Skessuhorn


Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 20186 Fasteignakaup í október LANDIÐ: Á Vesturlandi var 67 kaupsamningum um fast- eignir þinglýst í októbermán- uði samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá. Þar af voru 30 samningar um eignir í fjölbýli, 22 samningar um eignir í sér- býli og 15 samningar um ann- ars konar eignir. Heildarveltan í þessum viðskiptum var 1.850 milljónir króna og meðalupp- hæð á samning því 27,6 millj- ónir króna. Af þessum 67 við- skiptum með húsnæði voru 32 samningar um eignir á Akra- nesi. Þar af var 21 samningur um eignir í fjölbýli, níu samn- ingar um eignir í sérbýli og tveir samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 1.076 milljónir króna og meðalupphæð á samning 33,6 milljónir króna. -mm Tvær milljónir ferðamanna á tíu mánuðum LANDIÐ: Brottfarir erlendra farþega frá Leifsstöð í októ- ber síðastliðnum voru um 200 þúsund samkvæmt upplýsing- um frá Ferðamálastofu. Þetta voru 17.700 fleiri en í október á síðasta ári. Fjölgunin í mán- uðinum nam 9,7% milli ára en hún hefur einungis mælst hærri tvo mánuði ársins, í maí og september. Bandaríkja- menn voru langfjölmennast- ir í október og fjölgaði þeim verulega frá því í sama mánuði í fyrra eða um 35,6%. Fækk- un var í brottförum Norður- landabúa, Breta og Asíubúa og var hún á bilinu 7,7%-13,2%. Bandaríkjamenn hafa borið uppi aukningu haustsins en þeim hefur fjölgað um rúm 40%. Frá áramótum og út janúar hafa tvær milljónir er- lendra farþega farið frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll sem er 5,9% fjölgun miðað við sama tímabil í fyrra. -mm Ákærður fyrir skútustuld VESTFIRÐIR: Erlendur karlmaður sem stal skútunni Inook í Ísafjarðarhöfn sunnu- daginn 13. október síðastlið- inn og sigldi henni til Rifs, þar sem hann var handtekinn, hefur verið ákærður vegna stórfellds þjófnaðar. Talið er að maðurinn hafi ætlað að sigla skútunni til Skotlands eða Færeyja. Inook er skúta af dýrari gerðinni, en áætlað er að hún kosti um 100 milljónir króna. -mm Fjölga nefndum BORGARBYGGÐ: Á vett- vangi byggðarráðs og sveit- arstjórnar Borgarbyggð- ar hefur að undanörnu ver- ið rætt um endurskoðun á samþykktum sveitarfélagsins til að auka megi skilvirkni fastanefnda. Byggðarráð samþykkti nýverið að leggja til við sveitarstjórn að breyta nefndaskipan í tveimur at- riðum. Í fyrsta lagi að skipta Umhverfis,- skipulags- og landbúnaðarnefnd upp í tvær nefndir, umhverfis- og land- búnaðarnefnd annars vegar og skipulagsnefnd hins veg- ar. Þessar nefndir verði hvor um sig skipuð fimm einstak- lingum. Þá leggur byggð- arráð til við sveitarstjórn að sett verði á fót atvinnu,- markaðs- og menningar- málanefnd. Sú nefnd verði skipuð þremur einstakling- um. Tillögunni var vísað til fyrri umræðu á fundi sveitar- stjórnar sem samþykkti síð- astliðinn fimmtudag að vísa afgreiðslu málsins til seinni umræðu á næsta fundi sveit- arstjórnar. -mm Frumvarp um ófrjósemis- aðgerðir LANDIÐ: Velferðarráðu- neytið hefur birt til umsagn- ar í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi heilbrigð- isráðherra til nýrra laga um ófrjósemisaðgerðir. Mark- mið fyrirhugaðrar lagasetn- ingar er að heimila fram- kvæmd ófrjósemisaðgerða að beiðni einstaklings