Skessuhorn


Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2018 21 Félagarnir Gísli Einarsson og Björn Bjarki Þorsteinsson í Borg- arnesi birtu um helgina tímamóta- yfirlýsingu, þar sem fram kemur að Sauðamessan í Borgarnesi í október hafi jafnframt verið sú síðasta. Hafa þeir ákveðið að leggja hátíðina nið- ur í þeirri mynd sem landmenn þekkja hana, en eru þó hvergi af baki dottnir í hátíðarhöldum. „Eft- ir stendur sú hefð sem hefur skapast að Borgfirðingar, brottfluttir Borg- firðingar og gestir, geri sér glað- an dag í byrjun október. Eitt af því sem gert var í tengslum við Sauða- messu núna í haust var vel heppnað kótilettukvöld knattspyrnudeildar Skallagríms. Stjórn knattspyrnu- deildarinnar hefur því ákveðið að taka við Sauðamessudeginum og stofna til hátíðarhalda, Hausthátíð- ar, á grunni Sauðamessu en undir nýjum formerkjum. Knattspyrnu- deild Skallagríms mun síðan vænt- anlega kynna nánari útfærslu á þess- ari hátíð á nýju ári. Við, sem fyrr- verandi forystusauðir, fögnum því að framhald verið á hátíðarhöldum þessa helgi þó Sauðamessan sé öll,“ segja Gísli og Björn Bjarki. mm Sauðamessa hefur runnið sitt skeið Ungir drengir á yngsta skólastiginu eru helmingi líklegri til að vera settir á hegðunarlyf en stúlk- ur á sama aldri. Kannanir benda til að drengir eigi erfitt uppdráttar í skóla- kerfinu og fleiri dreng- ir en stúlkur lesa sér ekki til gagns við útskrift úr grunnskóla. Drengir falla fremur út úr framhalds- skólum en stúlkur og færri drengir útskrifast og nú er svo komið að ein- ungis þriðjungur þeirra sem stunda háskólanám eru karlar. Miklu fleiri ungir menn falla fyrir eigin hendi en ungar konur og er það hærra hlutfall hér en annars staðar á Norðurlöndum. Tæp 80% þeirra sem grunaðir eru um hegningar- lagabrot eru karlar. Karl Gauti Hjaltason, alþing- ismaður Flokks fólksins og fyrr- um sýslumaður, tók málið upp í umræðum á þingi síðastliðinn fimmtudag. Spurði hann hvort ríkisstjórnin hafi rætt þennan mikla vanda sem virðist blasa við hinu unga karlkyni og hvort ein- hver úrræði hafi verið rædd á vett- vangi ríkisstjórnarinnar. Þá spurði hann forsætisráðherra út í hvort ástæða vanlíðanar drengja og ungra manna megi rekja til nei- kvæðrar umræðu í garð karlkyns- ins á síðustu árum. „Er ríkisstjórn- in tilbúin til að gera gangskör í því að ráðast að orsökum þessa vanda í samfélagi okkar,“ spurði Karl Gauti og lét þess getið að þetta væri svo mikið alvörumál að hann hafi ákveðið að beina máli sínu til forsætisráðherra en ekki einstakra fagráðherra í ríkisstjórn. Í svari Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra kom m.a. fram að eyða þurfi þeirri meinsemd sem kyndbundið ofbeldi er í ís- lensku samfélagi. Styðja þurfi við drengi ekki síður en stúlkur. Í um- ræðum þingmanna kom fram sam- hljómur í málinu þótt ólíkar skoð- anir kæmu fram. Allir voru þó sammála um að vandinn væri til staðar og bregðast þurfi við, axla ábyrgð og greina vandann. For- sætisráðherra sagðist deila ýmsum áhyggjum með málshefjanda. Hún sagði brottfall úr framhaldsskóla ekki síst ráðast af félagslegum að- stæðum. „Það er mjög mikilvægt að við hugum að því sem háttvirt- ur þingmaður nefndi með sam- spil klámvæðingar, aukins aðgeng- is að klámi og vitundar, þar með drengja, um það hvað það merk- ir að vera karlmaður í samspili við þá umræðu sem til að mynda hef- ur sprottið fram og upp í kringum #metoo byltinguna. Við getum ekki litið framhjá því að kynbund- ið ofbeldi er svo sannarlega vandi í okkar samfélagi og