Skessuhorn


Skessuhorn - 21.11.2018, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 21.11.2018, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 20182 fengið skýringar á uppsögn sinni og að frekari skýringum sem boðnar voru fram á fundi fundi með henni hafi verið hafnað. Í skýrslunni segir jafnframt að að Áslaug Thelma hefði átt að fá skriflegar skýringar þeg- ar við uppsögn. Lagt er til að skerpt verði á uppsagnarferlum stofnan- anna í ljósi þessarar reynslu. „Það er mikilvægt að nú liggur fyrir óháð og ítarleg skoðun á þeim atburðum sem urðu að brennidepli opinberrar umræðu nú í haust og einnig ábendingar um þann lærdóm sem við þurfum að draga af þeim,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, for- maður stjórnar Orkuveitu Reykja- víkur. Í heildina er hún ánægð með niðurstöðu könnunar á vinnustað- armenningu hjá OR og dótturfyrir- tækjunum. „Í ljósi þess hvernig um- ræðan þróaðist þá var mikilvægt að skoða hvort brotið hafði verið á fólki eða hvort að ásakanir um óheilbrigða vinnustaðamenningu ættu við rök að styðjast. Niðurstöðurnar staðfesta að svo er ekki. Við tökum ábendingarn- ar í skýrslunni alvarlega og munum vinna skipulega úr þeim. Áreitni og einelti eiga ekki að líðast.“ Ásakanir teknar alvarlega Niðurstöður úttektarinnar eru í takti við þann mælanlega árangur sem náðst hefur í jafnréttismálum innan Orkuveitu Reykjavíkur. Tek- ist hefur að útrýma kynbundnum launamun innan OR og fyrirtækið nýtur jafnlaunavottunar Jafnrétt- isstofu. Fyrirtækið hefur á síðustu árum hlotið jafnréttisviðurkenn- ingar frá Jafnréttisráði og Samtök- um atvinnulífsins. Nær allir starfs- menn tóku þátt í #metoo vinnu- stofum í vor vegna þess að fyrir- tækið hefur lagt áherslu á að skapa öruggt og heilbrigt vinnuumhverfi. Stjórnendur fyrirtækisins, sem eru að meirihluta konur, hafa fengið fræðslu um #metoo og lögin. Ásakanir um að uppsögn milli- stjórnanda hjá ON hefði verið óréttmæt og til marks um óheil- brigða vinnustaðarmenningu voru því teknar mjög alvarlega. Þann 19. september síðastliðinn óskaði stjórn Orkuveitu Reykjavíkur eftir því að Innri endurskoðun Reykja- víkurborgar, sem jafnframt sinnir hlutverki innri endurskoðunar hjá OR, gerði óháða úttekt á tiltekn- um starfsmannamálum og vinnu- staðarmenningunni með liðsinni utanaðkomandi sérfræðinga. Sam- hliða ákvörðun um úttekt féllst stjórn á ósk forstjóra OR um að stíga til hliðar meðan á úttektinni stæði til að tryggja trúverðugleika hennar. Innri endurskoðun leitaði til viðurkenndra utanaðkomandi sér- fræðinga á þessu sviði. Niður- stöðurnar eru nú aðgengilegar á heimasíðu Orkuveitu Reykjavík- ur að undanskildum þeim hluta úttektarinnar sem fyrirtækinu er ekki heimilt að birta vegna pers- ónuverndarlaga. Það er í höndum þeirra sem þar er fjallað um hvort viðkomandi kaflar koma fyrir al- menningssjónir. mm Áberandi í umferðinni nú í skammdeginu er skortur á endurskinsmerkjum á fatnaði. Skessuhorn hvetur til notkun- ar þeirra. Á morgun er spáð hægri norð- austlægri eða breytilegri átt og skýjað verður með köflum en þurrt að kalla sunnanlands. Hiti allt að sex stigum syðst en létt- skýjað norðanlands og frost 0-5 stig. Á föstudag og laugardag er gert ráð fyrir hægri breytilegri átt og víða verður bjart veður og hiti 0-6 stig sunnan- og vest- anlands en frost 0-6 stig norð- austanlands. Á sunnudag og mánudag verður austan 3-10 m/s og stöku skúrir sunnan- lands en annars hægviðri og bjart. Frost 0-6 stig en hiti 0-5 stig syðst. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hefur þú gert þér upp veikindi til að fá frí í vinnu eða skóla?