Skessuhorn


Skessuhorn - 21.11.2018, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 21.11.2018, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 47. tbl. 21. árg. 21. nóvember 2018 - kr. 750 í lausasölu arionbanki.is Það tekur aðeins örfáar mínútur að skrá sig í viðskipti hjá Arion banka. Af því að okkar lausnir snúast um tíma og þægindi. Þægilegri bankaþjónusta gefur þér tíma Nýtt! Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? 30% afslátt ur 20 ÁR „Drógum í gær, dregnir í dag,“ segir Sumarliði Ásgeirsson, skipverji á Hannesi Andréssyni SH og tíðindamaður Skessuhorns í Stykkishólmi í tilefni þessarar myndar sem hann tók. „Við fórum og sóttum Farsæl SH í Grundarfjörð í gær og lönduðum honum farsællega, drógum hann úr Grundarfirði í slipp í Stykkishólmi. Síðan bilaði hjá okkur sjálfum í dag þegar gaf sig kælir við gírinn svo nú er Sjöfn SH að draga okkur að landi.“ Myndina tók Sumarliði af Sjöfn SH út um gluggann í brúnni á Hannesi Andréssyni SH á mánudaginn, með síðarnefnda bátinn í togi. „Það virðist vera hálfgerð þjóðaríþrótt að troða há- karli uppi í útlendinga,“ segir Geir Konráð Theo- dórsson, uppfinninga- maður í Borgarnesi í sam- tali við Skessuhorn. Hann hóf í byrjun mánaðarins sölu á vegan hákarlanammi, sem hann framleiðir sjálfur. Um er að ræða „líklega versta nammi í heimi,“ eins og stendur á umbúðunum. „Þetta er fyrst og fremst grín,“ segir hann. Sælgætið, ef sælgæti skyldi kalla, er einkum hugs- að fyrir erlenda ferðamenn. „Ég hugsaði með mér að það væri mögulega mark- aður fyrir hákarlanammi hjá útlending- um. Fyrst eru þeir plataðir af Íslendingum til að smakka þetta og síðan geta þeir bara platað vini sína þegar þeir koma heim,“segir uppfinningamaðurinn. En hvernig líkar honum sjálfum nammið? „Ég er búinn að smakka það svo oft og svo margar útgáfur að ég er hættur að kippa mér upp við (ó)bragðið.“ Sjá nánar á bls. 14. kgk „Líklega versta nammi í heimi“ Atvinnuveganefnd Alþingis afgreiddi frumvarp um veiðigjald til annarr- ar umræðu í gær. Nefndin gerir til- lögur um tilteknar breytingar á frum- varpinu. Þannig er t.d. lagt til að frí- tekjumark nemi 40% af fyrstu sex milljónum króna álagningar hvers árs hjá hverjum gjaldskyldum aðila. Slík- ur afsláttur kemur sér hlutfallslega best fyrir smáútgerðir „Með þessu leitast nefndin við að koma sérstak- lega til móts við litlar og meðalstór- ar útgerðir vítt og breitt um landið,“ segir í tilkynningu frá meirihluta at- vinnuveganefndar og jafnframt bent á að umrædd breyting sé í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinn- ar um að efla hinar dreifðu sjávar- byggðir. „Þá leggur nefndin til þá breyt- ingu að nytjastofnar sem hafa minna aflaverðmæti en 100 milljónir kr. samkvæmt vegnu meðaltali næstlið- inna þriggja ára mynda ekki stofn til veiðigjalds. Vísar nefndin til þess að umræddir nytjastofnar veiðast oft- ast sem meðafli og í litlum mæli. Af þeim sökum er erfitt að meta sérstak- lega raunverulega afkomu af veiðum þeirra. Jafnframt vísar nefndin til þess að gjaldtaka á þessar tegundir getur dregið að nauðsynjalausu úr sókn í þær og aukið hættu á brottkasti.“ Með frumvarpinu er álagning veiðigjalds færð nær í tíma þannig að gjaldtakan sé meira í takt við afkomu greinarinnar. „Þá verður innbyggð- ur hvati til endurnýjunar fiskiskipa og búnaðar í útreikningi veiðigjalds. Það mun stuðla að því að umhverfis- spor af auðlindanotkun minnkar, sem er mikilvægt mál. Loks kveður frum- varpið á breytingar sem gera stjórn- sýslu með álagningu og innheimtu veiðigjalds einfaldari, skilvirkari og áreiðanlegri,“ segir í tilkynningu sem Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, sendi í gær. mm Útgerðir fá frítekjumark af fyrsta hluta veiðigjalds

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.