Skessuhorn


Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2018 11 www.skessuhorn.is Blóðsykurmæling á Akranesi Laugardaginn 17. nóvember 2018 verða Félag sykursjúkra á Vesturlandi og Lionsklúbbur Akraness með fría blóðsykurmælingu í boði Apóteks Vesturlands Mælingin fer fram í verslunarmiðstöðinni að Smiðjuvöllum 32 (Bónus) og stendur yfir frá kl. 13.00 - 16.00 Fólk er hvatt til að nýta sér mælinguna, sem er því að kostnaðarlausu SK ES SU H O R N 2 01 8 Formaður Lions klúbbsins er Eysteinn Gústafsson Formaður Dropans, Styrktarfélags sykursjúkra barna er Jón Sólmundsson Söfnun stendur yfir á Karolina Fund fyrir nýtt vefrit, Úr vör, sem mun fjalla um hvernig fólk á Vest- fjörðum og víðs vegar um landið notar skapandi aðferðir til að leita lausna. Stofnendur vefritsins eru hjónin Aron Ingi Guðmundsson og Julie Gasiglia sem stofnuðu og reka HÚSIÐ-Creative Space á Patreks- firði þar sem þau búa líka. „Úr vör er ætlað að fjalla um allt hið frábæra sem fer fram á lands- byggðinni varðandi nýsköpun, list, menniingu og frumkvöðlastarf í hvaða formi sem er, og með því veita fólki innblástur.“ Í tilkynningu frá aðstandendum síðunnar segir jafnframt að langt sé á milli lands- horna en Úr vör sé ætlað að verða vettvangur sem sameini, styrki og færi landsmenn nær hvorum öðrum. „Vestfirðir og landsbyggðin í heild eiga skilið meiri og betri fjölmiðla- umfjöllun og getur það gagnast okk- ur öllum,“ segja aðstandendur þess sem hvetja fólk til að kynna sér verk- efnið og leggja því lið. Sjá nánar á Karolina Fund. klj Söfnun fyrir vefritið Úr vör á Karolina Fund Áfram er unnið að framkvæmd- um í Sjómannagarðinum í Ólafs- vík en byrjað var á þeim síðla sum- ars. Fyrir liðna helgi gerði hlýindi og var þá ekki til setunnar boðið og steyptur hálfur hringurinn af stýr- inu sem á að koma í kringum stytt- una af sjómanninum. Unnið er eft- ir teikningum sem Valgerður Hlín Kristmannsdóttir gaf sjómönnum í Ólafsvík 2011 en það var lokaverk- efni hennar á umhverfisskipulags- braut frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Gera á eftirlíkingu af stýrishjóli kringum styttuna sem Guðmundur Einarsson frá Miðdal gerði og sett var upp 1961. Þá á að laga innganginn af Mýrarholti inn í Sjómannagarðinn og fleiri verkefni fylgja svo í kjölfarið. Einnig þarf að laga bílastæðin við garðinn sem liggja að innganginum frá Grund- arbrautinni. Pétur Steinar Jóhannsson, for- maður Sjómannadagsráðs Ólafs- víkur, segir að Eiríkur Gautsson múrarameistari sjái um steypu- vinnuna og starfsmenn frá JT Tré- smíði eru með smíðavinnuna. TS vélar sáu um jarðvegsskiptin. „Með þessu verkefni er verið að varðveita og hlúa að styttunni. Það er von okkar að hún standi sem lengst og að sjálfsögðu er verið að gera um- hverfi hennar og Sjómannagarðs- ins aðlaðandi. Vonandi gengur vel að gera sem mest á þessu ári og því næsta. Sjómannagarðurinn verður þá enn meira virði fyrir okkur bæj- arbúa og gesti til að vera í og njóta hans um ókomin ár,“ segir Pétur. þa Ýmsar framkvæmdir við Sjómannagarðinn í Ólafsvík Útlitsteikning að sjómannagarðinum sem Valgerður Hlín Kristmannsdóttir vann við umhverfisskipulagsbraut LbhÍ á Hvanneyri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.