Skessuhorn


Skessuhorn - 24.10.2018, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 24.10.2018, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 201828 Eitruð blanda: 97% á móti 3% Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 TEK AÐ MÉR GARÐAÚÐUN ALLA DAGA VIKUNNAR GARÐAÚÐUN REYNIS SIG SÍMI: 899-0304 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is www.skessuhorn.is Á íbúafundi fyrir Vesturland sem haldinn var í Menntaskólanum í Borgarnesi árið 2010 var lögð sér- stök áhersla á að tenging Vestur- lands og Suðurlands með bundnu slitlagi á Uxahryggjaleið væri mik- ilvæg samgöngubót. Ég hygg að þessi áhersla sé enn ríkjandi hjá íbúum svæðisins. Ferðamálasam- tök Vesturlands hafa og margí- trekað mikilvægi þessarar veg- tengingar, sem liggur um 60 km. frá Borgarfjarðarbraut (miðjum Borgarfirði) eftir Lundarreykjar- dal, um Uxahyggi og Þjóðgarðinn á Þingvöllum. Ákveðið var í sam- gönguáætlun árið 2011 að vinna að þessari vegagerð, leggja bundið slitlag í áföngum og fullklára á ár- unum 2019/20. Aðeins til að skýra verkefnið og stöðuna: Búið er að leggja bund- ið slitlag frá vegamótunum Borg- arfjarðarbrautar að Brautartungu í Lundarreykjardal og frá Ux- ahryggjarvegamótum að Þingvöll- um. Eftir á að leggja bundið slitlag frá Brautartungu að Uxahryggjar- vegamótum og innan Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Í samgönguáætlun sem nú ligg- ur fyrir Alþingi hefur sú breyt- ing átt sér stað að framkvæmdin frá Brautartungu að Uxahryggj- arvegamótum er færð til 2024/28 en vegagerðin innan Þjóðgarðsins á Þingvöllum, tengingin við Þing- vallaveg, er ekki að finna í áætlun- inni. Rökin eru næg Helstu forsendur frá sjónarhorni Vestlendinga fyrir endurbótum og lagningu bundins slitlags á um- rædda leið sem í daglegu tali er nefnd Uxahryggjaleið, eru: Að vegalengdin frá miðju Vest-• urlandi yfir til Þingvalla verður 60 km greiðfær, heilsárs leið sem tengir saman þá landshluta sem næst liggja höfuðboragarsvæð- inu. Í stað þess að beina allri umferð • af Vesturlandi til Suðurlands eftir Vesturlandsvegi í átt til Reykja- víkur er hægt að þvera landið og þannig er leiðin til Þingvalla 60 km í stað 110. Með fullklárun þessarar vega-• gerðar opnast möguleiki á dags- hringferðum út frá höfðuborgar- svæðinu til Vesturlands. Með fullklárun skapast sam-• göngubót fyrir íbúa og fyrirtæki beggja landshlutanna. Gott aðgengi opnast á afar fal-• lega leið sem gefur ferðafólki möguleika á að njóta einstakrar námundunar við íslenska nátt- úru. Uxahryggjarleið með bundnu • slitlagi gæti leitt til þess að um- ferð léttist verulega á hámarks- annatímum á Vesturlandsvegi. Það stingur í augun, að fyrir- liggjandi tillaga í samgönguáæt- un um að fresta lagningu vegarins frá Brautartungu að Uxahryggj- arvegamótum og slá af vegagerð innan Þjóðgarðsins á Þingvöll- um, gengur algjörlega á móti yfir- lýstum forsendum áætlunarinnar. Samgönguráðherra hefur klifað á því viðtal eftir viðtal að megin- forsenda samgönguáætlunar sé; öryggissjónarmið. Mikilvægasti þáttur öryggis í samgöngugerð er að dreifa umferðinni. Það er ein- mitt aðall Uxahryggjarleiðarinnar. Náist það markmið má t.d. örugg- lega endurmeta gerð nýrra Hval- fjarðargangna sem koma til með að kosta gríðarlega mikið fé. Vanræksla bætir upp vanrækslu Í samgönguáætlun er falin ákvörð- un um stórfellda endurbót á Vest- fjörðum. Öll höfum við fylgst með deilunum og öll viljum við sjá góða vegi á Vestfjörðum. En í sam- gönguáætlun er líka falin algjört ákvörðunar- og framkvæmdaleysi í samgöngum á Vesturlandi. Töl- urnar tala sínu máli. Heildarkostn- aður fyrsta áfanga fyrir það sem kallað er Vestursvæði er 17.880 milljarðar og skiptist þannig: Vest- urland (Hvalfjarðarsveit, Borgar- fjörður, Snæfellsnes, Dalir) 550 milljónir eða 3%. Vesfirðir 17.330 milljarðar eða 97%. Svakaleg slag- síða á útdeilingu fjármagns, sem hýtur að vekja upp spurningu. Er sanngjarnt að bæta vanrækslu sam- göngumála á Vestfjörðum upp með vanrækslu á Vesturlandi? Uxahryggjaleið spannar tvö kjördæmi Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Vesturlandi