Skessuhorn


Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 201830 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvað er mest spilað á Spotify hjá þér? Spurni g vikunnar (Spurt í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi) Ásgerður Jing Laufeyjardóttir Það sem er vinsælt núna, eins og JóiPé og Króli. Svo er ég búin að hlusta á jólalögin síðan í september. Daníel Þór Gunnarsson Ég er byrjaður að hlusta á jóla- lögin. Guðni Rafn Gunnarsson Ég er líka kominn í jólalögin. Sandra Rún Gústafsdóttir Örugglega Bubbi Morthens. Kristófer Leon Ívarsson Ég er að hlusta mikið á Int- ergalactic með Beastie Boys. Annað af fjórum keppniskvöldum í aðaltvímenningi Bridgefélags Borg- arfjarðar var spilað á mánudaginn í Logalandi. Félagarnir Sveinbjörn og Lárus áttu besta skor kvöldsins og halda því efsta sæti næsta örugg- lega, hafa nú 63,9% skor og fimm prósentustiga forskot á Jón og Bald- ur í öðru sæti. Þriðju eru nú Flemm- ing og Sveinn með 55,8% og Rúnar og Guðjón í Borgarnesi fjórðu með 54,6%. Gísla og Ólafi úr Kolbeins- staðahreppnum fataðist aðeins flug- ið en halda fimmta sæti með 54,1%. Minnt er á skráningu í Minning- armót Þorsteins Pétursson sem spil- að verður í Logalandi laugardaginn 24. nóvember. Sjá nánar í auglýs- ingu hér í blaðinu. mm Af borgfirskum briddsspilurum Skagamenn tóku á móti Val B í 2. deild karla í körfuknattleik á föstu- dagskvöld. Eftir jafnan og spenn- andi leik missti ÍA liðið gestina fram úr sér á lokamínútunum og þurftu því að sætta sig við tap, 78-89. Þó að leikurinn hafi verið hraður breyttist stigataflan hægt í fyrstu. ÍA pressaði hátt sem getur ver- ið tvíeggja sverð; stundum unnu Skagamenn boltann en stundum komust Valsmenn þrír á móti ein- um og skoruðu auðveld stig. Engu að síður var lítið skorað en jafnt á með liðunum í fyrri hálfleiknum öllum og staðan að honum loknum var 34-37 fyrir gestina. Skotin fóru að detta hjá báðum liðum strax í þriðja leikhluta. Þann- ig skoraði ÍA 28 stig gegn 23 stig- um gestanna í þriðja leikhluta og leiddu Skagamenn því 62-60 fyrir lokafjórðunginn. Þar skiptust liðin á skora og leiða leikinn með tveim- ur til fjórum stigum. Það var ekki fyrr en á lokamínútunum að Vals- menn tóku góða rispu og náðu að landa sigrinum með góðum loka- spretti, 78-89. Chamber Franklin var atkvæða- mestur leikmanna ÍA með 26 stig og ellefu fráköst. Næstur honum kom Ómar Örn Helgason skoraði 17 stig og tók tíu fráköst. Hjá gestunum var Sigurður Stef- ánsson stigahæstur með 23 stig, 13 fráköst og fimm stoðsendingar. Bergur Ástráðsson skoraði 20 stig og Einar Ólafsson var með tólf stig og 14 fráköst. ÍA hefur fjögur stig eftir fyrstu fimm leikina og situr í sjötta sæti deildarinnar, en liðin frá þriðja og niður í sjöunda sæti hafa öll fjögur stig. Næst leikur ÍA sunnudaginn 18. nóvember þegar liðið tekur á móti KR B. kgk Skagamenn misstu af sigrinum Hörð atlaga gerð að körfu gestanna. Ljósm. jho. Kristinn Guðbrandsson mun taka við þjálfun meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Skallagrími fyrir komandi tímabil. Byrjar hann þjálf- un á næstu dögum, en liðið spil- aði sig sem kunnugt er upp í þriðju deild í haust. Kristinn er 49 ára og hefur komið víða við sem þjálfari. Til að mynda hefur hann þjálfað 2. flokk hjá Keflavík og ÍA, verið að- stoðarþjálfari í meistaraflokki karla hjá Keflavík og Fylki og aðalþjálf- ari í meistaraflokksliðum