. „Ég fór á skrifstofuna þeirra og sagðist vera að leita að starfi í Skandinavíu og þá helst á Íslandi. Ég fór svo aftur til Afríku því ég var enn samningsbundin þar. Eftir tvær til þrjár vikur fæ ég tölvupóst þess efnis að búið væri að finna starf fyr- ir mig á Íslandi og mér sagt að hafa samband við vinnuveitandann,“ segir Ewa sem var flutt til Íslands þremur mánuðum síðar og byrjuð að vinna á svínabúinu á Hýrumel í Hálsasveit. „Ég skipti bara um sjúklinga, fór úr fólki í litlu sætu grísina,“ segir hún og hlær. Hefur alltaf nóg að gera Ewa vann á Hýrumel í 13 ár en þá fékk hún starf á Fosshóteli í Reyk- holti þar sem hún starfar enn sem yfirmaður ræstingateymis. Auk þess vinnur hún hjá Snorrastofu og sem hjúkrunarfræðingur á dvalar- heimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi. Það er því alltaf nóg að gera hjá Ewu og svoleiðis segist hún vilja hafa það. Aðspurð hvort hún fái ekki stundum frítíma hlær hún og játar því. „Ég er reyndar með tvo hesta sem ég sinni þegar ég á frí. Ég er samt stundum heima líka,“ segir hún og hlær. Ewa hafði ekki unn- ið sem hjúkrunarfræðingur frá því hún bjó í Póllandi þegar hún ákvað að sækja um réttindi hér á landi fyr- ir rúmlega ári síðan eftir hvatningu frá manninum sínum, Guðmund- ir Friðgeirssyni. „Maðurinn minn spurði mig af hverju ég færi ekki að vinna við hjúkrun aftur en ég var á bremsunni með það. Mér fannst ég ekki geta unnið sem hjúkrunar- fræðingur því ég tala ekki góða ís- lensku. Ég hafði alltaf unnið mest ein og fólk talaði alltaf við mig á ensku. Það hafði því aldrei reynt á íslenskuna hjá mér áður og ég lærði hana því aldrei almennilega,“ seg- ir Ewa sem talar eingöngu íslensku við blaðamann. Fékk starf á Brákarhlíð Áhyggjur Ewu á íslenskukunnáttu sinni voru alveg óþarfar og þegar hún lét verða af því að tala við land- lækni leið ekki á löngu þar til hún var komin með í leyfi til að starfa við hjúkrun á Íslandi. „Ég redd- aði öllum gögnum um menntun og starfsreynslu frá Póllandi og fór til landlæknis hér á Íslandi. Ég var mjög stressuð en maðurinn minn hvatti mig áfram. Þar var mjög vel tekið á móti mér og ég sagði í við- talinu frá áhyggjum mínum af ís- lenskukunnáttunni. Ég fékk bara jákvæð viðbrögð og mér var sagt að ég talaði alveg nógu góða ís- lensku og ég myndi verða fljót að læra tungumálið enn betur um leið og ég færi að tala meira,“ segir hún brosandi. Um leið og leyfið var í höfn hafði Ewa samband við Jór- unni Maríu Ólafsdóttur forstöðu- konu hjúkrunarsviðs hjá Brákar- hlíð og Bjarka Þorsteinsson fram- kvæmdarstjóra sem bæði tóku vel í að fá Ewu til starfa. „Ég var strax velkomin og hef núna verið hér í eitt ár og er rosalega ánægð,“ seg- ir Ewa. Ísland hennar annað heimili Ewa og Guðmundur eru búsett í Nátthaga í Hálsasveit og segir Ewa það ekki koma til greina að flytja úr Borgarfirðinum. „Ég er mikil sveitastelpa og mér líður svo vel í Borgarfirði að ég vil alls ekki fara neitt annað,“ segir hún. Aðspurð hvort hún hafi alltaf ætlað sér að vera svona lengi á Íslandi svarar Ewa því játandi. „Ég