Skessuhorn


Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 201812 Fimmtudaginn 1. nóvember fór fram nokkuð óvenjulegt boccia- mót í Íþróttamiðstöðinni í Borg- arnesi og nefndist það Brákar- hlíðarmótið. Þar var í fyrsta sinn að hér á landi er keppt í einliða- leik, tvíliðaleik og liðakeppni á sama mótinu. „Þarna var gömul hugmynd að veruleika; að fjög- ur lið kepptu með áðurnefndum hætti. En þegar til kastanna kom mættu þrjú lið til leiks og aðeins heimaliðið var fullskipað,“ segir Ingimundur Ingimundarson sem skipulagði mótið ásamt Flemm- ing Jessen. Keppnin fór þannig fram að á velli eitt var keppt í ein- liðaleik. Á velli tvö í tvíliðaleik, en á völlum þrjú og fjögur í hefðbund- undinni liðakeppni. Til leiks mættu þrjú lið; úr Mosfellsbæ, frá Akranesi og heimamenn úr Borgarbyggð. Vegna fámennis var ákveðið að leika tvöfalda umferð. Sigurlið í hverjum leik hlaut tvö stig. Keppnin var jöfn og spennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en í síðasta leik. Í einliðaleik voru heimamenn og Akurnesingar jafnir með tvö stig. Í tvíliðaleik unnu Akurnesingar Borg- arbyggð örugglega og hlutu fjög- ur stig. Í keppni A-liða hlaut Mos- fellsbær sex stig, Borgarbyggð fjögur og Akranes tvö. Í keppni B-liða vann lið Borgarbyggð- ar Mosfellsbæinga örugglega og hlaut fjögur stig. Niðurstaðan varð því sú að Borgarbyggð vann mótið með 10 stigum, Akurnes- ingar hlutu 8 stig og Mosfellbær 6 stig. Öll liðin hlutu eignargripi sem gefnir voru af Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð. Að sögn Ingimundar er fyrirhugað að næsta Brákarhlíðarmót með sama fyrirkomulagi fari fram í byrjun nóvember á næsta ári. mm/ii/ Ljósm. Flemming Jessen Brákarhlíðarmótið í boccia Efnt verður til stórveislu hesta- manna á Vesturlandi laugardaginn 17. nóvember næstkomandi. Til- efnið er meðal annars að samfagna með hestamönnum í Dalasýslu en Hestamannafélagið Glaður fagnar 90 ára afmæli sínu í ár. Félagið er næstelsta hestamannafélag á land- inu. Afmælishátíðinni verður sleg- ið saman við árshátíð hestamanna á Vesturlandi. Vonir standa til að fjöldi hestamanna láti sjá sig og geri sér glaðan dag, kvöld og fram á nótt. „Það er von okkar að það takist að sameina hestamenn á Vesturlandi í góðan hitting og fagna félags- skapnum og samstarfinu ærlega,“ segir í tilkynningu á vef Glaðs. Hátíðahöldin verða að Laugum í Sælingsdal og boðið upp á gist- ingu á staðnum á hóteli eða heima- vist. Að kvöldi 17. nóvember verð- ur boðið upp á dansleik, veislustjóri kvöldsins verður Jóhann Sigurðar- son leikari og skemmtikraftur og hljómsveitin Duplex leikur fyrir dansi. Húsið verður opnað klukk- an 19:30 og borðhald hefst klukkan 20:00. Boðið verður upp á veislu- mat sem er borinn fram af Gunnari Björnssyni. Frekari upplýsingar um árshátíðina og afmælið er að finna á heimasíðu Hestamannafélagsins Glaðs, gladur.is. klj Hestamenn efna til stórhátíðar Jón Atli Kjartansson tekur Evru frá Dunki til kostanna. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Um síðastliðna helgi var hópur ungmenna á aldrinum 14-25 ára saman kominn á Laugum í Sæ- lingsdal á Ungmennaþingi Vestur- lands. Það voru Samtök sveitarfé- laga á Vesturlandi sem stóðu fyrir viðburðinum en honum var ætlað að efla þátttöku ungmenna í stjórn- sýslunni sem og að efla starf ung- mennaráða sem eru þegar starfandi í mörgum sveitarfélögum. Ung- mennin deildu sín á milli hvernig upplifun þeirra af ungmennaráð- um er og hvernig fyrirkomulagið er í þeirra sveitarfélagi. Þá komu fulltrúar