karla hjá Víkingi Ólafsvík og Víði í Garði. Ásamt því tók hann við meistara- flokki kvenna hjá ÍA á miðju tíma- bili 2016. Kristinn var sjálfur knattspyrnu- maður á sínum tíma, spilaði lengst af með Keflavík við góðan orð- stír, en hann lék auk þess fimm leiki með Skallagrími aldamótaár- ið 2000. Kristinn tekur við liðinu af Yngva Borgþórssyni. „Viljum við nota tækifærið og þakka Yngva kærlega fyrir sín störf og óskum honum góðs gengis í því sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir í yfir- lýsingu stjórnar Skallagríms. mm Kristinn tekur við þjálfun Skallagríms í fótboltanum Birgir Sverrisson fyrirliði Skallagríms og Kristinn Guðbrandsson nýr þjálfari liðsins. Ljósm. Skallagrímur. Sunnudaginn 4. nóvember fór fram að Varmá í Mosfellsbæ keppni í ringói. Alls tóku fimm lið þátt í mótinu; eitt frá FaMos, eitt frá UMSB, eitt frá HSK, og tvö frá Glóðinni í Kópavogi. Þessi lið hafa hist þrisvar yfir tímabilið október til maí síðustu fjögur árin auk þess sem þau hafa verið þátttakendur á Landsmóti UMFÍ 50+ ásamt fleiri liðum. Leikar fóru þannig að HSK bar sigur úr býtum með 14 stig, UMSB varð í öðru sæti með 12 og í þriðja sæti varð annað Glóðarliðið með 8 stig. Ringó er íþrótt sem leikin er á blakvelli, en í stað bolta er leikið með tveimur gúmmíhringjum. Í hverju liði eru 4 - 7 leikmenn, en fjórir inni á velli hverju sinni. Að sögn Flemming Jessen hefur ekki gengið sem best að útbreiða þessa íþróttagrein, en þó verði ekki gefist upp við að reyna það. Þeir sem vilja kynningu á ringói geta sett sig í sam- band við Flemming Jessen, flemm- ingj@símnet.is, en hann er tilbúinn að koma og leiðbeina áhugasöm- um. Æfingar eru í Íþróttahúsinu í Borgarnesi alla sunnudagsmorgna klukkan 10 og þangað eru allir vel- komnir, konur sem karlar, ungir sem aldnir, að sögn Flemmings. mm Tóku þátt í ringómóti í Mosfellsbæ Borgfirskir ringóspilarar með rósir. Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfuknattleik og Hildur Sigurðardóttir aðstoðarþjálfari, hafa valið 14 manna landsliðshóp sem mætir Slóvakíu og Bosníu síðar í þessum mánuði. Liðið hefur æfing- ar í þessari viku og undirbýr sig fyr- ir síðustu tvo leikina í undankeppni EuroBasket 2019, sem fer fram í Lettlandi næsta sumar. Þrír Vestlendingar eru í hópnum, systurnar Berglind og Gunnhildur Gunnarsdættur úr Snæfelli og Sig- rún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Skallagríms. Berglind hefur verið fastamaður í landsliðinu undanfar- in misseri en Gunnhildur og Sigrún Sjöfn klæðast landsliðsbúningnum að nýju eftir fjarveru vegna meiðsla og barneigna. Bríet Sif Hinriksdóttir úr Stjörn- unni og Sigrún Björg Ólafsdótt- ir úr Haukum eru nýliðar í hópn- um. Aðrir leikmenn eru; Birna Val- gerður Benónýsdóttir Keflavík og Embla Kristínardóttir úr Keflavík, Guðbjörg Sverrisdóttir og Hallveig Jónsdóttir úr Val, Helena Sverr- isdóttir, leikmaður VBW CEKK Cegléd, Hildur Björg Kjartansdótt- ir úr Celta de Vigo, Ragnheiður Be- nónísdóttir úr Stjörnunni, Sóllilja Bjarnadóttir, Breiðabliki og Þóra Kristín Jónsdóttir úr Haukum. Ísland mætir Slóvakíu laugardag- inn 17. nóvember og Bosníu mið- vikudaginn 21. nóvember. Báðir leikirnir fara fram í Laugardalshöll- inni í Reykjavík. kgk Þrír Vestlendingar í landsliðshópnum Berglind Gunnarsdóttir í leik gegn Svartfjallalandi í nóvember á síðasta ári. Ljósm. FIBA.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.