kom hingað til að vera,“ svarar hún. „Ísland er mitt annað heimili. Kuldinn og myrkrið angrar mig ekki. Ég fer bara eitt- hvert annað í frí til að finna sólina,“ segir hún brosandi. Ewa hefur ver- ið dugleg að skoða landið og seg- ir að fyrstu fimm árin á Íslandi hafi hún nýtt hvert tækifæri sem gafst til að skoða sig um. „Það var svo margt sem mig langaði að sjá á Ís- landi, þetta er svo fallegt land. Ég ferðaðist mikið til að byrja með og held að nú hafi ég séð það helsta.“ Endurlífgun á Möltu Fyrr í haust fóru Ewa og Guðmund- ur í ferðalag að leita að smá sól áður en mesta myrkrið og kuldinn skell- ur á Ísland. Ferðinni var heitið til eyjunnar Möltu þar sem þau hjónin nutu sólarinnar í nokkra daga. Einn daginn voru þau á göngu meðfram ströndinni og Guðmundur bendir Ewu í átt að sjónum þar sem þau sjá að eitthvað var ekki í lagi. Þau sjá mann sem er verið að draga í land og Ewa hljóp af stað. „Þeg- ar ég kem að manninum var hann að hósta upp vatni. Ég tek utanum hann og þrýsti undir rifbeinin til að hjálpa honum að losa sig við vatn- ið. Á þessum tíma var maðurinn með meðvitund svo ég hjálpa hon- um í land þar sem hann svo missir meðvitund,“ segir Ewa og hugar til baka smá stund áður en hún held- ur áfram. „Ég byrjaði strax endur- lífgun og sagði fólki í kringum mig að hringja á sjúkrabíl. Ég var þarna dágóða stund að hnoða manninn þar til sjúkrabíllinn kom og sjúkra- flutningamennirnir tóku við. Þeg- ar maðurinn fór með sjúkrabílnum var hann enn á lífi. Kona manns- ins og vinir sem voru með hon- um tóku niður upplýsingar um hvar þau gætu náð í mig til að leyfa mér að fylgjast með líðan manns- ins. Því miður höfðu þau samband við mig um kvöldið með þær fréttir Hafði lengi dreymt um að heimsækja Ísland Rætt við Ewu Dukarska sem flutti til Íslands frá Póllandi fyrir sautján árum Ewa féll fyrst fyrir myndum af Íslandi þegar hún var unglingur og nú er hún búin að vera búsett á landinu í 17 ár. að maðurinn hefði látist. Hann var þá með hjartagalla sem enginn vissi af, ekki einu sinni hann sjálfur, svo hjartað gaf sig bara á þessum tíma- punkti,“ segir Ewa. Eitthvað sem allir hjúkrunarfræðingar myndu gera Ewa segist ekki líta svo á að hún sé hetja þrátt fyrir það sem hún gerði á Möltu. „Þetta er bara eitthvað sem allir hjúkrunarfræðingar myndu gera í þessum sporum. Þetta er það sem ég er þjálfuð til að gera og er í raun ekkert svo merkilegt þann- ig séð,“ segir hún hógvær. „Fyr- ir suma er þetta kannski merkilegt en ég er hjúkrunarfræðingur og hef séð ýmislegt og lent í mörgu í mínu starfi. Ég hef kunnáttuna og auðvitað kem ég því til hjálpar ef einhver þarf á að halda.“ Aðspurð hvort maður geti í raun verið tilbú- in þegar maður lendir í svona að- stæðum segist hún ekki geta svar- að því. „Það er misjafnt held ég. Ég sá bara mann sem þurfti hjálp og ég hjálpaði honum. Ég hugsaði það ekkert lengra á þessum tíma,“ svarar hún að endingu áður en hún þarf að halda áfram að vinna við að- hlynningu íbúanna í Brákarhlíð. arg

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.