Skessuhorn


Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 20184 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Katrín Lilja Jónsdóttir klj@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Teflt á tæpasta vað Í fréttum liðinnar viku kom býsna margt við sögu. Sífellt verðum við vitni af afleiðingum hlýnunar jarðar sem birtast í öfgum í veðurfari um allan heim. Þannig urðu mannskæð flóð og ofsaveður á Ítalíu á sama tíma og bærinn Paradís í Kaliforníuríki varð eldi að bráð vegna þurrka. Slíkar frétt- ir víðsvegar að úr heiminum verða vafalítið daglegt brauð næstu árin vegna þeirra breytinga sem við erum að upplifa í veðurfari. Hér heima hins vegar fannst mér eitt standa upp úr öðru. Seðlabankinn kynnti ákvörðun sína um að hækka stýrivexti um fjórðung úr prósentu- stigi. Taktlaus aðgerð og beinlínis röng. Eins og við þekkjum vel er yfir- lýst stefna stjórnvalda í efnahagsmálum að Seðlabankinn skuli starfa með fyrirfram ákveðið verðbólgumarkmið að leiðarljósi. Því er nú fylgt eftir af miklu harðfylgi og segir orðrétt í yfirlýsingu Más Guðmundssonar seðla- bankastjóra: „Peningastefnunefnd ítrekar að hún hefur bæði vilja og þau tæki sem þarf til að halda verðbólgu við markmið til lengri tíma litið.“ Svo er klikkt út með: „Haldi verðbólguvæntingar áfram að hækka og fest- ist í sessi umfram markmið mun það kalla á harðara taumhald peninga- stefnunnar. Aðrar ákvarðanir, einkum á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum, hafa þá áhrif á hversu mikill fórnarkostnaður verður í lægra atvinnustigi.“ Hér eru tennurnar sannarlega sýndar; allur tanngarðurinn. Hækkun stýri- vaxta á semsé fyrirfram að gera að engu meinta launahækkun sem fengist með næstu kjarasamningum. Það hefði verið hreinlegra fyrir Má að hreyta framan í verkafólk: „Hunskist til að biðja ekki um hærri laun (aumingjarnir ykkar).“ Í aðdraganda þeirra kjarasamninga sem nú fara í hönd hefur gætt meiri þunga en við eigum að venjast á liðnum árum. Orsakast það meðal annars af skarpari línum sem nýtt forystufólk í verkalýðshreyfingunni hefur boðað sem aftur helgast af miklum hækkunum efstu laga þjóðfélagsins og aug- ljósrar misskiptingar gæðanna. Borist hafa fréttir af ofurlaunahækkunum forstjóra og þá skammtaði Kjararáð fyrir nokkrum misserum æðstu emb- ættismönnum og stjórnmálamönnum hækkanir af slíkri fórnfýsi að það væri í hæsta máta undarlegt ef fulltrúar launafólks brygðust ekki við með sannfærandi hætti. Ég hef að undanförnu reynt að rifja það upp í huganum hvort viðbrögð Más Guðmundssonar og hans fólks í Seðlabankanum hafi verið í sama dúr þegar Kjararáð birti ákvörðun sína um 45% hækkun stjórnmálamanna og efstu laga embættiskerfisins. Ég held að hann hafi alls ekki þá veifað vaxta- vendinum eins og nú þegar fyrir láglaunafólki liggur að krefjst bóta. Í mín- um huga er þetta ekkert annað en dónaskapur einhverrar ímyndaðrar elítu í þjóðfélaginu sem telur sig yfir aðra hafin og megi og geti allt í skjóli emb- ættisfærslu. Að seðlabankastjóri skuli voga sér að hóta með beinum hætti hefnd ef lægstu lög þjóðfélagsins, í hans augum, fái bót launa sinna er ótrú- leg framkoma. Ég get því ekki annað en tekið undir með forstjóra Samherja sem krefst tafarlausrar afsagnar seðlabankastjóra vegna vanhæfis. Í tilfelli Samherja hafa dómstólar nefnilega kveðið upp úr að hann hafi lagt fyrir- tækið í einelti í áraraðir að ósekju. Það sem greinir þetta tvennt að sem ég hef hér nefnt er einungis eitt. Öfgum í veðurfari getum við lítið gert við, nema kannski farið að haga okkur betur í umgengni við náttúruna og hættum að eitra andrúmsloftið. Við öfgunum sem við greinum hins vegar í orðum og gjörðum seðlabanka- stjóra getum við hins vegar brugðist, bæði hratt og örugglega. Þau við- brögð eru þó í höndum stjórnmálamanna sem marka stefnu í efnahags- málum, ráða embættismenn til að framfylgja þeirri stefnu - og ekki síst láta þá taka pokann sinn ef þeir eru ekki að valda hlutverki sínu. Til þess þarf pólitískan kjark. Magnús Magnússon. Slökkvilið Akraness og Hval- fjarðarsveitar var snemma á föstudagskvöldið kallað út vegna bruna í húsi við Vest- urgötu 101 á