frá Strandabyggð sem kynntu þeirra fyrirkomulag. Þar fundar ungmennaráð reglulega en auk þess á það einn áheyrnarfull- trúa í öllum nefndum að undan- skilinni velferðarnefnd. Þótti það gefa góða raun því þetta skilaði oft nýjum sjónarhornum á hlutina og kynnti um leið ungmenni fyrir því hvernig nefndarstarfið fer fram og hvernig ákvarðanir eru teknar í sveitarfélaginu. Allir málaflokkar koma ungmennum við Á þinginu fóru fram umræður um ýmis málefni eins og skóla- mál, íþrótta- og tómstunda- mál og skipulagsmál. Þar kom fram að vilji væri fyrir því að all- ir hefðu jafnt og gott aðgengi til að stunda fjölbreyttar tómstund- ir og í strjálbýlum byggðum væri sérstaklega reynt að skapa góða samfellu í skóla- og tómstunda- starfi. Þar mætti jafnvel skoða að haga skólabílaakstri þannig að hann nýtist einnig í íþrótta- og tómstundastarfi. Þá var það skoð- un ungmennanna að skipulags- málin væru þeim mjög viðkom- andi enda kæmu yngri kynslóðir til með að lifa í umhverfinu og nota það lengur en aðrir. Í þessu sam- hengi voru hjóla- og göngustígar sérstaklega nefndir enda þessi ald- urshópur oftast helsti notandinn á slíkum leiðum sem og í almenn- ingssamgöngum. Kjarninn í þess- ari umræðu var sá að í raun kæmu öll mál ungmennum við, alveg eins og öðrum sem sætu í nefndum og sveitarstjórnum. Oft hefði aðkoma ungmennaráða að stjórnsýslunni þó verið dregin við málefni ung- menna. En á móti kom spurningin, hver eru málefni ungmenna? Nið- urstaðan var að allir málaflokkar kæmu ungmennum við. Sveitarstjórnarfulltrúar ræddu við ungmenni Á seinni degi þingsins komu full- trúar frá flestum sveitarfélögunum á Vesturlandi og áttu samtal við ungmennin. Vakti það lukku þar sem ungmennin gátu þá tjáð sína skoðun á þeim hlutum sem höfðu verið ræddir á þinginu. Þá flutti Eygló Rúnarsdóttir einnig erindi en hún hefur starfað mikið með ungmennaráðum í Reykjavík. Gaf hún mörg góð ráð og velti ýms- um spurningum upp. Sagði hún það sérstaklega mikilvægt að ung- mennaráðin hefðu raunverulegt gildi. Mikilvægt væri að tilfinning þeirra sem sitja í ungmennaráðum væri þannig að vinna þeirra skil- aði árangri. Ekki að framlag þeirra væri álitið sem „krúttlegt framlag í stjórnsýsluna.“ Þá vitnaði hún í Stefán Gíslason sem sagði að mikið væri fólgið í hugviti ungs fólks því það hefði oft aðra sýn á framtíð- ina og mótun umhverfis. Að leita til ungmenna snerist ekki einungis um að uppfylla ákvæði í Barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna eða að safna fögrum stimplum. Stefnt að stofnun Ung- mennaráðs Vesturlands Eftir ungmennaþingið er stefnt að stofnun Ungmennaráðs Vestur- lands. Er því ætlað að starfa í sam- vinnu við stjórn SSV. Páll Brynj- arsson, framkvæmdastjóri sam- takanna, sagði að oft á tíðum hafi vantað að fá sjónarhorn ungmenna á ýmis málefni sem þau vinni með, sérstaklega samgöngur en SSV hefur leiðarkerfi strætó um lands- hlutann á sínu borði. Lagt var til að hvert sveitarfélag tilnefndi einn fulltrúa í ráðið sem helst sitji í ungmennaráði í sínu sveitarfélagi og að ráðið yrði farið að starfa fyr- ir vorið. sla Vilja styrkja stöðu ungmenna í stjórnsýslunni Fulltrúar frá Strandabyggð kynntu fyrirkomulag ungmennaráðs í þeirra sveitarfé- lagi. Ljósm. arg Ungmenni á aldrinum 14-25 ára komu saman á Ungmennaþingi Vesturlands á Laugum í Sælingsdal um liðna helgi. Ljósm. arg. Þátttakendur á Ungmennaþinginu ræddu saman í litlum hópum um þeirra skoðanir og reynslu. Ljósm. sla.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.