Skessuhorn


Skessuhorn - 24.10.2018, Qupperneq 27

Skessuhorn - 24.10.2018, Qupperneq 27
MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2018 27 Sólveig Jónsdóttir, rithöfundur, er alin upp í Galtarholti í Hvalfjarðar- sveit. Hennar hlutur í jólabókaflóð- inu að þessu sinni er bókin Heiður. Í henni fær lesandinn að kynnast eft- irköstum þjóðernisátakanna á Norð- ur-Írlandi. Sagan er um togstreituna á milli þess að berjast fyrir réttind- um heillar þjóðar eða hamingju eig- in fjölskyldu. Í bakgrunni eru átök- in sem áratugum saman héldu sam- félaginu á Norður-Írlandi í heljar- greipum. Sólveig er stjórnmálafræð- ingur með meistaragráðu í þjóðern- ishyggju og þjóðernisátökum með áherslu á átökin á Norður-Írlandi. Áður hefur Sólveig skrifað bókina Korter sem kom út árið 2012 og var sett í flokk með skvísubókmenntum. „Heiður er mjög frábrugðin Kort- eri og ég lagði svolítið út með það,“ segir höfundurinn í samtali við Skessuhorn. Bókin tók langan tíma í smíðum. „Þetta tók svona langan tíma aðallega því persónulegar að- stæður mínar eru svolítið breyttar núna. Þegar ég skrifaði Korter þá var ég einhleyp, en núna er ég kom- in með mann og þrjú börn,“ segir Sólveig. „Ég hef verið að skrifa þessa bók með fullri vinnu og var að stela tíma á kvöldin og snemma á morgn- ana til að skrifa.“ Byggðar á sönnum sögum Sólveig sækir í ríkulegan reynslu- banka sinn við skrif á bókinni Heiði. Aðalsögupersónurnar í bókinni eru systkinin Dylan og Heiður McCar- ron. Í æsku eru þau aðskilin og Dyl- an fer með föður sínum, Íranum Jackie McCarron, til Norður-Ír- lands sem þá var suðupottur þjóð- ernisátaka. Lesandi fylgist svo með endurfundum systkinanna á Norð- ur-Írlandi. Sólveig hefur rannsakað þjóðernisátök mikið á sínum náms- ferli og fór meðal annars til Bosníu árið 2012 til að kynna sér eftirmál þjóðernisátakanna þar. „Þegar ég var að læra úti í Skot- landi kynntist ég mörgum Norður- Írum. Þannig að ég hef persónu- lega tengingu við Norður-Írland og margar sögurnar í bókinni eru byggðar á sönnum frásögnum frá þeirra fjölskyldum,“ segir Sólveig. Áhuginn á Írlandi er þó ekki ein- göngu bundinn við skólagönguna í Skotlandi. „Áhugi minn á Írlandi kemur frá ömmu minni, Skaga- konunni Málfríði Sigurðardótt- ur. Hún hafði svo mikinn áhuga á írskri menningu og tónlist. Við vorum mjög nánar. Þessi áhugi smitaðist einhvern veginn yfir til mín.“ Vildi fjalla um áhrif átaka á börn Þungamiðjan í bókinni eru þjóð- ernisátökin á Norður-Írlandi. „Í bókinni eru aðalsögupersónurn- ar Heiður og Dylan, systkini fædd á sama árinu en aðskilin við sjö ára aldur. Ég vann fyrir UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á tímabili, og út frá því verður mér hugleikin aðstaða barna í heimin- um og áhrifin sem átök hafa á börn. Átök geta verið svo margs konar,“ segir Sólveig og tekur dæmi: „Það eru átök eins og Dylan verður vitni að í Norður-Írlandi, átök innan heimilisveggjanna og átök milli for- eldra. Allar þessar hliðar koma fram í bókinni. Og líka sú staðreynd að við höldum stundum að við vitum hverjar aðstæður fólks eru, en svo kemur annað á daginn.“ klj Dagana 5. til 6. október var hald- in smiðjuhelgi í Grunnskóla Borg- arfjarðar, en þær eru fastur liður í starfi skólans. Tilgangur þeirra er að mæta vali unglinganna með öðr- um hætti en almennt tíðkast og gefa nemendum kost á að hafa meira um val sitt að segja. Með smiðjuhelg- um er nemendum boðið upp á fjöl- breyttari valfög en hægt er að bjóða inni í stundatöflu. Þeir setja fram hugmyndir sínar um það sem þeim þykir áhugavert og langar að hafa í vali. Út frá þeim hugmyndum er leitast við að bjóða upp á smiðj- ur sem flestir hafa áhuga á hverju sinni. Að þessu sinni var smiðjuhelgin haldin á Kleppjárnsreykjum. Komu nemendur frá Reykhólaskóla, Laug- argerðisskóla og Auðarskóla í Búð- ardal og tóku þátt í smiðjuhelginni með nemendum Grunnskóla Borg- arfjarðar. Í boði var björgunarsveit- arsmiðja, danssmiðja, sirkussmiðja, leiklistarsmiðja, smávélaviðgerðir, förðunarsmiðja og sundknattleiks- smiðja. Var líf og fjör í öllum smiðj- unum og nemendur áhugasamir og glaðir í sinni vinnu. kgk Smiðjuhelgi var haldin í GBF Frá sundknattleikssmiðju nemenda á smiðjuhelgi GBF. Ljósm. Borgarbyggð. Tónlistarkonan Soffía Björg Óðins- dóttir frá Einarsnesi í Borgarfirði boðar til tónleika í Landnámssetrinu í Borgarnesi annað kvöld, fimmtudag- inn 25. október. Þar mun hún leika útgefið efni í bland við óútgefið. Soffía gaf út sína fyrstu plötu á stafrænu formi á síðasta ári og hef- ur hún fengið góðar viðtökur. Síðan hefur hún verið iðin við kolann. Hélt til dæmis í sitt fyrsta tónleikaferðalag erlendis í maí síðastliðnum, þar sem hún spilaði á átta sólótónleikum á níu dögum víða í Póllandi ásamt grískum tónlistarmanni. Frá því Soffía hefur komið heim hefur hún unnið að því að þróa áfram sinn sólóstíl, auk þess sem hún hélt þrenna tónleika í Borg- arneskirkju í sumar. Nýjasta útgáfa Soffíu er lagið Þeir vaka yfir þér. Það var tekið upp í Sundlauginni Studio ásamt hljóð- færaleikurum, strengjakvartett og fimm bakröddum, en bakraddakvin- tettinn var skipaður systkinum Soff- íu. Tónleikar Soffíu í Borgarnesi hefj- ast kl. 20:00 á Sögulofti Landnáms- setursins í Borgarnesi annað kvöld, fimmtudaginn 25. október. Aðgangs- eyrir er kr. 2.000 en enginn posi verð- ur á staðnum. kgk Soffía Björg með tónleika í Landnámssetrinu Sækir í ríkulegan reynslubanka í bókinni Heiður -Sólveig Jónsdóttur úr Hvalfjarðarsveit gefur út sína aðra bók Í bókinni fær lesandinn að kynnast eftirköstum þjóðernisátakanna á Norður-Írlandi. Sólveig Jónsdóttir sendir frá sér sína aðra bók fyrir jólin. Ljósm. Rakel Ósk Sigurðardóttir.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.