Skessuhorn


Skessuhorn - 21.11.2018, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 21.11.2018, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2018 5 ALLIR VELKOMNIR! Fræðslukvöld þriðjudaginn 27. nóvember kl. 19:00 í Hjálmakletti „Sýnum karakter“ er verkefni um þjálfun sálrænnar og félagslegrar færni barna og ungmenna í íþróttum • Sabína Steinunn Halldórsdóttir: Innleiðing á ,,Sýnum karakter“ • Auður Inga Þorsteinsdóttir: ,,Út fyrir boxið“ • Pálmar Ragnarsson: Jákvæð samskipti í íþróttaþjálfun ungmenna • Jóhann Guðmundsson: Kynning á ,,Sportabler“ UMSB innleiðir verkefnið SÝNUM KARAKTER! © ÍB Ú IN N HB Grandi hf. hefur sagt upp nít- ján skipverjum á ísfisktogaranum Helgu Maríu, sem á heimahöfn á Akranesi. Ástæða uppsagnanna er óvissa innan útgerðarinnar um hvað gert verður við skipið, en eins og kunnugt er hefur HB Grandi verið að endurnýja ísfisktogara sína undanfarin ár og er veiðigeta nýju skipanna, Engeyjar, Akureyjar og Viðeyjar, það mikil að óvíst er um hvort þörf er á Helgu Maríu til að ná að fylla þær veiðiheimildir sem fyrirtækið ræður yfir. Fimmtán manns eru í áhöfn skipsins hverju sinni og hefur alls 21 verið ráð- inn á skipið með afleysingamönn- um. Samkvæmt heimildum Skessu- horns eru þrír í áhöfn skipsins bú- settir á Akranesi. Helga María er enn í rekstri og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær skipið hætti veiðum. Þeir sem fengu upp- sagnarbréf sín hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest. mm Áhöfn Helgu Maríu AK var sagt upp Verslunin Gallerí Ozone á Akra- nesi verður flutt í nýtt húsnæði á næstu dögum. Verslunin hefur ver- ið til húsa við Kirkjubraut 12 síðustu árin en verður nú flutt að Stillholti 23, þar sem verslunin Hljómsýn var m.a. áður til húsa. „Okkur finnst nú- verandi húsnæði of stórt og langar að minnka við okkur,“ segir Maren Rós Steindórsdóttir, en hún á og rekur verslunina ásamt Andra Júlíussyni og Arnóri Smárasyni. „Miðbærinn er ekki heldur eins og hann var, en það er að myndast mun stærri kjarni þarna við Stillholtið,“ segir Maren. Í Galleríi Ozone hafa verið seld íþróttaföt, tískufatnaður og leikföng en þau Maren og Andri ætla að hætta með sölu leikfanga og leggja meiri áherslu á fatnað. „Leikfangamarkað- urinn er ekki skemmtilegur á Íslandi og núna er hægt að kaupa leikföng mun ódýrari í Costco en við erum að kaupa í heildsölum. Þetta er líka lokaður markaður þar sem ákveðnar verslanir eru með einkaleyfi á stórum hluta vinsælustu leikfangamerkj- anna,“ segir Maren. „Hugmyndin okkar er að minnkað aðeins við hús- næðið svo við sjálf getum haft betri yfirsýn og veitt persónulegri þjón- ustu. Viðskiptavinir geta þó verið al- veg rólegir því öll okkar vinsælustu merki eru ekki að fara neitt,“ bætir hún við. arg Gallerí Ozone í nýtt húsnæði Gallerí Ozone verður flutt í húsnæðið þar sem Hljómsýn var áður til húsa á Stillholti 23 við hlið Dýrabæjar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.