“ Afgerandi meirihluti kveðst aldrei hafa gert það, eða 78%. „Já, einu sinni eða tvisvar“ svöruðu 10%, „Já, nokkrum sinn- um“ svöruðu 8% og 5% svar- enda sögðust oft hafa gert sér upp veikindi. Í næstu viku er spurt: Hvort kaupir þú sérvörur frekar í verslunum eða á internetinu? Heiðurshjónin Arnór og Auður frá Eiði í Kolgrafafirði, sem fagna nú 60 ára brúðkaupsafmæli á morgun, eru Vestlendingar vik- unnar. Rætt er við þau í Skessu- horni í dag. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Hvassviðri um helgina VESTURLAND: Nokk- uð kröpp lægð gekk yfir landið um liðna helgi með talsverðri úrkomu. Byrjaði að hvessa á föstudeginum og bætti svo í á nokkrum stöðum að morgni laugar- dags. Um tíma var óveður á Vatnaleið, Fróðárheiði, Bröttubrekku, í Hvalfirði og slæmt ferðaveður að auki á Kjalarnesi og við Hafnarfjall. Bálhvasst var um tíma á Snæfellsnesi og flettist m.a. slitlag af vegi við Búlandshöfða og var- aði Vegagerðin við ferðum þar á laugardagsmorgnin- um. Vindur mældist t.d. 29 m/sek við Búlandshöfða og í hviðum upp í 41 m/sek. Víðar á Nesinu var bál- hvasst, svo sem á Fróðár- heiði og Gufuskálum. Þá brotnaði staur í dreifikerfi Rarik í Skorradal og var straumlaust á laugardaginn í um klukkustund á meðan viðgerð stóð yfir. Þá urðu tafir á innanlandsflugi sök- um veðurs og einnig seink- un á millilandaflugi. -mm Fullur á lyftara VESTURLAND: Þrír ökumenn voru stöðvaðir í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi í vikunni sem leið, grunaðir um ölvun- arakstur. Sérstaka athygli vekur að einn þeirra var á lyftara. Sá var ekki úti í um- ferðinni heldur á lyftaran- um í vinnu sinni og þokka- lega við skál, að sögn lög- reglu. Þá var einn ökumað- ur stöðvaður í umdæmi LVL í vikunni sem leið grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Mynda- véladeild LVL vann úr 774 hraðakstursbrotum á lands- vísu í vikunni sem leið, en LVL þjónustar allar mynda- vélar lögregluumdæmanna í landinu. Lögreglumenn á Vesturlandi voru við mæl- ingar á myndavélabílnum í vikunni. Mynduðu þeir alls 116 brot á bílnum í síðustu viku, sem er óvenju mikið að sögn lögreglu. -kgk „Fjórðungur kvenna hefur orð- ið fyrir nauðgun eða nauðgunar- tilraun á lífsleiðinni og sama hlut- fall hefur verið beitt líkamlegu of- beldi.“ Þetta sýna fyrstu niður- stöður í rannsóknarverkefninu Áfallasaga kvenna. Þær leiða enn fremur í ljós að ríflega 40% þátt- takenda í rannsókninni eiga sögu um framhjáhald eða höfnun af hendi maka og svipað hlutfall hef- ur orðið fyrir andlegu ofbeldi eða einelti í barnæsku eða á fullorðins- árum. Einn af hverjum sex þátt- takendum í rannsókninni á að baki lífshættuleg veikindi eða meiðsl og um það bil þriðjungur erfiða fæð- ingarreynslu. Rannsókn vísindmanna hjá HÍ miðar að því að skapa þekk- ingu um umfang, áhættuþætti og heilsufarslegar afleiðingar áfalla og ofbeldis sem konur verða fyr- ir en samfélagsleg umræða síðasta árs sýnir að mikilvægt er að varpa ljósi á áhrif þessara þátta á heilsufar kvenna hér á landi. Öllum konum á Íslandi, 18 ára og eldri, býðst að taka þátt í rannsókninni með því að svara rafrænum spurningalista um áfallasögu sína og heilsufar á vefn- um afallasaga.is. „Viðtökur hafa verið góðar; á vormánuðum fengu um 50 þúsund konur boð um þátt- töku og um 23 þúsund þeirra hafa þegar svarað spurningalista sem finna má á vef rannsóknarinnar. Ofangreindar niðurstöður eru þær fyrstu sem eru gerðar opinberar úr rannsókninni.“ mm Reynt hefur verið að nauðga fjórðungi kvenna „Vinnustaðarmenning hjá Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækjum er betri en gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði.“ Þetta er niðurstaða óháðrar úttektar á starfsmannamál- um hjá OR samstæðunni sem kynnt var á mánudaginn. Þá kemur fram að uppsagnir þeirra Áslaugar Thelmu Einarsdóttur og Bjarna Más Júlíus- sonar hjá Orku náttúrunnar (ON) eru taldar réttmætar. Fram kemur í úttektinni að Áslaug Thelma hafi Góð vinnustaðamenning OR og uppsagnar taldar réttmætar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.