Skessuhorn


Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 14.11.2018, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2018 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Snæfell vann góðan sigur á bar- áttuglöðu liði Breiðabliks, 80-69, í áttundu umferð Domino‘s deildar kvenna í körfuknattleik. Leikið var í Stykkishólmi á sunnudagskvöld. Bæði lið mættu ákveðin til leiks, spiluðu hratt og voru tilbúin að berjast. Breiðablik hafði heldur yf- irhöndina fyrstu mínúturnar. Snæ- fell komst yfir fyrir miðjan fyrsta leikhluta og leiddi með ellefu stig- um að honum loknum, 30-19. Sá munur hélst meira og minna óbreyttur út fyrri hálfleikinn og raunar allan leikinn. Gestirnir börðust og Snæfellskonur þurftu að vera á tánum til að halda þeim í skefjum. Staðan í hléinu var 49-39 fyrir Snæfell. Snæfellskonur náðu aðeins að bæta í forskotið nokkrum sinnum í þriðja leikhluta en alltaf komu Blikar til baka, minnkuðu mun- inn í um það bil tíu stig. Að sama skapi svaraði Snæfell alltaf fyrir sig þegar Blikar reyndu að gera at- lögu að forystunni. Snæfellskonur eru mjög sterkar og voru einfald- lega einu númeri of stórt fyrir gest- ina. Þær héldu einbeitingunni all- an tímann og sigurinn var í raun og veru aldrei í hættu. Þær leiddu með níu stigum eftir þriðja leikhluta og sigruðu að lokum með ellefu stig- um, 80-69. Kristen McCarthy var öflug að vanda á báðum endum vall- arins. Hún skoraði 21 stig, tók tólf frá- köst, gaf tíu stoð- sendingar og stal sjö boltum. Gunnhildur Gunnarsdóttir var með 21 stig, Berg- lind Gunnarsdóttir 15 stig, fimm fráköst og fimm stoðsend- ingar og Angelika Kowalska var með tíu stig og tíu frá- köst. Sanja Orazovic skoraði 24 stig fyrir Breiðablik, tók tíu fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Kelly Faris var með 24 stig einnig og tólf frá- köst og Ragnheiður Björk Einarsdóttir skoraði ellefu stig og tók sex fráköst. Snæfell trónir á toppi deildarinnar með 14 stig eftir átta leiki, tveimur stigum á undan næstu liðum. Næsti leikur Snæfells er einmitt toppslagur gegn Kefla- vík, sem situr í öðru sæti, sunnu- daginn 25. nóvember næstkom- andi. Sá leikur fer fram suður með sjó. kgk Snæfell á toppnum eftir sigur á Breiðabliki Kristen McCarthy var öflug að vanda, bæði í vörn og sókn. Ljósm. sá. Snæfellingar mættu Selfyssingum á útivelli í 1. deild karla í körfuknatt- leik á laugardag. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik datt botninn algerlega úr leik Snæfells í þeim síðari og þeir töpuðu að lokum stórt, 96-51. Snæfellingar byrjuðu betur, skor- uðu fyrstu fimm stig leiksins, höfðu undirtökin lengst framan af fyrsta leikhluta og leiddu að honum lokn- um, 17-18. Heimamenn voru sterk- ari í öðrum fjórðungi og tóku stjórn leiksins smám saman í sínar hend- ur. Þegar hálfleiksflautan gall leiddu Selfyssingar með átta stigum, 43-35. Það var síðan fátt um fína drætti hjá Snæfelli eftir hléið. Liðið átti af- leitan þriðja leikhluta þar sem það skoraði aðeins sex stig. Á meðan settu heimamenn 23 á töfluna og gerðu í raun út um leikinn. Þeir höfðu 25 stiga forskot fyrir lokafjórðunginn, 66-41. Fjórði leikhluti Snæfells var ekki mikið betri en sá fyrri. Þar skor- uðu þeir aðeins tíu stig gegn 30 stig- um heimamann sem unnu að lokum stórt, 96-51. Deandre Mason var eini leikmað- ur Snæfells sem komst í tveggja stafa tölu á stigatöflunni. Hann lauk leik með 21 stig og níu fráköst. Það var annað uppi á teningn- um í liði Selfyssinga, þar sem fimm skoruðu í tveggja stafa tölu. Snjólf- ur Marel Stefánsson var stigahæstur með 22 stig og tíu fráköst, Michael Rodriguez skoraði 21 stig, tók fimm fráköst og gaf 11 stoðsendingar, Ma- ciek Klimaszewski var með 16 stig og fimm fráköst, Armanis Kelmelis 13 stig og Hlynur Freyr Einarsson ellefu. Snæfell er án stiga á botni deild- arinnar eftir fimm leiki, en á leik til góða á Sindra sem jafnframt er án stiga. Næst leikur Snæfell föstu- daginn 16. nóvember næstkomandi þegar liðið mætir Þór Ak. í Stykkis- hólmi. kgk Afleitur síðari hálf- leikur Snæfells Deandre Mason var eini leikmaður Snæfells sem náði sér á strik í leiknum gegn Selfyssingum. Ljósm. úr safni/ sá. Körfuknattleikslið Grundarfjarðar tók á móti Hrunamönnum laug- ardaginn 10. nóvember. Gestirnir mættu ákveðnari til leiks og höfðu mikla yfirburði í leiknum. Heima- menn sáu aldrei til sólar og sigldu gestirnir hægt og sígandi lengra og lengra framúr og endaði leik- urinn með sigri Hrunamanna; 81 – 48. Um næstu helgi fara Grund- firðingar á Hvammstanga til að etja kappi við Kormák áður en þeir taka á móti liði Vestra B í Grund- arfirði miðvikudaginn 24. nóvem- ber. tfk Hrun gegn Hrunamönnum Skallagrímsmenn máttu sætta sig við tap í kaflaskiptum leik gegn Haukum. 