eða þegar sérstakar ástæður liggja fyrir. Áhersla er lögð á að mann- réttinda og mannhelgi verði gætt í hvítvetna við fram- kvæmd laganna. Sjá nánar á vef Stjórnarráðsins. -mm Á fundi sveitarstjórnar Borgar- byggðar síðastliðinn fimmtudag var framkvæmdaáætlun sveitarfélags- ins fyrir næstu fjögur ár lögð fram til fyrri umræðu. Samkvæmt tillög- unni eru heildar fjárfestingar tíma- bilið 2019-2022 áætlaðar rúmir tveir milljarðar króna. Stærsta ein- staka framkvæmdin er stækkun og endurbætur á Grunnskólanum í Borgarnesi sem nú er í gangi, en í það verk er áætlaðar 680 milljónir króna á næstu fjórum árum. Þann 1. nóvember síðastliðinn var búið að gjaldfæra 260 milljónir króna vegna verksins. Stækkun skólans, endur- bætur á eldra húsnæði auk lóða- framkvæmda er áætlað að kosti um einn milljarð króna, samkvæmt upp- lýsingum frá Gunnlaugi A Júlíussyni sveitarstjóra. Nýbygging fyrir leik- skóla á Kleppjárnsreykjum er áætl- uð að kosti 280 milljónir og gjald- færist sá kostnaður að stærstum hluta á næsta ári, enda gert ráð fyrir að leikskólinn taki þar til starfa fyrir lok næsta árs. Þá er gert ráð fyrir að hefja á kjörtímabilinu framkvæmd- ir við undirbúning og byggingu nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi og er áætlað að til og með árinu 2022 verði búið að verja 450 milljónum króna í þá framkvæmd. Loks er gert ráð fyrir að gatnagerð, gangstéttar og stígagerð á tímabilinu kosti sveit- arsjóð 250 milljónir króna. Ljós- leiðaraverkefnið er áætlað að kosti sveitarsjóð um 260 milljónir króna á næstu fjórum árum. Í greinargerð með fjárhagsáætl- un sem lögð var fyrir sveitarstjórn segir að gert sé ráð fyrir 400 millj- óna króna lántöku á næsta ári mið- að við þær framkvæmdir sem verða í gangi. „Ef farið verður hrað- ar í framkvæmdir við Grunnskól- ann í Borgarnesi gæti þurft að gera ráð fyrir hærri lántöku á næsta ári. Skuldastaða sveitarfélagsins er góð en skuldaviðmið sveitarfélagsins er 72% og fer batnandi. Með 400 milljóna króna lántöku mun skulda- staðan hækka tímabundið en er vel innan þess ramma sem sveitarfé- laginu er fært,“ sagði í greinargerð sem Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, formaður byggðarráðs, lagði fram og birtir reyndar að auki sem að- senda grein hér í blaðinu í dag. Finnst of geyst farið Guðveig Eyglóardóttir, oddviti minnihlutans í sveitarstjórn, lagði fram bókun þar sem segir að í fram- lagðri fjárhagsáætlun sé gert ráð fyr- ir 1,6 milljarða króna lántöku á kjör- tímabilinu til að fjármagna fyrirliggj- andi framkvæmdaáætlun. „Fulltrúar Framsóknarflokksins vara við því að fara í svo umfangsmikla lántöku með tilheyrandi kostnaði. Sveitar- stjórn ber að hafa í huga varnaðar- orð sem fram hafa komið í fréttum um að blikur séu á lofti um kólnun í hagkerfinu og vaxtahækkanir. Þrátt fyrir uppsafnaða viðhalds- og fjár- festingarþörf telja fulltrúar Fram- sóknarflokksins óábyrgt að gera áætlanir um að fjárfesta fyrir ríflega 2 milljarða á tímabilinu.“ mm Borgarbyggð hyggst fjárfesta fyrir rúma tvo milljarða Byrjað er að reisa forsteyptar einingar í stækkun Grunnskóla Borgarness, en nú er áætlað að það verk kosti allt um einn milljarð króna. Ljósm. borgarbyggd.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.