Skessuhorn


Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2018 29 Akranes - miðvikudagur 14. nóvember Síðustu dagar málverkasýningar Aldísar Petru Sigurðarsdóttur í Akranesvita. Sýningin var opnuð á Vökudögum og verður uppi til 17. nóvember. Sýning hennar er abstrakt með blandaðri tækni þar sem bæði er notuð akrýl- og olíumálning. Allir velkomnir. Borgarbyggð - miðvikudagur 14. nóvember Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum tekur forskot á sæluna og heldur Dag íslenskrar tungu hátíðlegan í Brún í Bæjarsveit 14. nóvember kl. 13:30. Grunnskólanemendur og aðrir góðir gestir koma í heimsókn. Snæfellsbær - miðvikudagur 14. nóvember Útgáfutónleikar Jónasar Sig í Frystiklefanum í Rifi kl. 21:00. Jónas fagnar útgáfu fjórðu sólóplötu sinnar með því að leggja land undir fót. Samhliða útgáfu plötunnar gefur hann út bók með textum laganna ásamt heimspekilegum hugleiðingum sínum sem geta farið út í geim og til baka. Miðasala á miði.is. Borgarbyggð - fimmtudagur 15. nóvember Myndamorgunn í Safnahúsi Borgarfjarðar frá 10:30 til 12:00. Gestir beðnir að greina myndir. Sjá nánar á www.safnahus.is. Akranes - fimmtudagur 15. nóvember Klarinettutónar í Akranesvita kl. 17:30. Klarinettusamspil Tónlistarskólans á Akranesi spilar fjölbreytta tóna í Akranesvita. Allt frá írskum þjóðlögum til Coldplay og allt þar á milli. Aðgangur er ókeypis. Reykhólahreppur - fimmtudagur 15. nóvember Pitsadagur Reykhólaskóla. Nemendafélagið bakar pitsur milli kl. 18:00 og 20:30. Hægt að snæða á staðnum eða taka með heim. Nánar á www.reykholar.is. Borgarbyggð - fimmtudagur 15. nóvember Skallagrímur tekur á móti Keflavík í Domino‘s deild karla í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 19:15 í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Borgarbyggð - fimmtudagur 15. nóvember Félagsvist. Lokakvöldið í fjögurra kvölda keppninni sem dreifist á sex kvöld. Spilað verður í hátíðarsal Brákarhlíðar frá kl. 20:00. Borgarbyggð - fimmtudagur 15. nóvember Rökkurstund með fullorðnum: Sigurður Halldórsson les í prjónabókakaffi í Snorrastofu kl. 20:00. Sigurður les úr bók vikunnar, Íslenskir kóngar eftir Einar Má Guðmundsson. Heitt á könnunni, baðstofustemning, hannyrðir við hönd og samræður. Allir velkomnir. Stykkishólmur - föstudagur 16. nóvember Snæfell mætir Þór Ak. í 1. deild karla í körfuknattleik. Leikið verður í íþróttahúsinu í Stykkishólmi frá kl. 19:15. Borgarbyggð - föstudagur 16. nóvember Fjáröflunartónleikar Minningarsjóðs Heimis Klemenzsonar í Reykholtskirkju. Fram koma; Karlakórinn Söngbræður, Soffía Björg, Emma Eyþórsdóttir, Agnes Björgvinsdóttir, Heiðmar og Jakob, Borgarfjarðardætur, Halli Reynis, Eyrún og Tinna, Viðar og Barbara, Ásta Marý, Uppsveitin og Jónína Erna. Húsið opnar kl. 20:00 en tónleikarnir hefjast hálftíma síðar. Aðgangseyrir er kr. 4.000 en kr. 1.000 fyrir 16 ára og yngri. Akranes - laugardagur 17. nóvember Haustmót 2 í hópfimleikum verður haldið í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Keppt verður í 2., 1. fl. B og mfl. B kvenna og svo í Kky og Kke flokki. Mótið hefst kl. 9:30 og stendur yfir til kl. 20:00. Stykkishólmur - laugardagur 17. nóvember Íslandsmótið í atskák verður haldið í Amtsbókasafninu í Stykkishólmi 17. og 18. nóvember. Tefldar verða tíu umferðir og hefst keppni kl. 13:00 báða dagana. Akranes - laugardagur 17. nóvember Stórtónleikar í Vinaminni á Akranesi kl. 16:00. Fram koma Kristinn Sigmundsson bassasöngvari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Sjá nánar frétt í Skessuhorni vikunnar. Dalabyggð - laugardagur 17. nóvember Afmælisveisla og árshátíð. Í tilefni 90 ára afmæli Hestamannafélagsins Glaðs verður slegið upp afmælisveislu að Laugum í Sælingsdal. Um leið og Glaðsmenn halda upp á afmælið verður haldin árshátíð vestlenskra hestamanna og þannig búin til ein stór veisla. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:00. Nánar á heimasíðu Glaðs, www.gladur.is. Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni 30. október. Stúlka. Þyngd: 3.568 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Friðmey Jónsdóttir og Daníel Einarsson, Reykjavík. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir. 8. nóvember. Drengur. Þyngd: 4.228 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Svava Rún Sturludóttir og Jón Snæbjörn Traustason, Reykjanesbæ. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. Íbúð í Borgarnesi Róleg eldri kona óskar eftir tveggja herbergja íbúð til leigu í Borgarnesi. Get skilað topp meðmælum frá fyrrum leigusala. Endilega hafið samband í síma 858-7759, Hildur. Langtímaleiga á Akranesi Óska eftir íbúð til langtímaleigu á Akranesi. Er helst að leita að tveggja herbergja íbúð en skoða allt. Er 64 ára, reglusöm og snyrtileg. Get lagt fram tryggingu og heiti skilvísum greiðslum mánaðarlega. Endilega hafið samband í síma 892-1312, Þórdís. Geymslupláss óskast Óska eftir plássi til leigu í bílskúr eða upphituðu geymsluhúsnæði fyrir 7 rúmmetra garðhús úr timbri sem verður sett saman næsta vor. Ellert, sími 896-1564. Óska eftir orðabók Þór Stefánsson, Dóra Hafsteinsdóttir. 1995. Frönsk-íslensk orðabók. Reykjavík. Örn og Örlygur. Ef einhver lumar á svoleiðis, væri ég mjög þakklát að fá svar. Hafið samband í síma 865-7133 Jörð með bóndabæ Leitast eftir að kaupa jörð (um 100 til 300 ha) með húsakosti, hitaveitu, ekki staðsett á flatlendi og væri flott ef internettenging væri fyrir hendi. Endilega hafið samband við Benna Jóh á benni.joh@gmail.com. Hjónarúm til sölu Til sölu hjónarúm með góðum dýnum. Staðsett í Borgarnesi. Uppl. í síma 892-1525. Markaðstorg Vesturlands Leigumarkaður Óskast keypt tiL sÖLu Lokað vegna mannauðsdags Akraneskaupstaðar Vakin er athygli á lokun á eftirfarandi tímum í stofnunum Akraneskaupstaðar mánudaginn 19. nóvember næstkomandi vegna mannauðsdags: Bæjarskrifstofan frá kl. 12:00 til 15:30. Íþróttamiðstöð Jaðarsbökkum frá kl. 12:00 til 17:00. Íþróttamiðstöð Vesturgötu og Bjarnalaug frá kl. 12:00 til 17:00. Fjöliðjan frá kl. 12:00 til 16:00. Bókasafn Akraness frá kl. 12:00 til 18:00. Leik- og grunnskólar og frístundastarf eru með starfsdag þennan dag. 8. nóvember. Drengur. Þyngd: 3.750 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Ásdís Ýrr Einarsdóttir og Ellert Þór Hauksson, Borgarnesi. Ljósmóðir: Ásthildur Gestsdóttir. Akranes - sunnudagur 18. nóvember ÍA mætir KR B í 2. deild karla í körfuknattleik. Leikið verður í íþróttahúsinu við Vesturgötu frá kl. 16:30. Snæfellsbær - mánudagur 19. nóvember Annað kvöldið á pólskunámskeiði í Snæfellsbæ, sem fór af stað aftur 12. nóvember. Kennt eitt kvöld í viku kl. 20:30 til 22:00 í Grunnskóla Snæfellsbæjar í Ólafsvík til 14. desember. Námskeiðið hentar öllum sem hafa áhuga á að læra grunninn í pólsku. Vonumst til að sjá sem flesta og það er um að gera að taka með sér vin eða vinkonu sem gæti haft áhuga. Þátttaka í námskeiðinu er ókeypis. Snæfellsbær - miðvikudagur 21. nóvember Félagsvist í Grunnskóla Snæfellsbæjar í Ólafsvík kl. 20:00. Nemendur í 10. bekk GSNB eru að safna fyrir útskriftaferð og ætla að efna til spilakvölds. Spiluð verður félagsvist og spjaldið kostar 500 kr. Veitt verða verðlaun fyrir 1. sæti karla og kvenna og einnig setuverðlaun karla og kvenna. Boðið upp á kaffi, djús og kex. Allir velkomnir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.