82-80, þegar liðin mætt- ust í sjöttu umferð Domino‘s deild- ar karla. Leikið var í Hafnarfirði á föstudagskvöld. Borgnesingar byrjuðu leikinn af krafti og voru mun sterkari allan upphafsfjórðunginn. Þeir náðu mest tólf stiga forskoti í stöðunni 10-22 en leiddu með átta stigum eftir leikhlut- ann, 18-26. Dæmið snerist síðan við í öðrum fjórðungi. Haukar voru mjög öflugir og ekki lengi að koma gera forystu Skallagríms að engu. Þeir komust síðan yfir um miðjan leik- hlutann og leiddu með tíu stigum í hálfleik, 46-36. Skallagrímsmenn fóru mikinn í upphafi síðari hálfleiks, skoruðu tólf stig fyrstu þrjár mínúturnar á móti aðeins tveimur stigum heimamanna og jöfnuðu metin, 48-48. Þeir tóku síðan forystuna og héldu henni þar til Haukar jöfnuðu í 67-67 fyrir loka- fjórðunginn. Sá var heldur betur spennandi. Liðin skipust á að skora og hart var barist. Þegar þrjár mín- útur lifðu leiks leiddu Haukar með 82 stigum gegn 80, en þá var eins og lok hefði verið sett á báðar körfurnar því hvorugu liðinu tókst að skora eft- ir það. Skallagrímsmenn fengu tæki- færi til að jafna eða sigra en höfðu ekki erindi sem erfiði. Leiknum lauk því með sigri Hauka, 82-80. Aundre Jackson skoraði 23 stig fyr- ir Skallagrím, tók átta fráköst og gaf sex stoðsendingar. Björgvin Hafþór Ríkharðsson var með 23 stig einnig og sex fráköst og Hjálmar Stefánsson skoraði 18 stig, tók sex fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hilmar Smári Henningsson skor- aði 23 stig fyrri heimamenn og gaf sjö stoðsendingar, Hjálmar Stefáns- son var með 18 stig og sjö fráköst og Marques Oliver skoraði 16 stig og tók sjö fráköst. Skallagrímur situr í áttunda sæti deildarinnar með fjögur stig eftir sex leiki, jafn mörg og Grindavík í sætinu fyrir neðan en tveimur stig- um á eftir næstu liðum. Keflvíkingar eru næstu andstæðingar Skallagríms. Liðin mætast í Borgarnesi á morgun, fimmtudaginn 15. nóvember. kgk Tap í kaflaskiptum leik Hjálmar Stefánsson átti góðan leik fyrir Skallagrím. Ljósm. Skallagrímur. Skallagrímskonur máttu sætta sig við tap gegn Val þegar liðin mættust í áttundu umferð Domino‘s deildar kvenna í Borgarnesi á sunnudag. Eft- ir að hafa verið öflugri framan af leik misstu Skallagrímskonur flugið í síð- ari hálfleik og töpuðu að lokum með 74 stigum gegn 96. Borgnesingar byrjuðu leikinn af miklum krafti, léku þétta vörn og héldu Val í aðeins tólf stigum fyrstu sex mínúturnar. Eftir það tók Vals- liðið við sér og Skallagrímur missti einbeitinguna í vörninni. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 29-25 fyrir Skallagrím. Mikið jafnræði var með liðunum framan af öðrum fjórð- ungi. Valur tók forystuna með góðri rispu eftir hann miðjan og leiddi mest með átta stigum. En Skalla- grímskonur enduðu fyrri hálfleikinn af krafti og minnkuðu muninn í þrjú stig fyrir hlé, 46-49. Gestirnir settu allt í botn strax í upphafi síðari hálfleiks en Skalla- grímskonur áttu engin svör. Eins og hendi væri veifað voru Skallagríms- konur komnar 16 stigum yfir og þær höfðu þægilegt forskot fyrir loka- fjórðunginn, 62-76. Skallagríms- konur minnkuðu muninn niður í niú stig snemma í fjórða leikhluta en nær komust þær ekki. Gestirn- ir spiluðu góða vörn og léku vel í sókninni það sem eftir lifði leiks og sigruðu, 74-96. Maja Michalska var stigahæst í liði Skallagríms með 18 stig og átta frá- köst að auki. Shequila Joseph var með 17 stig, sex fráköst og tólf stoðsend- ingar, Bryesha Blair ellefu stig og sex fráköst og þær Árnína Lena Rúnars- dóttir og Sigrún Sjöfn Ámundadótt- ir skoruðu ellefu stig hvor. Heather Butler átti afbragðsgóð- an leik fyrir Val, skoraði 25 stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hallveig Jónsdóttir var með 18 stig, fimm fráköst og sjö stoðsendingar, Dagbjörg Dögg Karlsdóttir 15 stig og Bergþóra Holton Tómasdóttir skoraði 13 stig. Skallagrímur situr í sjötta sæti deildarinanr með sex stig eftir leiki helgarinnar, jafn mörg stig og Valur í sætinu fyrir ofan en tveimur stigum á undan Haukum. Næst leikur Skalla- grímur sunnudaginn 25. nóvember næstkomandi, þegar liðið heimsækir Breiðablik. kgk Misstu dampinn í síðari hálfleik Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fer gegn sterkri vörn Valskvenna. Ljósm. Skallagrímur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.