Skessuhorn


Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 201816 Hrönn Ásgeirsdóttir, félagsráð- gjafi á Akranesi, hlaut í upphaf október verðlaun Ís-Forsa, sam- taka um rannsóknir í félagsvís- indum, fyrir framúrskarandi framlag til rannsókna á sviði félagsvísinda á meistarastigi. Ís- Forsa er hluti af norrænu sam- tökunum Forsa, sem eru samtök um rannsóknir á sviði félagsvís- inda. Rannsókn Hrannar ber heit- ið „Það sem ekki varð“ og fjallar um upplifun og reynslu foreldra af stuðningi og þjónustu í kjölfar barnsmissis. Tók hún viðtöl við sex foreldra, sem allir eiga það sameig- inlegt að hafa misst barn á aldrin- um 6 til 17 ára af slysförum. Rann- sóknarefnið er Hrönn mikið hjart- ans mál. Sjálf þekkir hún barns- missi á eigin skinni. Dóttir hennar, Lovísa Hrund Svavarsdóttir, lést í apríl 2013 þegar keyrt var á hana af ölvuðum ökumanni, er hún var á leið heim úr vinnu á Akrafjallsvegi. Lovísa var aðeins 17 ára gömul. Eigin reynsla kveikjan að rannsókninni „Ég ætlaði mér aldrei að rannsaka þetta, hafði allt aðra hugmynd að meistararannsókn. En þegar mað- ur missir barn fer maður í gegn- um ótrúlega skrítið ferli. Það vakti upp spurningar um hvort aðrir for- eldrar upplifðu það sama og við. Þá kviknaði þessi hugmynd, að ég myndi rannsaka barnsmissi og líðan foreldra í kjölfarið með því að ræða við aðra foreldra, því það er ekk- ert til um þetta í fræðunum. Þetta hefur aldrei verið rannsakað áður á Íslandi,“ segir Hrönn í samtali við Skessuhorn. Af þeim sökum þurfti Hrönn að byggja á rannsóknum er- lendis frá. Þær eru ekki ýkja margar, en benda til þess að stuðning vanti bæði frá fagaðilum og fjölskyldu og vinum þegar foreldrar missa barn. „Sömuleiðis hafa þær rann- sóknir sýnt að foreldrar glíma bæði við sálfélagslega erfiðleika og eru líklegri til að þjást af áfallastreit- uröskun, kvíða, þunglyndi, og eru í áhættu fyrir eigin dauða á meðan þeir aðlagast breyttu lífi. Þeir eru líklegri til að finna fyrir persónu- legum breytingum, hafa lágt sjálfs- mat og einangrast frá öðrum. Einn- ig eru líkur á að þeir tapi færni til að sækja sér þjónustu, séu áttaviltir og líf þeirra einkennist af skeytingar- leysi og þeir eigi erfitt með að finna til gleði,“ segir Hrönn Gleymdur hópur Þessar niðurstöður segir hún ríma við erlendar rannsóknir nánast í einu og öllu. „Það sem kom út úr minni rannsókn var eiginlega allt það versta sem maður gat ímynd- að sér,“ segir hún alvarleg. „Aðeins helmingur foreldra sem ég ræddi við fékk stuðning eftir barnsmissi frá heilbrigðisstarfsfólki, fjölskyldu eða vinum. Þó var misjafnt hvaðan þeir fengu stuðning sem þó fengu hann. Sumir upplifðu ekkert frá velferðarþjónustunni en aðrir upp- lifðu stuðning frá vinum og fjöl- skyldu – og öfugt. En eftir stend- ur að helmingurinn upplifði engan stuðning,“ segir hún. „Að ganga í gegnum barnsmissi er svo erfitt og flókið að fólk þorir ekki að stíga inn í aðstæðurnar. Fólk sem horfir upp á ættingja eða vini missa barn finnst það auðvitað erfitt, veit ekki hvað það á að segja eða hvernig það á að haga sér. Hvað þjónustuna varð- ar þá hefur þessi hópur einfaldlega verið afskiptur og alla stefnumótun vantar í málaflokknum. Foreldrar sem missa barn eru gleymdur hóp- ur í velferðarþjónustunni,“ segir Hrönn. Veröldin hrynur og lífið splundrast Allir foreldrarnir sem Hrönn ræddi við í rannsókn sinni lýstu líð- an sinni þegar þeir fréttu af and- láti barns síns á þá leið að veröldin hefði hrunið, allt líf þeirra splundr- ast. „Það er svo erfitt að takast á við þetta og endurraða lífi sínu. Einn pabbinn í rannsókninni lýsti því þegar hann fór í vinnuna aft- ur, tveimur vikum eftir að barnið hans dó. Hann hafði unnið á sama vinnustað í áratugi. Hann stopp- aði á umferðarljósum og allt í einu vissi hann ekkert hvert hann var að fara eða hvað hann var að gera, allt hringsnerist í hausnum á honum. Fólk tapar gersamlega áttum. Það er erfitt að lýsa því hvað fólk gengur í gegnum, það skilur þetta enginn nema þeir sem hafa lent í þessu,“ segir Hrönn. „Fólk er í virkilegri hættu á að skaða sjálft sig ómeð- vitað, jafnvel verða valdur að slysi ef það er til dæmis í umferðinni. Ég get alveg staðfest það sjálf að fólk ætti ekki að setjast undir stýri fyrst eftir að það missir barn,“ segir hún. „Áhætta mæðra að verða sjálf- um sér að skaða í umferðinni eða af öðrum orsökum jókst um 133%. En skekkja gæti orsakað þær niður- stöður, þar sem mæður eru líklegri til að vera einar með börn,“ segir Hrönn. „Ein móðir sem ég tók við- tal við í rannsókninni er látin. Hún fékk enga aðstoð og var rosalega týnd eftir missinn. Mögulega hefur áfallið leitt hana til dauða óbeint.