undanfarið og hefur verið litið til þess að Uxahryggja- leið opni viðbótarmöguleika þeg- ar hún kláraðist 2019/20 eins og gildandi samgönguáætlun gerir ráð fyrir. Það kemur því á óvart að eftir að verkið er hálfnað skuli vera uppi hugmyndir um að klára það ekki. Það eru einfaldlega öll rök fyrir því að ljúka því sem hafið er og engin rök fyrir því að gera það ekki. Málið snýst ekki um fjárhags- lega getu heldur hugarfarslega. Staðreyndin er sú að að samgöngu- legar áherslur og útdeilingar eru kjördæmapólitískar. Uxahryggja- leið spannar tvö kjördæmi. Eft- ir að hafa fylgt þessu máli í rúman áratug veit ég að áhuginn er marg- fallt meiri á Vesturlandi en Suður- landi. Nú liggur fyrir í nýrri sam- gönguáætlun að ekki stendur til að klára þann hluta vegagerðarinnar sem eftir er á Suðulandi og fresta á Vesturlandi um 10 ár. Frestun- in gæti alveg eins verið upptaktur- inn af því að slá þann kafla alveg af því þau sjónarmið eru vel kunn að miklu betra sé að halda traffíkinni á Suðurlandi og óþarfi að tappa henni af til vesturs. Sunnlenskur ráðherra hefur séð um að brugga samgöngukokteilinn og vestlensk- ir fulltrúar íbúanna súpa meðvirkir á. Eða hvað? Steinar Berg Ísleifsson. Höfundur er ferðaþjónustubóndi í Fossatúni og áhugamaður um bættar vegasamgöngur á Vesturlandi. Pennagrein Heilsupistill Steinunnar Evu Við fullorðna fólkið getum bug- ast þegar erfiðleikar verða of mikl- ir. Hvar bugunarþröskuldur hvers og eins liggur er mismunandi. Það fer bæði eftir einstaklingunum og því hvernig við erum á okkur kom- in að takast á við það einmitt þegar það gerist. Ef áfall hittir þig þegar þú ert t.d. búin að sofa illa í lang- an tíma eða sinna langveikum maka, þá ertu verr í stakk búin en ella. Ef það sama gerist þegar þú ert í góðu líkamlegu og andlegu formi þolir þú meira. Þar sem við vitum aldrei hvað næsta manneskja er að fást við er ekki gagnlegt að hugsa: „Ég hef nú séð það miklu svartara en þessi og ekki brotnaði ég.“ En hvað er þá gagnlegt þegar erfiðleikar steðja að? (Svaraðu því í huganum eða á blað, því það getur einmitt verið hagnýtt að hafa íhugað það fyrirfram hvað hefur hjálpað þér áður). Aðspurt nefnir fólk oft hugarfar. Það að hafa þrautseigju, von og hafa áður sigrast á erfiðleikum. Það sem er erfitt er oft mikilvægt og ógnvæn- legt en ekki endilega óyfirstíganlegt né hættulegt. Ef við endurskilgrein- um álag og streitu sem áskorun en ekki ógn gjörbreytir það upplifun- inni. Til dæmis að reyna að sjá það að missa vinnuna og fara á bætur sem tækifæri til að breyta til, frek- ar en heimsendi, þó að það sé auð- vitað skítt. Fólk nefnir líka alltaf mikilvægi þess að hafa einhvern sem styður þig, fjölskyldu, vini, samstarfsfólk eða góðan þerapista. Það segir sig sjálft en samt er ekki nóg að hafa tengsl við fólk. Þú þarft líka að vera tilbú- inn að viðurkenna að þú ráðir ekki við aðstæður, nokkuð sem mörgum fullorðnum og jafnvel börnum, vex í augum. Sumum finnst það skömm að leita sér hjálpar. Þeir bera sína þjáningu í hljóði þar til þeir bresta. Afleiðingarnar geta verið heilsu- brestur, kulnun, jafnvel sjálfsvíg. Dæmi um erfiðleika sem flestum finnst erfitt að viðurkenna að þeir ráði ekki við eru skuldir. Því að það er stöðutákn í okkar samfélagi að skorta aldrei peninga. Erlendis kom í ljós að í 40% tilvika þegar fullorðið fólk framdi sjálfsvíg voru fjárhags- erfiðleikar til staðar. Þannig er það grafalvarlegt að við höfum gert það skammarlegt tabú að ræða þessi mál. Til að geta fengið hjálp þurfum við að berskjalda okkur gagnvart ein- hverjum, sem er erfitt og krefst hug- rekkis og trausts. Að lokum er gott að vita af því að margir sem upplifa áföll og jafn- vel brotna við það, koma til baka, ekki bara jafngóðir, heldur upplifa svokallaðan áfallaþroska við það að vinna úr hlutunum. Fólk endurmet- ur líf sitt. Það skilur á annan hátt hvað er mikilvægt, upplifir meira þakklæti og nýtur lífsins á annan, dýpri hátt en áður. Bara að vita að þetta getur gerst er líka gagnlegt fyrir okkur. Steinunn Eva Þórðardóttir Bugað fólk eða lífsreynt

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.