Skessuhorn


Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 201818 volundarhus.is · Sími 864-2400 GARÐHÚS 14,5 m² www.volundarhus.is Vel valið fyrir húsið þitt TILBOÐ 10% afsláttur af öllum GARÐHÚSUM og Sky15-3 og Sky15-44 gestahúsum af verðunum á heimasíðunni okkar www.volundarhus.is VH /1 7- 01 GARÐHÚS 4,7m² 44 mm bjálki / Tvöföld nótun GARÐHÚS 4,4m² GARÐHÚS 9,9 m² án gólfs GARÐHÚS 9,7m² 50% afsláttur af flutningi á GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM á allar þjónustu- stöðvar Flytjanda. GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður Sjá fleiri GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði á heimasíðunni volundarhus.is Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar volundarhus.is og í síma 864-2400. Hryllingsmyndahátíðin Frostbi- ter fer fram á Akranesi dagana 23. – 25. nóvember. Á hátíðinni verða sýndar 45 stuttmyndir og þar af 13 íslenskar stuttmyndir. „Við fengum sendar inn 270 myndir frá öllum heimshornum svo það var ekki auðvelt að velja úr,“ seg- ir Ársæll Rafn Erlingsson í samtali við Skessuhorn, en Ársæll og Lov- ísa Lára Halldórsdóttir standa fyr- ir hátíðinni í samvinnu við Stefán Birgi Stefánsson sem sér um graf- íska hönnun. Myndirnar verða sýndar víða um Akranes auk þess sem aðrir skemmtilegir viðburðir verða haldnir. „Við munum sýna myndir í Tónbergi, keilusalnum, vitanum og fleiri stöðum. Á Svarta Pétri verður hryllings pub quiz og á sunnudeginum verður þynnku- sund í Bjarnalaug þar sem einn- ig verður sýnd mynd. Páll Óskar mun sýna hryllingsmyndir af super eight filmu í Þorpinu. Þetta verð- ur mjög fjölbreytt og skemmti- legt,“ segir Ársæll. Fær martraðir Þetta er í þriðja skipti sem Ársæll og Lovísa halda hátíðina og stefn- ir í metfjölda í ár. „Fyrsta árið var alveg ágætlega sótt og í fyrra var mjög góð mæting. Við höfum heyrt að það ætli töluvert fleiri að koma í ár. Við erum enn að þróa hátíðina og er dagskráin í ár mjög skemmtileg,“ segir Ársæll. Ársæll og Lovísa eru bæði kvikmynda- gerðafólk, Ársæll er leikari og Lovísa handritshöfundur og leik- stjóri. „Lovísa er mikil hryllings- myndaáhugakona og hana vant- aði stað til að sýna hryllingsmynd- ir, en þær eru ekki teknar inn á hvaða hátíð sem er. Þannig spratt upp þessi hugmynd að halda hryll- ingsmyndahátíð,“ útskýrir Ár- sæll og bætir því við að sjálfur sé hann ekki mikill hryllingsmynda- aðdáandi. „Ég fæ martraðir,“ seg- ir hann og hlær. „En ég er að læra að meta hryllingsmyndir og hef áttað mig á því að þessar myndir eru ekki bara til að hræða, það er meira bakvið þær.“ Hátíðin er styrkt af Sóknaráætl- un Vesturlands og Akraneskaup- stað og er aðgangur því ókeyp- is. „Styrkirnir og mikil aðstoð frá Akraneskaupstað gerir okkur kleift að hafa frítt inn og þannig kynna hryllingsmyndir betur fyrir fleirum,“ segir Ársæll. Áhugasam- ir geta fundið allar helstu upplýs- ingar á Facebook síðu Frostbiter og á www.frostbiter.is. arg Hryllingsmyndahátíðin Frostbiter framundan á Akranesi Slökkvilið Grundarfjarðar stóð fyrir stórri æfingu í Grundarfirði á laug- ardaginn. Þá mættu þrír starfsmenn SHS eða Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins og settu upp veglega reyk- köfunaræfingu í húsakynnum Fisk Seafood þar sem áður var rækju- vinnsla fyrirtækisins. Húsið stendur tómt að stórum hluta og því var nóg um króka og kima sem reyndi mikið á reykkafarana. Öllum slökkviliðum á Snæfellsnesi var boðið að taka þátt og mættu galvaskir slökkviliðsmenn úr Slökkviliði Snæfellsbæjar og tóku þátt. Svona stórar æfingar eru taldar nauðsynlegar fyrir menn til að við- halda þekkingu sinni og bæta. Eft- ir daginn voru men lúnir eftir áökin en margir þurftu að leysa krefjandi verkefni frá klukkan níu um morg- uninn og frameftir degi. tfk Stór slökkviliðsæfing í Grundarfirði Slökkvilið Snæfellsbæjar að ráðast til inngöngu á neðri hæðina og Slökkvilið Grundarfjarðar á efri hæðina. Bæði slökkviliðin ásamt leiðbeinendunum þremur frá SHS. Það er meira en að segja það að fara í blinda leit með stóra slöngu með fullum þrýstingi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.