þar þurfum við að styðja ekki bara við stúlkur, við þurfum líka að styðja við drengina og eyða þeirri meinsemd sem kyn- bundið ofbeldi er, “ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Alþingi. mm Spurði um viðbrögð við vanda drengja Karl Gauti Hjaltason alþingismaður. Sjúkraflutningar Ólafsvík Sjúkraflutningsmaður óskast í hlutastarf hjá sjúkraflutningum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í Ólafsvík Um er að ræða bakvaktir og afleysingar. Æskilegt er að viðkomandi hafi grunnmenntun sjúkraflutninga EMT-B, ökuréttindi og aukin ökuréttindi C1 (7.500kg) Viðkomandi þarf að vera andlega og líkamlega hraustur. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til 10.12. 2018. Upplýsingar um starfið gefur: Gísli Björnsson Yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands s. 893 1367 gisli.bjornsson@hve.is Birna Birgisdóttir Neyðarflutningsmaður í Ólafsvík s. 866 5638 birna.birgisdóttir@hve.is Sjúkraflutningar Stykkishólmi Sjúkraflutningsmaður óskast í hlutastarf hjá sjúkraflutningum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í Stykkishólmi Um er að ræða bakvaktir og afleysingar. Æskilegt er að viðkomandi hafi grunnmenntun sjúkraflutninga EMT-B, ökuréttindi og aukin ökuréttindi C1 (7.500kg) Viðkomandi þarf að vera andlega og líkamlega hraustur. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til 10.12. 2018. Upplýsingar um starfið gefur: Gísli Björnsson Yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands s. 893 1367 gisli.bjornsson@hve.is Einar Þór Strand Neyðarflutningsmaður í Stykkishómi s. 894 0449 einar@stykkishólmur.is Útgerðarfélagið Guðbjartur ehf. á Hellissandi hefur fengið nýjan bát sem er af gerðinni Cleopatra 38 og ber hann nafnið Lilja SH. Lilja mun leysa af hólmi bátinn Guðbjart SH sem að sögn Þorvarðar Jóhanns Guðbjartssonar útgerðarmanns var orðinn of lítill. Var sá bátur gerð- ur út á balalínu en Liljan er útbú- in beitningarvél og hefur þegar hafið róðra. Báturinn var gerður út frá Skagaströnd og keyptur þaðan. Hann hét áður Aldan HU og þar áður Kristinn SH og var þá gerður út frá Ólafsvík. Þorvarður segir að útgerðin hafi sett minni bát upp í þennan nýja en sá hét áður Lilja SH en Guðbjarti SH hefur verið lagt og hefur ekki verið tekið ákvörðun hvað verður gert við hann. „Það er talsverð hagræðing fyrir okkur að fá svona vel útbúinn bát með beitningarvél,“ segir Þorvarð- ur. „Við erum ekki háðir einu né neinu og getum farið þangað sem fiskur er hverju sinni, en með bala- línu er talsverður kostnaður að aka með balana langar vegalengdir. Við breytinguna missum við vissulega línuívilnunina en það skiptir okk- ur svo sem ekki miklu máli þar sem kvótastaða bátsins er góð.“ Fjórir menn eru í áhöfn bátsins og er Emil Freyr Emilsson skip- stjóri. Aðspurður um bátinn segir Emil að hann hafi komið vel út og að þetta sé mikið betra fyrirkomu- lag en að róa á balalínu og þægi- legri vinna; enginn balaburður og vesen. „Við höfum í haust, frá því við fengum nýja báttinn í endaðan ágúst, róið frá Skagaströnd og hafa aflabrögð verið góð og báturinn reynst mjög vel.“ Emil segir að nú sé góðan afla að hafa á Breiðafirði og því hafi hann ákveðið að koma heim i síðustu viku með bátinn. Hinsvegar hefur verið ótíð að undanförnu og því lít- ið verið hægt að róa. af Nýr bátur til Rifs Lilja SH. Emil Freyr Emilsson skipstjóri, Guðbjartur Þorvarðarson útgerðarstjóri og faðir hans Þorvarður Jóhann Guðbjartson útgerðarmaður.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.