Skessuhorn


Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2018 9 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is SK ES SU H O R N 2 01 8 Skipulagsauglýsingar hjá Borgarbyggð Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 175. fundi sínum þann 13. september 2018, samþykkt að auglýsa eftirfarandi tillögur: Miðnes í Borgarnesi – Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 Með fyrirhugaðri deiliskipulagstillögu mun nýtingarhlutfall breytast á hluta svæðisins og er því gerð breyting á aðalskipulaginu. Málsmeð- ferð verður samkvæmt 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Miðnes í Borgarnesi – Tillaga að deiliskipulagi Meginmarkmið skipulagstillögu er að staðfesta lóðarmörk, afmarka byggingarreiti og setja skilmála um mannvirki á lóðum og hugsan- lega frekari uppbyggingu. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi í Ráðhúsi Borgarbyggð- ar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi, frá 16. nóvember til og með 28. desember 2018 og verða einnig aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar, www.borgarbyggd.is. Hverjum þeim aðila sem hagsmuna á að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við skipulagstillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en föstudaginn 28. desember 2018 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is. Miðvikudaginn 28. nóvember 2018 milli kl. 17:00 og 18:00 verða starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar með opið hús í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi, þar sem tillögurnar verða kynntar þeim sem þess óska. Kynningarherferðin er styrkt af Evrópusambandinu – The European Union‘s Rights, Equality and Citizenship Programme (2014-2020) Á fundinum verður fjallað um grunnreglur persónuverndarlaganna sem allir þurfa að kunna skil á, þýðingu þeirra fyrir einstaklinga og þær kröfur sem lögin gera til fyrirtækja og annarra sem vinna með persónuupplýsingar. Allir velkomnir! OPINN KYNNINGARFUNDUR MEÐ PERSÓNUVERND Fundaröð Persónuverndar um nýja persónuverndarlöggjöf 2018 Fimmtudaginn 22. nóvember kl. 12:30-14:30 í Hjálmakletti, Borgarnesi Nánari upplýsingar og skráning á www.personuvernd.is Síðastliðinn mánudag var Björg, bátur björgunarsveitarinnar Lífs- bjargar, sótt í slipp í Skipavík í Stykkishólmi. Þar hafði hann ver- ið síðustu vikuna í andlitslyftingu og lagfæringum. Var meðal annars skrokkurinn, dekkið og rekkverk- ið málað, skipt var um svokallað pakk, sem er þéttiþráður í stefnis- röri, en einnig voru botnkranar yf- irfarnir sem og öxull. Eitt og hálft ár er síðan Björgin fór síðast í slipp og þarf hún því ekki að fara næsta árið. Venjan er að hún fari með um það bil 15 mánaða millibili ef ekk- ert kemur upp á. þa Björgin komin úr slipp í Skipavík Jól í skókassa er alþjóðlegt verk- efni á vegum KFUM og KFUK sem felst í því að gleðja fátæk börn í Úkraínu. Útbúnar eru sérstakar jólagjafir þar sem ákveðnir hlutir eru settir í skókassa. Lista yfir hvað á að fara í skókassana má nálgast á heimasíðu verkefnisins. Nem- endur í 1. til 4. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar tóku þátt í verk- efninu eins og undanfarin ár. Hver bekkur safnaði í fimm skókassa og sendu því alls 20 kassa til barnanna í Úkraínu. Flesta munina komu börnin með að heiman, utan tannkrem og tannbursta, sem Tannlæknastofa Ara Bjarnasonar hafði útvegað. Þau unnu svo saman að því að raða í kassana og merkja þá með kyni og aldri barns. Séra Óskar Ingi Inga- son sóknarprestur koma svo í skól- ann og tók formlega á móti skó- kössunum frá nemendum og sá um í samvinnu við skólann að koma þeim til flutningsaðila sem sáu um að flytja þá til Reykjavíkur skólan- um að kostnaðarlausu. Vildi skól- inn koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra sem aðstoðuðu við þetta verkefni. þa Sendu börnum í Úkraínu jólaglaðning

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.