Skessuhorn


Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 31.10.2018, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 201812 Akraneskaupstaður veitir á hverju ári einstaklingum og hópum sem staðið hafa vel að því að fegra bæinn umhverfisviðurkenning- ar. Voru þær afhentar á Breiðinni síðastliðinn laugardag. Fjölmargar tillögur bárust í ár frá íbúum Akra- ness til valnefndar sem skipuð var Sindra Birgissyni umhverfisstjóra og Helenu Guttormsdóttur lekt- or við LbhÍ. Valnefndin skilaði til- lögum til skipulags- og umhverf- isráð þar sem gerð var tillaga um að veita viðurkenningar í flokk- unum falleg einbýlishúsalóð, fal- leg parhúsalóð, hvatningarverð- laun, samfélagsverðlaun og tré árs- ins. Verðlaunahafar fá í viðurkenn- inguna skilti til að setja upp utan- dyra ásamt viðurkenningarskjali og gjafabréfi til kaupa á ávaxtatré hjá Jóni Guðmundssyni garðyrkju- bónda á Akranesi. Bílver fékk hvatningar- verðlaun Hvatningarverðlaun komu í hlut Bílvers við Innnesveg 1. Þau eru veitt fyrir gott aðgengi að húsinu og byggingu sem er snyrtileg, gler- fletir ávallt hreinir og blómakerj- um er vel til haldið. Einnig þyk- ir vel til fundið að minna á afmæl- isár fyrirtækisins með merkingu yfir inngangi. Eigendur eru hvatt- ir til að halda áfram á sömu braut enda er útlit fyrirtækisins bænum til mikils sóma. Grenigrund 30 og Jörundarholt 18a og b Í flokkunum falleg einbýlishúsalóð varð fyrir valinu lóðin við Greni- grund 30. Þar búa þau Garð- ar Heimir Guðjónsson og Kristín Líndal Hallbjörnsdóttir. Lóðin var áður lokuð en hefur nú verið opn- uð og þykir einföld og einstaklega snyrtileg. Í garðinum má finna fjölda runnategunda og fjölæringa sem skapar gott jafnvægi milli húss og lóðar. Í flokknum falleg parhúsalóð varð fyrir valinu lóðin við Jörund- arholt 18a og 18b. Þar búa þau Aðalsteinn Hafsteinsson og Guð- rún Sigvaldadóttir (18a) og Guð- laugur Elís Jónsson og Guðríð- ur Árnadóttir (18b). Aðkoma að húsinu þykir einföld, snyrtileg og í samræmi við húsið og hverfið í kring. Garðurinn er mjög lífrænn með mikinn tegundafjölbreytileika og vel hirtur. Hlynur á Kirkjubraut 58 Í ár ákvað Akraneskaupstaður að veita umhverfisviðurkenningu fyrir tré ársins og að þessu sinni varð hlynur fyrir valinu. Umrædd- ur hlynur stendur á horni Kirkju- brautar og Stekkjarholts (Kirkju- braut 58) og þykir mikið prýði fyrir götumyndina. Hlynurinn stendur örlítið út yfir gangstétt á Stekkjarholti og skapar skemmti- lega upplifun fyrir gangandi veg- farendur sem ganga undir það. Tréð er einstofna, fallegur ein- staklingur og stendur eitt á lóð- inni. Tegundin fær á sig stóra og hvelfda krónu og þarfnast því mik- ils pláss sem það fær vissulega á þessum stað og nýtur sín til fulls. Tré sýnir að fjölbreyttar tegundir sem eru ekki mikið notaðar þrífast í bænum og gefur vonandi öðrum bæjarbúum innblástur. Samfélags- viðurkenningar Síðast en ekki síst þá voru veittar samfélagsviðurkenningar, en þær eru veittar hópi eða einstakling- um sem hafa unnið óeigingjarnt starf í að efla og hugsa vel um nær- umhverfi sitt og bæta þannig gæði þess. Í ár eru viðurkenningarnar tvíþættar, annarsvegar fyrir ein- stakling og hinsvegar fyrir hóp. Viðurkenning til einstaklings hlaut Guðmundur Stefán Kjartans- son fyrir frumkvæði að hreinsun á friðlandinu við Innsta Vog. Viður- kenningu fyrir hóp hlaut Íþrótta- bandalag Akraness fyrir frumkvæði að hreinsun í bænum af hálfu iðk- enda og þjálfara aðildafélaga innan Íþróttabandalags Akraness. mm/ Ljósm. akranes.is Umhverfisviðurkenningar Akraneskaupstaðar Verðlaunahafar ásamt fulltrúum umhverfis- og skipulagsnefndar og bæjarstjórn. Hús og lóð Bílvers við Innnesveg 1 skarar framúr í flokki atvinnuhúsnæðis. Grenigrund 30. Parhúsið Jörundarholt 18a og 18b hlaut viðurkenningu. Guðmundur Stefán Kjartansson hlaut samfélagsverðlaun fyrir frumkvæði að hreinsun friðlands við Innsta Vog. Hér er hann ásamt Sævari Frey bæjarstjóra og Ragnari formanni umhverfis- og skipulagsnefndar. Stakstæður hlynur sem stendur á lóðinni Kirkjubraut 58 fékk verðlaun. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.