“ Helmingur íhugaði sjálfsvíg En það er ekki aðeins auknar líkur á að fólk lendi í slysum eftir barns- missi. Hættan á að fólk valdi sér meðvituðum skaða eykst einnig verulega. Þannig glímdi helmingur viðmælenda í rannsókn Hrannar við sjálfsvígshugsanir. „Sársaukinn er svo mikill að fólk sér bara eina leið út úr þessu,“ segir Hrönn. Þar hjálpar ekki að helmingur viðmæl- anda upplifði sig afskiptan. „Sem dæmi var einn faðir, sem missti 17 ára son sinn í bílslysi. Eftir að son- ur hans lést á sjúkrahúsi var honum ráðlagt að fara heim og taka svefn- töflu. Sem hann gerir. Síðan vissi hann bara ekkert. Enginn hringdi í hann, athugaði með hann eða benti honum á eitt eða neitt. Hann var óvirkur alkahólisti, sat bara heima hjá sér og sá ekkert annað í stöð- unni en að fara að drekka. Smám saman versnaði líðan hans og versn- aði þar til ekkert komst að hjá hon- um annað en að fyrirfara sér,“ segir hún. „Ég hélt að þetta hefði lagast, en nýverið misstu hjón á Akureyri son sinn. Þeim var útveguð svefn- tafla og bara sagt að fara heim.“ Fólk ráðvillt, áhugalaust og langar ekki að lifa Allir foreldrar áttu sameigin- legt að fjölga neikvæðum athöfn- um og venjum á meðan þeir voru að syrgja. Foreldrar upplifa mikla félagsfælni, kvíða og jafnvel ofsakv- íða. „Fólk verður ráðvillt, missir áhugann á öllu og langar ekki að lifa. Það vildi helst fá að henda sér ofan í gröfina hjá barninu, eins og einn viðmælandinn orðaði. Eins og ég sagði áðan þá hugleiddi helm- ingur viðmælenda að taka sitt eig- ið líf, bara til að komast út úr sárs- aukanum. Á sama tíma glímdu allir við minnisleysi, fólk veit ekki hvert það á að leita og missir frumkvæð- ið til að sækjast eftir aðstoð, er kannski bara heima hjá sér í algeru reiðileysi. Engin getur vitað hvað er að gerast heima hjá foreldrum og aðstandendum, hvorki þjón- ustukerfið né vinir og fjölskylda. Það styður enn frekar að það þurfi að fara að sinna þessum hópi, gera rótækt inngrip í líf þeirra, því þetta er hópur sem í rauninni get- ur ekki bjargað sér sjálfur,“ seg- ir Hrönn. „En eins og kom fram í minni rannsókn og hefur kom- ið fram í rannsóknum erlendis frá þá upplifa foreldrar ekki nægilegan stuðning eftir barnsmissi. Þeir við- mælendur mínir sem fengu aðstoð heilbrigðisstarfsfólks fengu hana í gegnum börnin sín, ekkert skipu- lagt verklag virðist vera til. Kerf- ið grípur inn í ef börn eiga í hlut, verða vitni af slysi eða eitthvað slíkt. Þetta fólk fékk að „lauma“ sér með í áfallameðferð, bara fyrir vel- vilja heilbrigðisstarfsmanna. Þarna er mögulega skekkja í minni rann- sókn, því ef þetta fólk hefði ekki átt annað barn sem komið var til að- stoðar þá hefði það mögulega ekki fengið neina þjónustu sjálft,“ seg- ir hún. „Stöndum okkur rosalega illa“ „Þetta segir mér bara að við stönd- um okkur rosalega illa í þessum málum. Það er svo mikilvægt að fá íhlutun þegar svona gerist, þó ekki nema bara til að benda fólki hvert það getur leitað. En það þarf að hamra á því og fylgja því eft- ir. Það er ekki nóg að koma bara einu sinni eða tvisvar inn á heimil- ið. Það segir sig sjálft því foreldrar glíma við minnisleysi og eru ráð- villtir eftir áfallið,“ bætir hún við. „Þó þetta sé ekki stærsti hópurinn af þeim sem líður mjög illa, þá er þetta samt hópur sem er í áhættu og þarf að halda vel utan um vegna þetta snýst ekki bara um foreldr- ana sem misstu barnið sitt. Þetta snýst líka um mömmuna og pabb- ann sem eiga önnur börn, jafnvel barnabörn og stórfjölskyldu.