Skessuhorn


Skessuhorn - 24.10.2018, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 24.10.2018, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 201824 Ætti maður að láta svona pistla heita sandkorn eða staksteina? Nokkur mál tek- in fyrir og krufin. Veit ekki. Held mig við sandkorn, stak- steinar hljóma svo fornlega. Kannski ekki samt, ég tengi orðið staksteina við haust- ið. Ég ímynda mér þá stak- steinaritara sitjandi í skrif- stofustól úr Eirberg við still- anlega skrifborðið pikkandi texta inn í stílhreina hönn- un sem samanstendur af áli og gleri. Haustvindar blása létt fyrir utan skrifstofu- gluggann, nægilega mik- ið til að hreyfa laufin sem féllu í fyrradag, og thermos- tatið er stillt á 3 (því það er byrjað að kólna). Pressu- kannan bíður þess að hellt verði úr henni í bollann sem á stendur „Coffee is coming“ sem er auðvitað fyndin tilvís- un í Game of Thrones fras- ann „Winter is coming“. Allavega, ég á ekki svona bolla, síður en svo stílhreinan Makka, keypti stólinn minn í nytjamarkaði á 1000 kall og Mikael skrifborðið mitt er ekki still- anlegt. Svo ég held mig við Sand- korn. Eitt af því sem gladdi mig mest í síðustu viku var stórbrotinn frétta- flutningur af frekum íbúum ein- býlishúsa við Vesturbæjarlaug. Samkvæmt þeim höfðu þau ákveðið portion af túninu í fóstri. Allt í lagi með það, ekkert hægt að fetta fing- ur út í það, en þegar það uppgötv- aðist að svæðið hafði verið girt af (og það frekar verktakalega verð ég að segja) varð allt vitlaust. Best þótti mér myndin af forsprakka sjálftöku- fólksins, pixluð mynd af konu með sólgleraugu, leðurhanska sitjandi í blæjubíl. Það vantaði bara ein- glyrnið, munnstykkið fyrir filters- lausan Camelinn og smáhatt til að fullkomna myndina. Hún er örugg- lega leiðinlega góð í Monopoly. En mér er spurn, tók fólk ekk- ert eftir því þegar það var verið að setja girðinguna upp? Héldu allir að Dagur B og félagar hefðu ákveð- ið að setja þetta upp? Ég meina, girðinging var ekki sett upp á ein- um degi, þetta er svona það sem ég myndi kalla verktaka- girðing og hefur kostað fullt af monní. Nei, borgin hefur örugglega ekki átt neinn pen- ing í þetta þar sem á þessum tíma hefur blessaður Bragg- inn (já, ég skrifa hann með stjóru Bjéi) verið að sjúga allt útsvarið í nautasnitsela, strá frá Danmörku og ráð- gjöf/hönnun o.s.fv. Maður hefði ekki getað skrifað meiri lygasögu en það sem er búið að gerast í kringum þenn- an bragga. Guð hjálpi okk- ur ef ákveðið verður að fara í braggana sem fyrirfinnast hér á Vesturlandi og nágrenni! Það sannaðist líka nýver- ið að þú getur verið með svo kalt hjarta gagnvart flótta- fólki og heimilislausum að Evrópuþingið ályktar gegn þér. Þrátt fyrir það sýnt af þér hegðun sem öll góð- menni og illmenni (og allt þar á milli) sögunnar hafa sýnt af sér, að elska gæludýrin sín meira en allt. Sem Victor Urban forsætisráðherra Ungverjalands gerir greinilega. Meira að segja Buffaló Bill í Silence of the Lambs gat ekki afborið þá hugsun að Yndið væri slasað niðrí holunni. Hr. Urban hefur tekið að sér nashyrning að beiðni dýragarðs og beðið þjóðina að hjálpa sér að nefna hann, kjósendur skulu not- ast við emoji táknin frægu. Málleys- ingjarnir bræða öll hjörtu svo mikið er víst. Axel Freyr Eiríksson Með frumvarpi um stuðning við bókaútgáfu er lagt til að komið verði á fót nýju stuðningskerfi sem heimilar endurgreiðslu 25% beins kostnaðar vegna útgáfu bóka á ís- lensku. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi síðast- liðinn miðvikudag en það er liður í heildstæðum aðgerðum stjórnvalda til stuðnings íslenskri tungu sem ráðherra kynnti fyrr í haust. „Bókaútgáfa er ein af mikilvæg- ustu stoðum íslenskrar menning- ar og er gildi hennar fyrir þróun íslenskrar tungu og eflingu læsis óumdeilt. Kveðið er á um stuðn- ing við útgáfu bóka á íslensku í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinn- ar. Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins fékk það hlutverk að fara yfir hugsanlegar leiðir að því markmiði og var nið- urstaða starfshópsins sú að farin yrði stuðningsleið sem felur í end- urgreiðslu á hlutfalli kostnaðar sem fellur til við útgáfu bóka að ákveðn- um skilyrðum uppfylltum. Megin- markmið frumvarpsins er að styðja við og efla útgáfu á íslensku vegna menningarlegs mikilvægis bóka- útgáfu fyrir þróun íslenskunnar,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Með þessu er ætlunin að auka fram- boð, fjölbreytni og sölu á íslenskum bókum til framtíðar. „Ég bind von- ir við að hún marki þáttaskil fyrir íslenskar bækur og muni hafa já- kvæða keðjuverkun í för með sér, til hagsbóta fyrir lesendur, rithöf- unda og alla þá er koma að útgáfu hér á landi,“ segir Lilja Alfreðsdótt- ir mennta- og menningarmálaráð- herra. mm Frumvarp til stuðn- ings bókaútgáfu Lilja Alfreðsdóttir kynnti fyrirhugað frumvarp í haust í húsi Vigdísar. Föstudaginn 19. október voru hundrað ár síðan Spænska veikin barst til Íslands. Varð hún mann- skæðasti faraldur sem sögur fara af á heimsvísu og þar með talið hér á landi. Geisaði hún í tvö ár og er talið að 50 milljónir manna hafi dáið af völdum hennar. Veikinni er lýst þannið að henni fylgdi jafn- an lungnabólga og létust menn oft innan tveggja daga eftir að sóttar- innar varð vart. Spænsku veikinni fylgdu blæðingar og streymdi blóð úr nösum, upp úr lungum, niður úr þörmum, upp úr maga og í gegnum þvagrás. Veikin lagðist mun þyngra á yngra og miðaldra fólk og er tal- ið að gamalt fólk hafi öðlast ónæmi við þessum inflúensustofni eftir skæða inflúensu sem gekk árið 1894. Með því að rannsaka jarðneskar leif- ar fólks sem lést af völdum veikinn- ar hefur tekist að finna vírusstofninn sem olli henni. Komið hefur í ljós að það er stökkbreytt afbrigði af flens- ustofni sem upphaflega var fugla- flensa. Sóttin geisaði í þremum bylgjum. Fyrst kom veikin upp í bandarísku herstöðinni Camp Funston í Kan- sas í Ameríku. Þaðan barst hún með þarlendum hermönnum til Evrópu í apríl 1918. Um sumarið kom svo fram enn banvænna afbrigði. Þriðja bylgjan gekk yfir veturinn 1918-19 þegar veikin barst meðal annars hingað til lands. Spænska veikin blossaði upp um svipað leiti og fyrri heimsstyrjöldinni var að ljúka og var mótstöðuafl margra óbreyttra borgara og hermanna því lítið vegna slæms líkamlegs ástands og aðbún- aðar. Ekki var til neitt bóluefni við þessum inflúensustofni og ekki var búið að finna upp pensilín þannig að lungnabólgan sem jafnan fylgdi sóttinni varð lífshættuleg. Veikin breiðist út á Íslandi Veikin er talin hafa borist til Ís- lands með skipunum Botníu frá Kaupmannahöfn og Willemoes frá Bandaríkjunum 19. október 1918. Þann sama dag og fullveldi Íslands var samþykkt. Í byrjun nóvember höfðu margir tekið sóttina og þá var fyrsta dauðsfallið skráð. Miðviku- daginn 6. nóvember er talið að þriðj- ungur Reykvíkinga hafi veikst. Fimm dögum síðar er talið að tveir þriðju íbúa höfuðborgarinnar hafi verið rúmfastir. Sérstök hjúkrunarnefnd var skipuð í Reykjavík 8. nóvember undir forystu Lárusar H. Bjarnason- ar lagaprófessors og var gerð áætlun þar sem borginni var skipt í þrettán hverfi. Gengið var í hús til að leita að þeim sem voru hjálpar þurfi. Allt athafnalíf lamaðist í Reykjavík. Tal- ið er að 484 Íslendingar hafi lát- ist úr Spænsku veikinni, þar af 258 í Reykjavík. Þann 20. nóvember voru þeir sem létust í sóttinni jarðsettir í fjöldagrafreitum. En Spænsku veik- inni sló víðar niður, meðal annars á Akranesi þar sem 28 dóu, en það jafngilti 3,2% bæjarbúa á þeim tíma, hlutfallslega mun fleiri en veiktust og létust í Reykjavík. Þá dóu tveir úr veikinni í Borgarfirði. Þess má einnig geta að á styrjald- arárunum voru fjölmiðlar víða um heim ritskoðaðir og það var auð- veldara að skrifa um „spænsku veik- ina“ en tala um inflúensu sem geis- aði alls staðar um Evrópu. Margar milljónir manns sýktust á Spáni strax í maí 1918. Í spænskum fjölmiðlum var veikin hins vegar kölluð „franska flensan“. mm/ Heimild: Wilkipedia. Öld frá því Spænska veikin herjaði á landsmenn Frá Camp Funston í Kansas í Bandaríkjunum þar sem veikin er talin hafa komið fyrst upp. Sandkorn PISTILL

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.