Akranesi. Í ljós kom að eldur hafði kvikn- að í brauðrist og fylltist hús- ið af reyk. Tveir voru flutt- ir á sjúkrahús til aðhlynning- ar vegna gruns um reykeitr- un, húsráðandi og nágranni sem kom til aðstoðar. Tjón varð minniháttar en skemmd- ir á húsnæði urðu einhverjar vegna reyks og sóts. mm Minniháttar tjón þegar brauðrist brann yfir Viðbragsaðilar á Akranesi voru kall- aðir út laust fyrir kl. 20:00 á mánu- dagskvöldið síðasta vegna ammóní- aksleka í fiskvinnsluhúsi við Báru- götu á Akranesi. Að sögn lögreglu kom lekinn upp þegar bilun í við- gerð á frystibúnaði gaf sig, en gert hafði verið við búnaðinn fyrr um daginn. Enginn var í húsinu þeg- ar lekinn kom upp. Viðvörunarkerfi hússins fór í gang, eftirlitsmaður hélt á staðinn til að athuga málið og upp- götvaði þá lekann. Viðgerðarmenn voru mættir á staðinn þegar lögregla, slökkvilið og aðrir viðbragðsaðilar komu á vett- vang. Lekinn var stöðvaður og loft- að út úr húsinu. Að sögn lögreglu var engin hætta á ferðum og engum varð meint af. Íbúar í nágrenninu voru þó beðnir að loka gluggum og kynda hús sín, til að halda loftþrýst- ingi uppi og varna því að ammóníak kæmist inn til þeirra. Ammóníak ryður frá sér súrefni og ef andrúmsloft er mjög ammóní- aksmettað getur það valdið lungna- skemmdum og jafnvel köfnun, vegna þess að þá hefur fólk ekki súr- efni til að anda að sér. Í litlu magni eru ammóníaksgufur hins vegar ekki taldar hættulegar en lyktin þykir ekki góð. Þess vegna vill lögregla ítreka að engin hætta hafi verið á ferðum fyrir íbúa í nágrenninu. kgk Ammóníaksleki varð í fiskvinnsluhúsi á Akranesi Frá vettvangi á mánudagskvöld. Ljósm. klj. Á ellefta tímanum í gærmorgun varð bilun á Deildartunguæð rétt austan við Flókadalsá í Borgarfirði. Hita- veitulögnin flytur eins og kunnugt er heitt vatn úr Deildartunguhver til Borgarness og Akraness. Lokað var fyrir vatnsrennslið um leið og bilun- in uppgötvaðist og viðgerð stóð yfir í gær. Truflun varð af þeim sökum á afhendingu á heitu vatni til nokkurra bæja í Borgarbyggð vegna þessa en heitavatnsleysi á Akranesi, sem til- kynnt var um sama daga, var vegna óskylds viðhalds og tilviljun að það það gerðist sama daginn. „Talsvert vatn úr æðinni rann í Flókadalsá og því var eftirlitsaðilum og viðkom- andi veiðifélagi tilkynnt um atburð- inn,“ sagði í tilkynningu frá Veitum sem send var út í gærdag. „Unnið hefur verið að endurnýj- un Deildartunguæðar með það fyrir augum að efla afhendingaröryggi á heitu vatni á Vesturlandi. Endurnýj- un hefur beinst að þeim hlutum þar sem bilanir hafa verið tíðastar. Æðin er 62 kílómetra löng milli Deildar- tungu og Akraness en séu lagnir til Hvanneyrar, Borgarness og Bæjar- sveitar taldar með nær lengd hennar 75 kílómetrum. Búið er að endur- nýja meira en helminginn en bilun- in í morgun [gær] varð á óendurnýj- uðum hluta lagnarinnar,“ sagði í til- kynningu Veitna. mm Bilun í stofnæðinni frá Deildartunguhver Um árabil hefur viðhaldi ljósa- staura á Akranesi verið sinnt af starfsmönnum Orkuveitu Reykja- víkur sem búa og starfa á Akranesi. Til verksins hefur um árabil ver- ið leigður körfubíll frá tækjaleigu Gísla Jónssonar við Ægisbraut. Nú hefur OR ákveðið að gera breyt- ingar á þessu fyrirkomulagi, skilaði körfubílnum í síðustu viku og send- ir nú slíkt tæki ásamt mannskap úr Reykjavík til að áfram kvikni á per- um í staurum Skagamanna. Að sögn Sævars Freys Þráins- sonar bæjarstjóra er þessi breyting ekki í þökk bæjaryfirvalda sem eiga ljósastaurana. „Þetta fyrirkomu- lag byggir á samkomulagi um að OR sinni viðhaldi ljósastauranna. Við leggjum hins vegar áherslu á að verja öll þau störf og þjónustu sem í boði er í heimabyggð. Þessi breyting samrýmist ekki þeirri stefnu. Ég hef því kallað eftir skýring- um á þessu og viðbrögð okkar í framhaldinu taka mið af þeim svörum,“ segir Sævar Freyr í sam- tali við Skessuhorn. mm OR skilaði bílnum og þjónustar nú ljósastaura Skagamanna úr Reykjavík Körfubíll þessi hefur um árabil verið í láni hjá OR og sinnt viðhaldi ljósastaura. Einungis hefur verið greitt fyrir virkar vinnustundir á bílnum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.