“ Þar koma flækjustig til sögunnar. „Þó ég hafi reynslu af því sem viðmæl- endur sögðu mér frá hafði ég aldrei hugleitt flækjustigin. Til dæmis breytast öll hlutverk inni á heim- ilinu. Börn sem búa heima hjá for- eldrum sínum þegar systkini þeirra deyr taka sér ósjálfrátt annað hlut- verk. Þau reyna að vera sterk til að passa upp á foreldrana, sýna engar tilfinningar heldur bæla þær nið- ur. Rannsóknir erlendis frá hafa sýnt að börn sem lenda í áföllum sem þessum á meðan þau búa í for- eldrahúsum geta sýnt mikla sál- félagslega erfiðleika seinna á lífs- leiðinni,“ segir Hrönn. „Þessi börn eru annar gleymdur hópur í vel- ferðarþjónustunni,“ bætir hún við. Sorgarviðbrögð karla og kvenna ólík Hrönn segir að sér hafi komið á óvart að karlar og konur taka á sorginni með mismunand hætti, samkvæmt niðurstöðum rann- sóknarinnar. Konur virðist fyrst og fremst leita huggunar hjá öðr- um konum og sínu stuðningsneti. Karlar leitist frekar við að koma sinni rútínu í gang aftur, drífa sig í vinnuna á ný. Vinnufélagarnir og vinirnir muni hjálpa þeim í gegn- um áfallið. „Við erum enn dálítið mótuð af kynjahlutverkum. Karl- inn á að vera þessi harði, sem sér fjölskyldunni farborða en ekki að vera heima að gráta og eða sýna til- finningar. Augljóslega er því mjög erfitt fyrir karlmenn að vera bæði að syrgja börnin sín og á sama tíma finna sig knúna til að uppfylla þetta hlutverk,“ segir Hrönn en telur jafnframt að þar geti leynst ákveð- inn kostur sem karlar hafa, um- fram konur, í aðstæðum sem þess- um. „Á sama tíma er kannski lán í óláni fyrir karla að geta harkað að- eins meira af sér en konurnar, en auðvitað er þetta persónubundið. Það getur líka verið ljós í myrkr- inu að geta þó stigið hænuskref inn á rétta braut, jafnvel þó það sé gert á hörkunni,“ segir Hrönn en tekur fram að hún sé að reifa. Ævistarf að halda áfram Titill rigerðarinnar, „Það sem ekki varð“, er sóttur í viðtöl Hrannar við foreldrana. Þetta orðasamband skaut þar oft upp kollinum. „For- eldrar lýstu mikið því sem ekki varð, svo sem því sem barnið þeirra fengi ekki að gera eftir að það deyr. Það slokknar bara á öllu og lífið heldur áfram. Síðan reyna foreldr- ar að lifa með því að fylgjast með vinum barnsins útskrifast úr skóla, stofna eigin fjölskyldu og njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Á sama tíma og foreldrar samgleðj- ast vinunum þá finna þeir til sorg- ar vegna þess að barnið þeirra fær ekki að upplifa þessa hluti með þeim,“ segir Hrönn. „Foreldra- nir geta ekki annað en reynt að lifa lífinu og halda áfram. Það er ævi- starf að halda áfram lífinu og hörku vinna, eftir slíkt áfall þarf mað- ur alltaf að vera á vaktinni,“ segir hún og þekkir af eigin raun. „Það koma dagar sem maður ræður ekki við þetta, eins og þruma úr heið- skíru lofti. Það er ótrúlega skrítin tilfinning. Þá fer maður langt nið- ur og er alltaf einn til tvo daga að ná sér aftur. Ef þú elskar einhvern rosalega mikið þá hættirðu ekkert að elska hann þótt hann deyi, þú þarft að glíma við ástina og sökn- uðinn og hann er verstur,“ segir hún. Stolt af rannsókninni Hrönn hikar aðeins og víkur því næst aftur að rannsókninni. Lít- ið bros sprettur fram á varirn- ar. Það er bland ánægju og undr- unar. „Það er fáránlegt að ég hafi náð að klára þetta í þessum aðstæð- um. Ég klappa mér á bakið fyrir að hafa skilað þessu af mér, ég er ótrú- lega stolt af því. Börnin mín eru það eina sem ég er stoltari af en að hafa klárað þessa rannsókn,“ seg- ir hún. „Þetta er kraftaverk í ljósi aðstæðna. Ég var hálfnuð með BA námið þegar lífið var tekið frá Lo- vísu Hrund. Ég man eiginlea ekkert frá BA náminu, glímdi við minnis- leysi og vissi ekki hvort ég var að koma eða fara eins og foreldrarnir í minni rannsókn. Maður man eig- inlega ekkert fyrsta árið eða tvö og ég get staðfest það sjálf,“ bætir hún við. Hrönn tók sér einn mánuð í hlé Hrönn Ásgeirsdóttir rannsakaði reynslu foreldra af stuðningi og þjónustu í kjölfar barnsmissis „Foreldrar sem missa barn eru gleymdur hópur“ Hrönn Ásgeirsdóttir félagsráðgjafi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.