Skessuhorn


Skessuhorn - 31.10.2018, Side 1

Skessuhorn - 31.10.2018, Side 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 44. tbl. 21. árg. 31. október 2018 - kr. 750 í lausasölu arionbanki.is Það tekur aðeins örfáar mínútur að skrá sig í viðskipti hjá Arion banka. Af því að okkar lausnir snúast um tíma og þægindi. Þægilegri bankaþjónusta gefur þér tíma Nýtt! Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? 30% afslátt ur Kvöldstund með KK á Sögulofti Landnámsseturs sími 437-1600 laugardaginn 3. nóvember kl. 21:00 Miðasala á landnam.is/vidburdir 25. okt. – 4. nóv. Katrín Ósk Jóhannsdóttir gaf nýverið út barnabókina Mömmugull. Las hún upp úr bókinni á Bókasafni Akraness á laugardaginn og bregður hér á leik með Skagamær- inni Thelmu Líf Vilhjálmsdóttur. Viðburðurinn var þáttur í fjölbreyttri dagskrá Vökudaga sem nú standa yfir á Akranesi og nánar er sagt frá í blaðinu í dag. Ljósm. ki. Síðastliðinn föstudag var hætt sölu eldsneytis á Grund í Skorradal. Lýk- ur um leið samfelldri 67 ára sölu elds- neytis þar. Það var Olíufélagið Essó sem setti upp dælu á Grund og hóf sölu 13. september 1951. Fyrsta dæl- an var handdrifin, en rafmagn kom ekki á bæinn fyrr en 1957 og nokkr- um árum síðar rafdrifin dæla. Dav- íð Pétursson á Grund rifjar það upp til gamans að haustið 1951 kostaði líterinn af bensíni 1,58 krónur, en nú 26. október þegar dælan var tek- in niður kostaði hann 220 krónur, þrátt fyrir að einu sinni í millitíðinni hafi tvö núll verið tekin af krónunni. Gömlu bensíndælunni á Grund verð- ur ekki fargað, því hún verður gerð upp og höfð til sýnis á safni í eigu Ol- íufélagsins N1. mm/ Ljósm. pd. Dælan hætt að ganga Ísfiskur byrjar að nýju bolfisk- svinnslu á Akranesi á morgun, fimmtudaginn 1. nóvember, eftir hlé frá því í lok júlí í sumar. Unn- ið hefur verið að ýmsum breyt- ingum í húsnæði fyrirtækisins við Bárugötu 8-10 og þá hefur verið skrifað undir sölusamning á hús- næði fyrirtækisins við Hafnar- braut í Kópavogi. Sem kunnugt er keypti Ísfiskur bolfiskvinnsluhús HB Granda á Akranesi síðastliðið haust, auk hluta vinnslubúnaðar. Vinnsla Ísfisks hófst síðan á Akra- nesi um miðjan febrúar á þessu ári og var unnið í húsinu út júlí. Að sögn Alberts Svavarsson- ar framkvæmdastjóra Ísfisks tóku breytingar á húsinu heldur lengri tíma en áætlað var, en nú er allt til reiðu að hefja vinnslu á ýsu og þorski í húsinu. „Við reiknum með að um 50 manns muni starfa við vinnsluna á Akranesi og að veru- legur hluti þeirra sem störfuðu hjá okkur í Kópavogi og á Akra- nesi í sumar komi til starfa hjá okkur að nýju. Við héldum fund með starfsfólki í síðustu viku og aftur á morgun [í dag, innsk. blm.] og að vinnslan hefjist á fimmtu- dagsmorgun með hefðbundnum hætti,“ segir Albert í samtali við Skessuhorn. mm Ísfiskur byrjar vinnslu að nýju á morgun Vinnsla á ýsu á Akranesi í sumar. Ljósm. kgk.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.